Sendisveinninn - 23.12.1931, Blaðsíða 3

Sendisveinninn - 23.12.1931, Blaðsíða 3
Opiö bréf til Hauks Jónssonar ÞaS kom mér nokkuð á óvart, að þú skyldir vera að gefa þetta „jólablað'* út. Ég ætla ekki að fara að rífast við þig út af störf- um þínum eða mínum í þágu sendisveinanna liér í Reykjavík. Það mun vera svo ósköp lítið, sem þú hefir komið í framkvæmd fyr- ir þá, — og það mun sízt vera þér til sæmdar að fara að rifja upp þann litla tíma, sem þú fékkst að vera í Sendisveinadeild- inni. — Þér tókst þá ekki að korna af stað þeirri óánægjuöldu meðal sendisveina, sem þér virð- ist vera svo afarkært að rísi sem fyrst. — En þú ættir að vita, að þér tekst aldrei, hvorki með „Sendisveinablaði“ eða á annan hátt að eitra svo hugsanir sendi- sveina, að þeir geti ekki hugsað rökrétt um sín mál. Þeir vinna svo ósköp lítið á með því að lesa skrif þín eða ann- ara um „sæluástandið" í Rúss- landi. Þeir vinna líka lítið á, þótt þú sért að rægja mig við þá — og reynir á ýmsan hátt að draga úr því, sem ég hefi fyrir þá starf- að. Þú fullyrðir, að ég hafi aldrei brýnt fyrir sendisveinum að standa saman um sínar kröfur. En þetta er ekki satt. — Hitt er aftur á móti satt, að ég hefi sagt þeim að standa saman um rétt- látar og sanngjarnar kröfur, — kröfur, sem munu komast fram -— án þinnar hjálpar eða annara kommúnis^a. HtSMÆÐUR! það ern vinsamleg tilmæli vor, að þér gerið' pantanir yðar og kaup á vörum svo tímanlega dags, að draga megi úr eftirvinmi sendisveina. Húsmæður! Munið, að sendisveinar eiga líka heimtingu á frístund á kvöldin — frístund til au hvíla sig eftir langa vinnu og til að læra.------ Vér treystum því, að þér gerið yðar til þess, að eflirvinna sendisveina vorði alveg afnumin. Sendisveinadeild Merkúrs. Ég skrifa þér ekki lengra að sinni. — En ég mun ef til vill seinna hafa tækifæri til að ræða nánar við þig. 22. des. 1931. Gísli Sigurbjörnsson.

x

Sendisveinninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sendisveinninn
https://timarit.is/publication/1433

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.