Morgunblaðið - 15.01.2020, Qupperneq 8
dugi til að fólk grípi þá með sér. Því höfum við alla
tíð lagt mikla áherslu á að fræða og aðstoða fólk
við að velja vörur og kenna því að nota áhöldin.
Þannig endast þau lengur og veita meiri ánægju.
Við erum alltaf til staðar til að hjálpa.“
Guðrún segist predika í sífellu að betra sé að
eiga færri og betri hluti, en að eyða peningum í
marga ódýrari hluti. „Þó að áhald sé dýrt í upp-
hafi, þá borgar það sig upp með tímanum. Ég tek
oft dæmi af hvítlaukspressu sem við seljum á
8.490 krónur. Auðvitað er það hátt verð fyrir slíkt
verkfæri. En þegar þú kaupir eina ódýra pressu
sem verður strax ónýt, og svo aðra aðeins dýrari,
sem endar á því að detta í sundur, þá ertu alltaf
búinn að eyða sama peningi og flotta hvítlauks-
pressan kostaði. Að auki situr þú uppi með hlut
sem virkar ekki. Vönduð hvítlaukspressa endist í
áratugi.“
Þessi hugsun passar vel inn í umhverfis-
umræðu dagsins í dag að sögn Guðrúnar. Allt
sem stuðlar að minni sóun er til bóta fyrir um-
hverfið, segir hún.
Upphaflega, þegar Kokka var opnuð, hafði
Guðrún með í farteskinu frá Þýskalandi umboð
fyrir vörumerki sem á þeim tíma voru ekki til á
Íslandi. Í dag er hinsvegar allt sem heitir einka-
umboð að mestu liðin tíð í verslunarrekstri. Hver
sem er getur að sögn Guðrúnar keypt hvað sem
er hvar sem er. „Þá er lykilatriði að skapa sér sér-
stöðu með einhverjum hætti og við leggjum
áherslu á góða þjónustu.“
Tók tíma að finna hentugt húsnæði
Við Guðrún tökum nú eitt skref aftur á bak, til
þess tíma þegar hún byrjaði með verslunina í
pínulitlu rými í Ingólfsstræti 8. „Við sáum það
strax fyrstu jólin í Ingólfsstrætinu að húsnæðið
var allt of lítið þó að það hafi verið mjög sjarm-
erandi. Það var um þrír metrar á breidd og sjö á
dýpt,“ segir Guðrún og brosir. „Við vissum að við
yrðum að fara strax í að finna nýjan stað. Á þess-
um tíma fóru líka í gang miklar framkvæmdir í
götunni, sem ég hélt að myndu hafa slæm áhrif á
verslunina. En í raun varð þetta okkur til happs,
því fólk fór að leggja bílunum sínum við Hallveig-
arstaði og ganga eftir Ingólfsstrætinu, fram hjá
versluninni á leið sinni niður á Laugaveg.“
Þónokkurn tíma tók fyrir Guðrúnu og fjöl-
skyldu að finna stærra húsnæði fyrir verslunina í
miðbænum. Úrval af óhentugu húsnæði hafi til
dæmis verið í boði. Meðal annars skoðaði hún
nýtt sérhannað verslunarhúsnæði á Stjörnubíós-
reitnum, en þar var ekki gert ráð fyrir vöru-
afgreiðslu. „Ég þarf að geta komið vörubretti inn
í verslunina, enda er ég að selja stóra hluti líka,
eins og eldavélar til dæmis. Þegar við duttum nið-
ur á húsnæðið á Laugavegi 47, var það mikill
happafengur. Hér er stór lager í kjallaranum
með góða vöruafgreiðslu. Ég var samt ekkert
endilega róleg yfir þessari stækkun, enda vorum
við að taka ákveðna áhættu og auka kostnaðinn
töluvert í rekstrinum. En svo einhvern veginn
gekk þetta allt upp. Þetta hefur verið strit og púl.
Við erum mikið í þessu sjálf fjölskyldan, Auður
yngri systir mín bættist í hópinn árið 2005 ásamt
sinni fjölskyldu og svo þriðja systirin, Magný, ár-
ið 2007.“
Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri,
stofnandi og einn eigenda verslunarinnar Kokku,
leiðir blaðamann upp á þriðju hæð í stækkuðu
húsnæði verslunarinnar á Laugavegi 47. Hús-
næðið er enn óklárað og á annarri hæðinni má
m.a. sjá notaða steinullarfleka sem bíða eftir því
að fá endurnýjað hlutverk í nýjum milliveggjum.
Verkfæri og múrefni liggja hér og hvar á efri
hæðum og ljóst að nokkur handtök eru eftir til að
koma öllu í framtíðarástand.
Stækkun verslunarinnar nær út á hornið á
mótum Frakkastígs og Laugavegar en auk þess
sem viðbótin gerir verslunarplássið rýmra fyrir
allar vörur, viðskiptavini og starfsfólk, gefur hún
færi á mörgum nýjum og spennandi möguleikum.
Þar nefnir Guðrún námskeiðahald, kaffihúsa-
rekstur og fleira. Að auki fær framkvæmda-
stjórinn nú í fyrsta sinn alvöru skrifstofu með út-
sýni. „Hér sé ég Esjuna og horfi út á sundin.
Þetta er algjör bylting. Ég hef hingað til verið
með skrifstofuna á lagernum niðri í kjallara,“
segir Guðrún, hæstánægð með aðstöðuna.
Enn á eftir að koma nýrri kaffivél fyrir og taka
upp úr kössum. Það getur verið snúið fyrir versl-
unarfyrirtæki, sem helst má aldrei loka, að flytja
án þess að það komi niður á viðskiptunum frá
degi til dags. Guðrún segir að breytingarnar hafi
þó gengið ótrúlega vel og í raun hafi einungis ver-
ið lokað í tvo daga í nóvember. Þá daga var brotið
á milli rýmanna á fyrstu hæð og vörum stillt upp í
kjölfarið.
Kynntust í Þýskalandi
Áður en Guðrún og Þorsteinn Torfason, eigin-
maður hennar, stofnuðu Kokku, voru þau bæði
við störf í Þýskalandi. Þar kynntust þau og hófu
sinn búskap. Guðrún sinnti skrifstofustörfum fyr-
ir hið opinbera, en segist hafa verið farin að hugsa
heim enda orðin leið á því sem hún fékkst við í
skrifstofuvinnunni. Guðrún segir að þegar hún
fór að hugsa alvarlega um hvað hana langaði að
gera „þegar hún yrði stór“ hafi það verið áhuginn
á matargerð sem kom ítrekað upp í hugann.
„Hugmyndin að Kokku fæddist svo endanlega
þegar ég var úti í skógi að ganga með hundinn.
Ég hef alltaf verið mikið eldhúsnörd, og haft
gaman af mat, og matargerð. Ég er úr fjölskyldu
með mjög mikinn mataráhuga, og er alin upp við
forvitni um stórt og smátt.“
Guðrún segir að sú staðreynd að mun meira
gaman sé að vinna í eldhúsi með góðar græjur við
höndina, hafi meðal annars kveikt hugmyndina
að Kokku. „Það má líkja þessu við að reyna að
bora í vegg með borvél sem drífur ekki í gegn.
Eða að ganga í óþægilegum skóm. Fólk er í eld-
húsinu alla daga, hvort sem það hefur gaman af
matargerð eða ekki. Sumir eru kannski bara að
rista sér brauð og sneiða ost, en að vera með góð
tól í eldhúsinu er algjört lykilatriði í allri upp-
lifun.“
Guðrún segist hafa farið að velta fyrir sér hvort
ekki væri einmitt markaður á Íslandi fyrir versl-
un með vönduð eldhústæki. „Auðvitað voru ein-
hverjir að selja eldhúsáhöld hér heima en ég held
að við höfum komið með nýja nálgun á mark-
aðinn. Hún fólst meðal annars í því að gera meira
en að setja bara hluti upp í hillu og halda að það
Á síðasta ári var svo tekið næsta skref með
stækkuninni sem rætt er um hér að framan. „Það
var aftur svona skref sem við þurftum að hugsa
verulega vel um. Maður reiknaði sér til óbóta
þegar maður var að skoða þetta, en mér fannst
tækifærið of gott til að sleppa því. Búðin hefur
verið fullþröng ansi lengi og ég var búin að kíkja á
húsnæði annars staðar. Þegar þetta losnaði hugs-
aði ég sem svo að þetta væri allt of stórt. En eftir
að hafa skoðað málið fram og til baka létum við
slag standa.“
Guðrún segir að það sé gott að vera nú komin
með verslunina alla leið út á horn. „Þetta er mjög
flott horn. Við erum miðja vegu milli Hlemms og
Lækjartorgs, og mitt á milli Hallgrímskirkju og
Sólfarsins við Sæbraut. Svo er líka áhugavert að
eftir að akstursstefnu á Laugavegi var snúið við
vegna framkvæmda á Hverfisgötu, þá blasir
þetta horn sem verslunin er á við þeim sem þar
aka upp götuna. Nú er verslunin miklu opnari en
áður. Stundum treysti fólk sér hreinlega ekki inn
til okkar út af mannmergð en nú komast miklu
fleiri inn. Það fer betur um alla og vörurnar njóta
sín betur. Við sáum strax mikinn mun nú í desem-
ber sl.“
Þegar gengið er um verslunina Kokku sést að
eldhúsvörur eru þar mest áberandi enda er búðin
þekktust fyrir þann varning. Einnig má sjá ís-
lenska hönnunarvöru og gjafavöru stílaða inn á
ferðamenn. „Mylsna er líka brauð. Ferðamenn
koma hingað inn og þá er gott að vera með hluti
sem kosta kannski þúsund kall.“
Spurð um hlut íslenskrar hönnunar, og hvort
nóg sé að gert í þeim efnum, segir Guðrún að öll
umgjörð og framleiðsla íslenskrar hönnunar sé
orðin mun faglegri en áður var. Meira sé lagt í
umbúðir og kynningu m.a. „Heimurinn er að
minnka og hönnuðir eiga í dag auðveldara með að
koma hlutum sínum í framleiðslu. En oft spyrja
ferðamenn hvort viðkomandi vara sé framleidd á
Íslandi. Þá þarf maður að útskýra að vinnuaflið sé
dýrt hér á landi og því hagstæðara að framleiða
erlendis.“
Fylltu búðina af ódýrum vörum
Eins og blaðamaður og Guðrún ræða þá geng-
ur oft mikið á í íslensku viðskiptaumhverfi. Marg-
ir urðu fyrir tjóni er krónan féll í kjölfar banka-
hrunsins haustið 2008. „Það kom hnykkur er
krónan féll. Það var erfitt fyrir alla sem voru í
rekstri þegar innkaupsverð vara tvöfaldaðist á
einni nóttu. Þú gast ekki velt því yfir í vöruverðið.
Framlegðin hrundi og í hönd fór gríðarlega erf-
iður tími. Það sem bjargaði okkur út úr hruninu
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Verslunin Kokka á Laugavegi tók stórt skref fram á við undir lok síðasta árs
með tvöföldun á húsakynnum sínum. Er það í annað sinn sem verslunin
tvöfaldast að stærð en hún hóf rekstur í tuttugu fermetra rými við Ingólfs-
stræti í apríl 2001. Guðrún Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri segist hafa
margar spennandi hugmyndir fyrir hið stækkaða rými.
”
Með því að gera Lauga-
veginn að göngugötu er
samhliða hægt að bæta
aðgengi að öllum verslun-
um og veitingastöðum við
götuna.
Skemmti-
legra í mið-
borg en í molli
Guðrún Jóhannesdóttir segir að þróunin
síðustu ár í nágrannalöndunum sé sú að
verslanamiðstöðvar séu á undanhaldi en
miðbæjarverslun sæki í sig veðrið.
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020VIÐTAL