Morgunblaðið - 15.01.2020, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020FRÉTTIR
Ný könnun Northstack, Tækniþró-
unarsjóðs og Gallup hefur m.a. leitt í
ljós að mörg nýsköpunarfyrirtæki
telja séríslenskan gjaldmiðil hafa
neikvæð áhrif á reksturinn. Þá
reyndust rúmlega 40% þeirra fyrir-
tækja sem svöruðu vera með a.m.k.
einn erlendan
sérfræðing að
störfum en rúm-
lega helmingur
svarenda vissi þó
ekki af því að er-
lendir sérfræð-
ingar sem flytja
til Íslands geta
fengið sérstakan
skattaafslátt
fyrstu þrjú árin frá ráðningu í starf.
Kristinn Árni Lár Hróbjartsson
er stofnandi upplýsingamiðilsins og
greiningarfélagsins Northstack
(www.northstack.is) og átti frum-
kvæðið að gerð könnunarinnar, en
niðurstöðurnar má skoða í þaula á
slóðinni www.nyskopunarlandid.is.
Úrtak könnunarinnar var þau 753
fyrirtæki sem sóttu um styrk til
Tækniþróunarsjóðs á árunum 2016
til 2018 og svarhlutfallið tæplega
36%.
Smá fyrirtæki viðkvæm
fyrir tekjusveiflum
Merkilegt er hversu stór hluti
svarenda lítur á séríslenskan gjald-
miðil sem vandamál. Alls sögðu
73,5% svarenda að gjaldmiðillinn
hefði mjög neikvæð eða frekar nei-
kvæð áhrif á rekstur síns fyrirtækis
og segir Kristinn vert að skoða þetta
með tilliti til þess að 62% fyrir-
tækjanna í könnuninni eru annað-
hvort nú þegar starfandi á erlendum
mörkuðum eða stefna þangað á
næstu tólf mánuðum. „Verður að
hafa í huga að oft eru þessi fyrirtæki
kannski ekki með nema einn eða tvo
erlenda viðskiptavini þegar þau
hefja sókn á erlenda markaði og ekki
að því hlaupið að jafna út áhrifin af
sveiflum í gengi frá því að samn-
ingar nást þar til greiðslur eru innt-
ar af hendi. Það getur gert ungu og
smáu fyrirtæki heilmikla skráveifu
ef gengisþróunin er óhagstæð svo að
í stað þess að fá t.d. 10 milljónir
króna fyrir erlent verkefni koma að-
eins 8 milljónir króna í kassann,“ út-
skýrir Kristinn. „Þess utan er um að
ræða fyrirtæki sem eru svo smá að
vexti að þau geta ekki, ólíkt stórum
og rótgrónum útflutningsfyrir-
tækjum, verið með sérhæfðan fjár-
málastjóra eða jafnvel fjármáladeild
sem gerir ítarlegar spár og áætlanir
með tilliti til gengisþróunar, og fjár-
festa jafnvel í tryggingum gegn
gengissveiflum.“
Spurður hvort ekki mætti einfald-
lega leysa vandann með því t.d. að
greiða starfsfólki laun í erlendum
gjaldmiðli segir Kristinn að gerðar
hafi verið tilraunir í þá veru en þær
hafi ekki skilað góðum árangri. „Það
þýðir bara að gengisáhættan færist
af fyrirtækinu yfir á starfsfólkið,
sem er ekkert betra. Það þarf líka að
muna að oft er starfsfólk nýsköp-
unarfyrirtækja á lægri launum í
skiptum fyrir fríðindi eins og kaup-
réttindi og getur því munað miklu
fyrir heimilisbókhaldið ef gengis-
sveiflur valda því t.d. að mán-
aðarlaunin verða ekki 600.000 kr
eins og venjulega heldur 500.000
kr.“
Vita ekki af ívilnunum
Undanfarin ár hafa stjórnvöld
reynt að greiða leið sprota- og ný-
sköpunarfyrirtækja með sérstökum
ívilnunum og afsláttum. Þannig geta
fyrirtæki sótt um skattafrádrátt
vegna nýsköpunar og er hægt að
draga frá skatti 20% af kostnaði upp
að vissu marki. Á gjaldaárinu 2020
má styrkhæfur kostnaður til út-
reiknings skattfrádráttar nema allt
að 900 milljónum króna ef um að-
keypta þjónustu er að ræða en 600
milljónum annars, og er því hæsti
mögulegi frádráttur 180 milljónir.
Þá hafa lög verið í gildi frá 2017 sem
kveða á um að erlendir sérfræðingar
sem ráðnir eru til starfa hjá nýsköp-
unarfyrirtækjum eigi þess kost að
þurfa ekki að greiða skatt af fjórð-
ungi launa sinna. Er þetta í takt við
hvata- og styrkjakerfi margra ann-
arra þjóða.
Kristinn segir það athyglisvert að
ekki sé alkunna innan nýsköp-
unarsamfélagsins að þessi stuðn-
ingur sé í boði. Rúmlega 51% svar-
enda vissu ekki af skattaafslætti
erlendra sérfræðinga og tæplega
23% sögðust ekki vita að sækja
mætti um skattafrádrátt vegna
rannsóknar- og þróunarkostnaðar.
„Þarna kemur í ljós tækifæri fyrir
hagsmunasamtök og stjórnvöld að
gera enn betur, og mesta furða að
endurskoðendur umræddra nýsköp-
unarfyrirtækja hafi ekki löngu bent
þeim á þessi réttindi þeirra. Þarna
gætu allháar fjárhæðir hreinlega
legið á borðinu.“
Af öðrum forvitnilegum niður-
stöðum könnunarinnar má nefna að
40% þeirra fyrirtækja sem svöruðu
eru með a.m.k. einn erlendan sér-
fræðing í starfsmannahópnum.
Kristinn segir ósennilegt að finna
megi jafnhátt hlutfall erlendra sér-
fræðinga í nokkurri annarri starf-
semi á Íslandi, og til marks um
hversu miklu það skipti fyrir framtíð
íslenskrar nýsköpunar að fyrirtækin
í landinu eigi sem greiðastan aðgang
að erlendu vinnuafli. Bendir Krist-
inn á að vegna fólksfæðar sé nærri
óhjákvæmilegt að flytja þurfi inn er-
lenda sérfræðinga til að anna eft-
irspurn. „Ég held að sóknarfæri sé
fólgið í því að gera Ísland sem
áhugaverðastan dvalarstað fyrir
þetta fólk og nú þegar hefur landið
upp á margt að bjóða sem fær fólk til
að vilja setjast hér að. Má þó eflaust
gera betur til að gera Ísland að
sannkölluðu draumalandi erlendra
sérfræðinga.“
Dregin upp skýrari mynd
af umhverfi nýsköpunar
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Áhugaverðar niðurstöður
úr könnun Northstack
varpa ljósi á hvar tækifæri
og áskoranir íslenskra ný-
sköpunarfyrirtækja liggja.
Meðal forsvarsfólks nýsköpunarfyrirtækja
Viðhorf til umhverfi s nýsköpunar á Íslandi
43%
Já, nú þegar
19%
Á næstu
12 mán.
21%
Eftir
1-3 ár
10%
Eftir
meira
en 3 ár
7%
Nei
Er fyrirtækið á erlendum mörkuðum eða stefnir þangað?
Já Nei, vissi
ekki af því
Nei, á ekki við, ekki tímabært
eða önnur ástæða
Hefur þitt fyrirtæki eða verkefni sótt um skattafrádrátt vegna kostnaðar sem er tengdur rannsóknum og þróun?
49% 23% 28%
51% vissi ekki að
erlendir sérfræðingar
sem fl ytja til Íslands
ættu möguleika á
skattaafslætti
Heimild: Nyskopunarlandid.is
6% töldu það að hafa
séríslenskan gjald-
miðil hafa mjög eða
frekar jákvæð
á áhrif á rekstur
síns fyrirtækis
74% töldu það að
hafa séríslenskan
gjaldmiðil hafa mjög
eða frekar neikvæð
á áhrif á rekstur
síns fyrirtækis
Erlendir sérfræð ingar
störfuðu hjá
41% fyrir-tækja
Kristinn Árni Lár
Hróbjartsson
hafðu það notalegt
handklæðaofnum
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
Eigum úrval af