Þjóðólfur - 20.03.1944, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 20.03.1944, Blaðsíða 2
 2 ÞJÓÐÓLFUR Smáap leiöréttingar geta gei»t stóp kpaitavepk ÞJÖÐÖLFUR Útgefandi: M U NIN N hi. Riutjórí: HALLDÓR JÓNAS30N — Þjóðólfur keranr nt á hrerj nm mánudegi o* aukablöð eftir þörfum. Miuiriarerö kr. 12,00, i lanieiölu 35 aura. PreutamiSja Jóna Helgaaonar „Flokkarnir66 eru ekki þjóðin ÞaS þarf meira en litla ó- ívífni af flokkunum, til þess að halda því fram, að þeir séu samanlagðir þjóðin, eða hafi umboð fyrir hana, þar sem svo oft er búið að sýna fram á það hér i blað- inu, að samanlögð partasjónar- mið séu allt annað en heildar- sjónarmið (— m. a. vegna þess, að andstæð sjónarmið verða ekki lögð saman). Kjósendur eða ríkisborgarar hafa tvennskonar afstöðu gagn- vart málum. Að sumu leyti fellur aðalafstaða þeirra alveg saman — í þeim tilfelluiii er um eiginleg þjóðmál að ræða. Er hægt að benda á mörg mál, sem þannig eru löguð, að þar geta menn verið í að- alatriðum sammála, enda þótt ýmsar skoSanir geti verið ríkjandi um framkvæmda hlið málanna. Má þar til nefna efl- ing atvinnuveganna í heild, samgöngumál (í heild), heilsu mál, fræðslumál, póstmál, símamál, réttargæzlu o. s. frv. Allir viðurkenna, að þetta eru nauðsynjamál og þjóðþrifamál og að því leyti standa kjós- endur að þessum málum sem samfeldur aðili. Þótt skoðanir á framkvæmd þeirra geti verið skiftar, þá eru menn sammála um það, að leita beri jafnan beztu þekkingar um úrlausn þeirra. Að fenginni þessari beztu þekkingu, hverfur þá oft skoðanamunurinn. Afstaða ríkisborgaranna gagnvart þess- um málum er nú einmitt það, sem gerir þá að einni þjóðlegri starfsheild (þjóðríki). Auk þessa lifir hver ríkisborg ari sínu eigin einkalífi, og hver sveit, hver bær, hver landshluti og hver stétt hefur sinnar sér- stöðu að gæta og óskar að hafa hana sem frjálsasta. Þetta eru bin eiginlegu einkamál þjóðar- partanna og þau skifta mönn- um ekki eftir skoðunum, held- ur eftir sérhagsmunum. Þessi skifting greinir þjóðina í ýmsa málsparta eða málsaðila, þar sem hver hefur sína sérhags- muni að verja. Slíka málsparta er ómögulegt að leggja saman og búa til úr þeim einn máls- aðila á sama hátt og áðan var sagt, vegna þess, að hagsmun- imir verða oft beinlínis and- stæðir og snerta gæði, sem em beinlínis deiluefni milli máls- parta. — Að því sama skapi og málspartarnir rækja þessi sér- viðhorf sín og sérhagsmuni, geta þeir ekki komið fram sem ein heild. Og er þá meiningar- Jaust að kalla þá í þessu tilliti I. SAGAN AF NEGRUNUM. Trúboði einn segir svo frá: — Ég dvaldist um nokkum tíma í negraliverfi einu með á að gizka 2—3000 íbúa. Ég hafði þar trúboðsstöð með skóla nærri tvö ár. — Nú er ekki svo að skilja að þessir negrar hafi verið neinir villimenn; þeir voru menntaðir á sinn hátt. Þeir gátu lesið upp úr sér lieilar sögur um fortíð sína og viðureignir við aðra kynflokka. Þeir kunnu ýmis- konar handíðir svo sem vopna- gerð og að búa til ýmis dagleg tæki. Stjórn þeirra var merki- lega örugg. Það var „landsföð- urleg“ stjóm eins foringja af sérstakri ætt, sem lengi hafði haft stjórnina á hendi. Naut for inginn aðstoðar ýmsra ættingja sinna. Atvinnuvegir kynflokks- ins vom dýraveiðar og einnig þjóð eða ríki, þar sem um þjóðar- eða ríkissjónarmið er hér alls ekki að ræða, heldur aðeins einkasjónarmið. Alþingi Islendinga er nú orð- ið eingöngu vettvangur þessara þessara einkasjónarmiða, að þvi leyti, að það eru einkasjónar- mið flokka, stétta, kjördæma og einstaklinga, sem ráða kosning- unum og mestmegnis meðferð þingmála. Þjóðarheildin kýs enga fulltrúa á þing. Alþingi er því alls ekki þjóðmálaþing leng ur. — Það sem við þurfum að fá inn í stjórnarskrána og þingið, er málsvörn fyrir samsjónar- miðin eða heildarsjónarmiðin. Til þess þarf sérstaka deild, sem vér höfum kallað þjóðar- deild, en mætti líka heita Lög- rétta. Gera verður ráð fyrir að all- ir góðir íslenzkir borgarar — hversu andstæðir sem þeir kunna að vera í sérmálum sín á milli — óski að halda uppi sameiginlegu sjónarmiði, sem standi yfir öllum deilum og geti jafnað þær eða fundið hina heppilegustu úrlausn þeirra í liverju tilfelli. Þetta hafa þeir þegar viðurkennt í dómsmálun- um. Þess vegna er t. d. enginn skoðanamunur um það, að vér verðum að hafa Hæstarétt, og ætti þá enginn skoðanamunur að geta verið ríkjandi um það, að samskonar heildarsjónarmið verði ríkjandi um sjálfa lög- gjöfina. Lýðfrelsið heimtar, að öll partasjónarmið fái að koma fram og tjá sig. Til þess á að vera lýðdeild í Alþingi. En /jyoðfrelsið heimtar, með ekki minna rétti, að samsjónarmið- unum sé haldið fram og heild- arþörfin ræktuð. Og til þess á þjóðdeildin að vera. Á meðan Alþingi er aðeins lýðdeild, getur því ekki orðið treyst til að leysa nein þjóðmál, svo að viðunandi sé, enda höf- um við reynsluna deginum ljósari og ættum þá að geta verið lausir við að hlusta allt af á þessar fullyrðingar alþing- ismanna um það, að þeir séu málsvarar þjóðarinnar og þing- ið sé þjóðþing. nokkur jarðrækt. Eins og sið- ur er meðal frumstæðra þjóða taldi öll alþýða manna á fingr- um sér upp að tíu, svo að „tví- greipin“ eða tugurinn liefði myndað grundvöll að tölukerfi þeirra eins og annara þjóða, ef um nokkurt slíkt kerfi hefði verið að ræða. Ég varð sem sé fljótt var við stórvægilegan galla á þessu „kerfi“, sem var í því fólginn að sjálfir stjórn- endurnir töldu aldrei nema upp að átta og létu það þó lieita tug. . Ekki er þetta tugur, sagði ég- .. Nei, það veit ég vel, sagði foringinn hlæjandi, en við not- um nú ekki meiri nákvæmni. . En þetta verðið þið nú samt að leiðrétta, þ ví að annars get- ið þið aldrei lært reikning og aldrei liaft nein hrein viðskipti livorki innbyrðis né við aðra þjóðflokka. . . Það gerir ekkert til, við björgum okkur eins og við höf- um gert og það er okkur nóg. . Nei það er ekki nóg; öll upplýsing er á framför í heim- inum og þeir sem ekki fylgjast með í henni, verða aftur úr. En hvernig stendur annars á þessum skrítna sið ykkar?* . . Það stendur svo á honum, að gamli foringjann, sem stofn- aði þetta liverfi, vantaði tvo fingur og hann liafði þessvegna aðeins. átta í tugnum og það kom vel heim við ýmsa skammta, sem úthlutað var og skipt var eftir tölunum 2, 4 og 8. . Já, en af því leiðir ekki, að þið þurfið að telja átta í tugnum, sagði ég. . . Getur verið, en sem sagt, við notum ekki nákvæmari töl- ur, en höfum slumpareikning með allt sem stærra er. Ef við færum að breyta til, þá gæti það orðið til þess að fólkið gerði-hærri kröfur og heimtaði heilan tug í stað átta. Auk þess þarf enginn að segja mér, að menn almennt mundu telja rétt ar eða reikna réttar fyrir það sem þú kallar rétta tölu í tugn- um. Menn viðliafa nú einu sinni ekki neina slíka ná- kvæmni Það kostaði mig mikið þjark að fá stjómenduma til að leið- rétta þessa heimsku sína og sannfæra þá um, að þeir gætu notað hvaða skammtaskiptingu sem þeir óskuðu, enda þótt þeir hefðu rétta tölu í tugnum. Miðl unartillögu um að liafa níu í tugnum hafði ég harðlega vísað á bug með því að liún mundi gera aðeins illt verra, enda væri í þessu tilfelli margfalt hægara að framkvæma heila leiðrétt- ingu en hálfa. Á grundvelli hins rétta tugakerfis tókst mér svo að kenna þeim einföldustu reikningsaðferðir, sem annars "íiefði vitanlega verið óhugs- andi. II. SAGAN AF OKKUR SJÁLFUM. Setjum nú svo að amerískur prófessor í þjóðfélagsfræði hefði dvalið hér undir her- verndarástandinu eins og líka vel kann að hafa verið, þótt ekki fari af því neinar sögur. Þessi prófessor hefði getað haft eftirfarandi sögu að segja at okkur Islendingum í einliverj- um af háskólafyrirlestrum sín- um: „Eins og ykkur er kunnugt, áheyrendur rnínir, stendur all- ur stjórnmálaþroski heimsríkj- anna á mjög völtum fótum og skortir stjórnskipanirnar mjög tilfinnanlega vísindalegan grundvöll. Vegna hinnar stöðugu stríðs- liættu hvíla þær ennþá mest- megnis á grundvelli einhvers- konar ofbeldis og yfirráða, þó að friðsamleg réttarskipun hafi að vísu jafnframt rutt sér rúm meðal liinna þroskaðri þjóða. Nú eru Islendingarnir ein af- skekktasta þjóð í lieimi og þeir hafa allan sinn aldur lifað án þess að eiga í hernaði við aðr- ar þjóðir. — Mér var kunnugt um að íslendingar hafa frá upp liafi verið menntaþjóð. Þeir liafa fært margt i letur og þar á meðal ýmislegt stórmerkilegt um lögskipaða félagsháttu. Ég hafði því ástæðu til að ætla, að á Islandi hefði eftir því sem aldirnar runnu getað átt sér stað ein merkilegasta og sam- ræmdasta þjóðfélagsþróun, sem sagan hefði frá að segja og því gæti orðið hreinasta þekkingar- náma fyrir þjóðfélagsfræðinga. Nú hef ég dvalið á Islandi liátt á annað ár og getað kynnt mér ástand þjóðarinnar í þessum efnum. Því miður varð ég fyrir sorglegum vonbrigðum. Að vísu eru Islendingar enn mennta- þjóð og gáfuð í bezta lagi. Þeir eru líka listrænir og stendur þeim t. d. engin þjóð á sporði í einkennilega formbundinni ljóðagerð. Almenn upplýsing er þar í bezta lagi og stórstígar tæknilegar framfarir eru þar á flestum sviðum. Tunga þeirra er framúrskarandi hreinrækt- uð, svo að ekki mun eiga sinn líka meðal jafn gamalla tungu- mála. Háskóla hefur þjóðin eignast, er liæfa mundi tíu sinn- um stærri þjóð. En það sem stingur mjög í stúf við alla þessa dýrð er það, að í stjórnmálum stendur þjóð- in á svo frumstæðu stigi, að liún virðist ekki kunna einföldustu frumdrætti siðaðrar sjálfstjórn- ar, hvorki á stjórnlegu né hag- rænu sviði. Þjóðin var undir stjórn erlendra ríkja hálfa sjö- undu öld, en hefur nú notið fulls sjálfstæðis um aldar f jórð- ungs skeið. Á þessum sjálfstæð- is-tíma hefur átt sér stað full- komin upplausn þess stjóm- kerfis, sem þjóðin hafði erft frá fyrri tímum. Á þessum sama tíma hefði íslenzka ríkið orðið að minnsta kosti þrisvar sinn- um gjaldþrota, hefði ekki ó- vænt höpp að garði borið — nú síðast stór aukin og arðsöm atvinna vegna stríðsins og her- verndarinnar. Einmitt á meðan ég dvaldi á Islandi, stanzaði stjórnarvélin og varð með öllu óstarfhæf í flestum hinum mest aðkallandi þjóðmálum. Veit ég ekki betur en að svo sé nú ástatt á Islandi, að fyrir safnist sívaxandi magn óleystra örðugleika, svo að óhjákvæmi- leg sprenging muni af hljótast,. áður en langt um líður. Nú munuð þið spyrja: — Hvemig getur staðið á því að svo gáfuð framfara þjóð skuli standa á svo lágu stigi stjórnmenningar. — Orsökin virðist vera tvíþætt: — I fyrsta lagi liefur þjóðin mestan aldur sinn verið bænda- þjóð og búið í strjálbýli. Náið stjórnlegt samstarf á nútíðar vísu gat því ekki þroskast með- al landsborgaranna sjálfra, enda sá erlenda valdið um alla stjórn aðalþjóðmálanna. 1 öðru lagi byrjaði þjóðin sjálfstæða stjórn sína undir á- hrifum hinna fölsku demókrat- isku hugmynda 19. aldarinnar, hinu svo nefnda lýðræði. Þetta stjórnskipulag hefur nú hvarvetna um heim reynst vera óskapnaður einn og hefur geng- ið sér til húðar, og reyndar einnig á Islandi, eins og áður var sagt, enda þótt Islending- um gangi illa að skilja, að or- sökin liggur í sjálfu eðli lýð- ræðisins, en ekki í neinum van- þroska þjóðarinnar, ef réttu. stjórnskipulagi væri til að dreifa. — Ef hér ber að tala um vanþroska, liggur hann í stjórnlegu þekkingarleysi, en ekki í hæfileikaskorti. Það er athyglisvert, að enda þótt Islendingar liafi bæði fyrr og síðar stjórnað mest sjálfir smá heildunum innan þjóðfé- lagsins (heimilum, sveitum, sýslum, söfnuðum, félögum, stofnunum o. s. frv.) og farist eigi ver en öðrum — þá hafa þeir ekki getað látið sér skilj- ast, að það höfuðlögmál, sem gerði þessi fyrirtæki að stjóm- hæfum og áreiðanlegum starfs- heildum, væri jafn nauðsynlegt til viðhalds og reksturs sjálfr- ar ríkisstofnunar þjóðarinnar. En þetta höfuðlögmál er í því fólgið, að sterkt vald, sem óháð er og hlutlaust gagnvart öllum málspörtum, fari með yfirstjórn málanna í umboði heildarinnar. Hin lýðræðilegu samtök til að ná meirihluta og yfirráðatökum á þjóðmálunum, hafa komið í veg fyrir, að þessi skilningur gæti myndast og þar með skynbragð á því, að ríkið verði að vera ein einasta sam- ræm og áreiðanleg starfsheild, bæði í stjórnlegum og hagræn- um skilningi. — (Hér birtist hliðstæðan við hinn órökvísa hugsanagang í sögunni um negrana, sem kunnu að telja rétt á fingrum sér og fylla tugina, en ekki töldu sér henta að nota full- skipaða tugi í opinberum við- skiptum. — íslendingar hafa fullt vit á því, eins og aðrar þjóðir, að reka starfsheildir, en þeir skilja ekki, að ríkisstofn- un þjóðarinnar þurfi að vera samskonar starfsheild og hafa ekki sett inn í hana þann lið, sem gerir hana þannig úr garði. Eins og negramir vildu ekki fylla tuginn, eins vilja þeir ekki fylla heildina með ábyrgu Frh. á 3. síðu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.