Morgunblaðið - 15.01.2020, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.01.2020, Qupperneq 1
VILL FARA FRAMÚRVÆNTINGUM oland-rafmagnsflygillinn dreifir hljómnum betur. 4 Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa já- kvæða sögu að segja úti í heimi. Mörg búa að sterkum vörumerkjum. 14 ÐSKIPTA 4 Í auglýsingabransanum er nauðsynlegt að vera sífellt á tánum og með hugann í framtíði að mati Jóns Sæmundssonar. VÖRUMERKIN SKIPTAMÁLI R nni, MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020 Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík ey.is Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Borguðu skatt í fyrsta skipti Árið 2019 gekk vel í rekstri flugfélagsins Atl- anta, þrátt fyrir að félagið hefði þá í fyrsta skipti greitt vörsluskatta í Sádi-Arabíu, þar sem félag- ið hefur starfað í rúm 25 ár. Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Atlanta, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að félagið hafi greitt átta milljónir dala í skatta sem er rétt tæpur milljarður íslenskra króna. „Við mættum ýmsum áskorunum á árinu 2019 og ein sú stærsta var að við borguðum í fyrsta skipti vörsluskatta í Sádi-Arabíu, en þeir hafa aldrei verið til staðar þar áður og enginn tvískött- unarsamningur til staðar. Það er gríðarlegt högg fyrir okkur að horfa nú á eftir fimm pró- sentum af afkomunni verða eftir í konungdæm- inu, en koma ekki inn í reksturinn.“ Hann segir að þrátt fyrir þetta hafi félaginu tekist að fljúga umtalsvert mikið meira en gert var ráð fyrir á síðasta ári. „Þannig að rekstrar- niðurstaða ársins verður góð,“ segir Baldvin. Atlanta er með 14 Boeing 747-400-breiðþotur í rekstri. Sjö sinna pílagrímaflugi og áætlunar- flugi í Sádi-Arabíu, en sjö eru í fraktflutningum inn og út úr Evrópu. Félagið auglýsir nú eftir flugmönnum og flugstjórum á nýja tegund breiðþotna, Boeing 777. Baldvin segir að- spurður að ekki sé búið að ganga frá neinum samningum enn þá. „Við höfum í talsverðan tíma verið að horfa til þess að endurnýja flotann okkar og færa okkur yfir í tveggja hreyfla flug- vélar, annaðhvort Boeing 777 eða Airbus 330. Við stefnum á að kynna nýja flugvélatýpu í flot- ann á miðju þessu ári, og endurnýja flotann smátt og smátt á næstu 4-5 árum.“ Fyrst um sinn er horft er til þess að leigja nýju vélarnar af stórum alþjóðlegum leigusala, en núverandi floti er leigður af Northern Light Leasing, systurfélagi Atlanta. Vélarnar eiga að setja frekari stoðir undir rekstur félagsins í Sádi-Arabíu, auk þess sem nýjar flugvélateg- undir munu opna á frekari sóknarfæri fyrir fé- lagið á öðrum mörkuðum, að sögn Baldvins. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Góður gangur er hjá flugfélaginu Atlanta, sem er með höfuðstöðvar í Kópavogi. Félagið mun að öllum líkindum kynna nýja tegund af þotu í flotann um mitt árið. Boeing 747-vélum Atlanta verður skipt út á næstu 4-5 árum fyrir Boeing 777 eða Airbus 330. EUR/ISK 15.7.‘19 14.1.‘20 145 140 135 130 125 141,55 136,5 Úrvalsvísitalan 2.200 2.100 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 15.7.‘19 14.1.‘20 2.041,66 2.155,0 Jólavertíðin í versluninni Kokku á Laugavegi 47, sem sérhæfir sig í vönduðum eldhúsvörum, var mjög góð að sögn framkvæmdastjórans Guðrúnar Jóhannesdóttur. Hún segir að nýafstaðin stækkun versl- unarinnar hafi skilað sér í aukinni verslun. Vörurnar njóti sín nú bet- ur, til dæmis fái nú borðdúkar og lín meira pláss en áður og hreyfist því betur. Guðrún segist í ítarlegu viðtali í miðopnu ViðskiptaMoggans vera mjög sátt við hvernig árið 2019 endaði. Kokka rekur einnig netverslun, en hún varð fimmtán ára gömul síð- asta haust. Guðrún segir að 10% aukning hafi orðið þar á síðasta ári. Guðrún bætir því við að þróunin síðustu ár í nágrannalöndunum sé sú að miðbæjarverslun sæki í sig veðrið. „Að því sögðu á hefðbundin verslun reyndar almennt undir högg að sækja alls staðar í heim- inum. Fjögur þúsund verslunum var til dæmis lokað í Bretlandi árið 2019. Á sama tíma eykst net- verslun.“ Spurð hvort sú þróun valdi henni áhyggjum segir Guðrún að nauð- synlegt sé að vera á tánum og end- urhugsa rekstur sinn alla daga. Hún telur þó að fólk muni alltaf vilja sækja í ákveðna þjónustu og upplifun, sem hjálpi Kokku að halda velli í samkeppninni. „Við er- um einmitt að skoða það að nota aðra hæðina í nýja húsnæðinu, um 150 fermetra pláss, til að vera með upplifunartengda þjónustu, eins og t.d. að kenna fólki á tólin og tækin sem við seljum.“ Mjög góð jólavertíð í Kokku Morgunblaðið/Eggert Guðrún ætlar að bjóða upplifunar- tengda þjónustu á 2. hæð. Tvöföldun verslunarrýmis Kokku fyrir jólin hafði góð áhrif á viðskiptin í lok 2019. 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.