Lýðvinurinn - 08.04.1951, Blaðsíða 4

Lýðvinurinn - 08.04.1951, Blaðsíða 4
Reykjavík í apríl 1951. Mikil ólga á Spáni. Allsherjarverkfall. — Verkfallsmenn grýta hús og bíla. — Mesta áfall Francos á valda tíma hans. I*ann 15. marz s. 1 hófst allsherjarverkfall í milljónaborginni Barcelóna gegn böðuls- veldi fasistastjórnar Francos á Spáni. — Verkamennirnir sem tóku þátt í verkfallinu voru yfir 1 milljón og héldu um 300.000 þeirra til miðbiks borgarinnar að ráðhús- inu. Munaði minstu að verkamenn kveiktu í húsinu. Verkamenn grýttu á göngu sinni luxushótel og bifreiðar auðmannana. Verk- fallið breiddist íljótt til annara iðnaðarborga í Katalóníu. Verkföll þessi voru gerð til að mótmæla vaxandi dýrtíð i landinu. Franco sendi strax mörg herskip til Barcelóna Næstu daga voru 500 verkfallsmenn handteknir og stjórninn fyrirskipaði liefndarráðstafanir gegn öllum sem þátt höfðu tekið í verkföllunum. — SÍÐUSTU FRÉTTIR. Fasista- stjórn Francös hefur samþykkt að veita megi verkamönn- um nokkra launahækkun. Ólga er víða í landinu og hefur viða komið til verkfalla og óeirða, en allar fregnir eru háðar ströngustu ritskoðun. — Atburðir þessir eru mesta áfall, sem stjórn Francos hefur beiðið síðan hann braust til valda með aðstoð Hitlers og Mússolins.

x

Lýðvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýðvinurinn
https://timarit.is/publication/1442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.