Morgunblaðið - 15.01.2020, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020FRÉTTIR
Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is
Fáðu tilboð í
Ræstingar-
þjónustu
án allra skuldbindinga
Það gefst sjaldan friður í auglýs-
ingabransanum en engin þreytu-
merki er að sjá á Jóni Sæmundssyni,
sem er þó búinn að vera á fullu í
þessum geira í nærri þrjá áratugi.
Hverjar eru helstu áskoranirnar í
rekstrinum þessi misserin?
Eins og alltaf snúast áskoranirnar
um að fara fram úr væntingum við-
skiptavinanna. Í mínum bransa verð-
ur maður að vera á tánum og með
hugann í framtíðinni. Það breytist
aldrei.
Hver var síðasti fyrirlesturinn sem
þú sóttir?
Hef verið latur að fara á ráð-
stefnur sjálfur undanfarin ár en er
duglegur að fylgjast með straumum
og stefnum við tölvuskjáinn. Í dag er
það allt efni um „programmatic“ sem
vekur helst áhuga minn.
Hvaða hugsuður hefur haft mest
áhrif á hvernig þú starfar?
Það er erfitt að segja og setja nið-
ur einhvern ákveðinn tímapunkt.
Þegar ég var í háskóla fannst mér
Machiavelli alltaf áhugaverður, mjög
auðvelt að heimfæra hann á stjórnun.
Hver myndi leika þig í kvikmynd
um líf þitt og afrek?
Mark Wahlberg, engin spurning.
Erum með sama vaxtarlagið.
Hvernig heldurðu þekkingu þinni
við?
Við sendum fulltrúa ENNEMM
um allan heim til að sækja þekkingu
og kynna sér nýjustu strauma og
stefnur í markaðsmálum og auglýs-
ingatækni. Þessari þekkingu deilum
við svo út í fyrirtækið. Nú er líka orð-
ið mun auðveldara fyrir mann að afla
sér vitneskju og tileinka sér nýj-
ungar, hraðar en þegar ég byrjaði í
bransanum.
Hugsarðu vel um líkamann?
Já, er mjög duglegur að stunda
líkamsrækt og er enn að sparka í
bumbubolta en ég mætti taka mig á í
öðrum þáttum einsog mataræði.
Stefni á að gerast grænmetisæta á
næstu misserum.
Hvert væri draumastarfið ef þú
þyrftir að finna þér nýjan starfa?
Rokksöngvari. Alltaf séð mig sem
geggjaðan rokksöngvara og þar sem
sönghæfileikarnir enda tekur sviðs-
framkoman við. Með svona sviðs-
framkomu skiptir engu þótt ég sé
laglaus.
Hvað myndirðu læra ef þú fengir
að bæta við þig nýrri gráðu?
Ég var alltaf á leiðinni í MBA-nám
hér einu sinni. Eftir því sem aldurinn
færist yfir mann heillar sagnfræðin
alltaf meira og meira. Ég var alltaf
mikill sagnfræðigrúskari sem barn
og unglingur. Það er hollt að dýpka
þekkingarbrunninn og tengja saman
fortíð, nútíð og framtíð.
Hvaða kosti og galla sérðu við
rekstrarumhverfið?
Horfi alltaf bara á kostina, sem
nóg er af, og það er alltaf hægt að
finna tækifæri hvernig sem umhverf-
ið breytist og byltist. Ég leyfi öðrum
að einblína á gallana og einbeita sér
að þeim.
Hvað gerirðu til að fá orku og inn-
blástur í starfi?
Ég reyni að umgangast skemmti-
legt og orkumikið fólk eins og fjöl-
skyldu mína og samstarfsmenn.
Hvaða lögum myndirðu breyta ef
þú værir einráður í einn dag?
Ég myndi breyta eurovision-
lögunum 2020 í eitthvað aðeins meira
rokkað en venjulega.
SVIPMYND Jón Sæmundsson framkvæmdastjóri ENNEMM
Orðið mun auðveldara að afla sér
vitneskju og tileinka sér nýjungar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
NÁM: Útskrifaðist úr HÍ 1991 með BA-próf í þjóðfélagsfræði.
STÖRF: Stofnaði auglýsingastofuna Nonna og Manna 1991,
sem varð síðar að ENNEMM.
ÁHUGAMÁL: Fjölskyldan, vinnan, fótbolti og líkamsrækt.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Ýri Sigurðardóttur barna-
taugalækni og eigum við saman átta börn á aldrinum 11-32 ára.
HIN HLIÐIN
FARARTÆKIÐ
Ekki þarf að kynna bandarísk-
kínverska tæknifyrirtækið Segway
fyrir lesendum. Er merkilegt til þess
að hugsa að heilir tveir áratugir skuli
liðnir síðan fyrsta einmennings-
farartækið frá Segway kom á markað
en síðan þá hefur verið bætt við vöru-
úrvalið og selur fyrirtækið í dag m.a.
rafdrifin einhjól, skauta og hlaupa-
hjól.
Nú hefur Segway bætt við fyrsta
farartæki sínu sem fólk notar sitjandi
(ef undan er skilið gokart-leikfang
sem fyrirtækið smíðar). Mætti
kannski kalla Segway S-Pod nokkurs
konar hátæknihjólastól, sem nær hér
um bil 39 km/klst. hraða þegar allt er
gefið í botn. Á að fara vel um notand-
ann, sem hefur útsýni í allar áttir og
stýrir hraða og stefnu með litlum
pinna. Tækið kemur á markað 2021
og er freistandi til þess að hugsa að ef
bara tekst að bæta við nagladekkjum
og plastdúk til að verja notandann
gegn veðri og vindum gæti hér mögu-
lega verið kominn vísir að hentugri
samgöngulausn fyrir Reykjavík og
nágrenni. ai@mbl.is
Stefnu og hraða er stýrt með pinna.
Segway
býður þér
að setjast
STOFUSTÁSSIÐ
Rafmagnspíanó verða fullkomnari með hverju árinu, og er nú svo kom-
ið að bestu rafmagnspíanóin standa jafnfætis hefðbundnum strengja- og
hamrapíanóum hvað snertir hljóm og viðbragð. Það sem klassísku píanó-
in hafa hins vegar fram yfir rafmögnuðu tækniundrin er hvað þau eru
glæsileg og gerir miklu meira fyrir heimilið að hafa huggulegt píanó upp
við vegg eða flygil úti á gólfi en að stilla upp rafmagnspíanói ofan á statífi.
Rafmagnshljóðfæraframleiðandinn Roland notaði tækifærið á CES
2020-raftækjasýningunni til að frumsýna flygil framtíðarinnar og er þar
komið rafmagnspíanó sem ekki þarf að fela inni í skáp þegar gesti ber að
garði.
GPX-F1 Facet minnir um margt á flygil í útliti en
strengina vantar. Lögunin er ekki bara til þess
gerð að fanga augað heldur á formið að
dreifa hljómnum betur. Þá er raf-
magnsflygill Roland búinn
myndvarpa sem beinir
myndefni á flygils-
lokið í takt við
tónlistar-
flutning-
inn.
Ekki er enn
búið að ákveða
hvort græjan verð-
ur fjöldaframleidd en
rafflygillinn er búinn
að boða komu sína á
tæknisýningar hér og
þar á næstu misserum.
ai@mbl.is
Flygill framtíðarinnar
er mættur á svæðið
Flygillinn blandar
saman hljóði og
ljósaupplifun.
Jón hugsar sér að gerast
grænmetisæta á næstu miss-
erum og bæta mataræðið.