Morgunblaðið - 15.01.2020, Page 9
er að við erum tiltölulega lítið fyrirtæki og fjöl-
skyldan vinnur mikið í því sjálf. En sumarið 2008,
þegar ljóst var í hvað stefndi um haustið, fórum
við að henda út vörum sem okkur þótti vera orðn-
ar of dýrar. Við fórum í jólainnkaupin það árið
með það að markmiði að finna vörur sem gætu
kostað 2-5.000 krónur út úr búð. Við fylltum búð-
ina af vörum sem kostuðu lítið og það fleytti okk-
ur yfir þetta.“
Nú er jólavertíð nýafstaðin. Hvernig kom hún
út í rekstri Kokku? „Hún var mjög góð og þessi
stækkun verslunarinnar skilaði sér. Vörurnar
njóta sín betur og til dæmis fá nú borðdúkar og
lín meira pláss en áður og hreyfast því betur. Það
var margt svona sem maður sá breytingu á. Það
var ágætur vöxtur hjá okkur síðustu tvo mánuði
2019 og ég er mjög ánægð með það. Það var líka
10% aukning í netverslun og almennt er ég mjög
sátt með hvernig árið endaði.“
Spurð nánar um vefverslun Kokku segir Guð-
rún að hún hafi orðið fimmtán ára síðasta haust
en rekstur á netinu hófst 2004. „Við vorum svo
upptekin við stækkunina að við gleymdum eig-
inlega að halda upp á afmælið.“
Guðrún segir að í þá daga hafi fáir verið komnir
með verslun á netinu. „Ég var svo heppin að Auð-
ur systir mín, sem kom inn í reksturinn með mér,
er tölvunarfræðingur að mennt. Um leið og hún
kom til starfa spurði hún af hverju við værum
ekki með vefverslun. Þá var hún sett í að búa
hana til og síðan höfum við boðið vörur til sölu á
netinu.“
Netverslunin er aðeins lítill hluti rekstrarins að
sögn Guðrúnar, enda háir það henni að fólki
finnst oft einfaldara að koma bara í búðina, enda
vegalengdir oft stuttar á Íslandi. Hún segir að
netverslunin sé þó mjög mikilvægt markaðstól,
og ekki sé hægt að vera í verslunarrekstri á Ís-
landi í dag án þess að vera með vefverslun.
„Það hefur verið hægur en stöðugur vöxtur í
innlendri vefverslun hjá okkur en við seljum
minna til útlanda út af háum flutningskostnaði.
Það er líka dýrt að senda innanlands, og við nið-
urgreiðum flutningskostnað eins og flestir aðrir.“
Talið berst nú að verslun í miðbænum. Kom
aldrei til greina að reka verslun utan miðbæjar-
ins?
„Jú, enda gerðum við það,“ svarar Guðrún. Þar
á hún við verslunina Dúka sem hún keypti fyrir
hrun. „Við keyptum verslunina árið 2007, en
sáum svo eftir því árið 2008,“ segir Guðrún og
brosir. „Það var ákveðið ævintýri. Svo opnuðum
við Dúka í Smáralind 2011. Árið 2017 seldum við
svo báðar verslanirnar. Sú ákvörðun var tekin því
við vildum einbeita okkur að rekstrinum niðri í
bæ. Ég er miðbæjarmanneskja og mér finnst
skemmtilegra að vinna þar sem sést til sólar og
hægt er að rölta út í hádeginu. Það er skemmti-
legra mannlíf í miðborg en í molli.“
Guðrún segir að sala á Dúka hafi þó ekki verið
á dagskrá þegar möguleikinn opnaðist. Áhuga-
samur kaupandi hafi birst. Hún segir þó að vinn-
an við að reka þrjár starfsstöðvar hafi verið mikil
og það hafi spilað inn í að Magný, sem tók þátt í
rekstrinum, hafi viljað hætta. „Við sjáum ekki eft-
ir því að hafa selt.“
Guðrún bætir því við að þróunin síðustu ár í ná-
grannalöndunum sé sú að verslanamiðstöðvar
séu á undanhaldi, á meðan miðbæjarverslun sæk-
ir í sig veðrið. „Að því sögðu á hefðbundin verslun
reyndar almennt undir högg að sækja alls staðar í
heiminum. Fjögur þúsund verslunum var til
dæmis lokað í Bretlandi árið 2019. Á sama tíma
eykst netverslun.“
Þarf alltaf að vera á tánum
Veldur þessi þróun þér áhyggjum?
„Maður þarf auðvitað alltaf að vera á tánum og
endurhugsa sinn rekstur alla daga. En ég held að
fólk muni alltaf vilja sækja í ákveðna þjónustu og
upplifun, og það hjálpar okkur að halda velli. Við
erum einmitt að skoða með að nota aðra hæðina í
nýja húsnæðinu, um 150 fermetra pláss, til að
vera með upplifunartengda þjónustu, eins og t.d.
að kenna fólki á tólin og tækin sem við seljum.
Þarna á fólk að geta sest niður, horft út á Esjuna,
fengið sér gott kaffi, og sótt námskeið m.a. Við er-
um núna aðeins að kasta mæðinni eftir jólatörn-
ina, en munum fljótlega taka aftur til hendinni og
klára aðstöðuna.“
Kokka selur ekki eingöngu til einstaklinga þó
að það sé megináherslan. Fyrirtækjamarkaði er
einnig sinnt. Verslunin er með heildsölu og selur
mikið af vörum til veitingastaða, vörur eins og
borðbúnað og eldhúsáhöld.
Guðrún segir að þó að útlendingar séu áber-
andi í miðbænum komi megnið af veltunni frá ís-
lenskum kaupendum. „Það er vanmetið hvað það
er rosalega mikið af nýjum íbúðum í miðbænum.
Það er margt fólk að flytja inn í þessar íbúðir. Ég
finn mjög mikið fyrir því. Með breytingum í
ferðaþjónustunni er líka minna um útleigu á íbúð-
um á AirBNB. Þá flytja íbúarnir aftur í íbúðirnar
sínar.“
Síðastliðið vor gerði Kokka óformlega skoð-
anakönnun meðal viðskiptavina, um viðhorf
þeirra til verslunar í miðbæ Reykjavíkur. „Þetta
var eftir að hávær hópur verslunarmanna við
Laugaveginn var með undirskriftasöfnun sem af-
hent var borgarstjórn. Þá gekk talsmaður þeirra
milli rekstraraðila í miðbænum og hótaði öllu illu
ef ekki yrði skrifað undir. Ég heyrði það frá koll-
egum hér í nágrenninu að hann hefði hreinlega
logið því að til stæði að loka öllum Laugaveginum,
allri Hverfisgötu og Skólavörðustíg, sem og hlið-
argötum strax sumarið 2019. Margir sögðust ein-
faldlega ekki hafa þorað annað en að skrifa undir
listann.“
Guðrún segir að í skoðanakönnun Kokku hafi
verið spurt hvaðan viðskiptavinir kæmu. Í ljós
kom að flestir koma úr nálægum póstnúmerum,
en einnig kom fólk alls staðar að af höfuðborgar-
svæðinu og utan af landi. Þá var spurt hvernig
fólk kæmi í miðbæinn. Svörin voru á þá lund að
langflestir komu á bíl. Í framhaldi var spurt hvort
erfitt hefði verið að finna bílastæði. Svar flestra
við þeirri spurningu var nei. „Það er ekkert mál
að finna bílastæði niðri í bæ. Við erum með fjögur
þúsund stæði í bílakjöllurum og þúsundir af stæð-
um ofanjarðar. Það er bara ekki satt þegar sagt
er að fólk komi ekki í bæinn út af bílastæða-
vanda.“
Guðrún segir að einnig hafi verið spurt hvernig
fólki litist á göngugötur í miðborginni. Þar sögð-
ust 73% vera hlynnt því. „Þá hlýt ég sem kaup-
maður að gera það sem viðskiptavinurinn vill.
Þetta er samhljóma öðrum könnunum sem gerð-
ar hafa verið af borginni og öðrum en þar hefur
hlutfallið sem vill göngugötur aldrei farið niður
fyrir 50%. Þetta hlusta kaupmenn og borgin á við
framtíðarskipulag miðborgarinnar.“
Er ekki pólitísk
Eins og sagt hefur verið frá opinberlega er það
stefna borgaryfirvalda að gera Laugaveginn all-
an að göngugötu. Því er Guðrún hlynnt, enda er
það vilji meirihluta viðskiptavina.
Hún segir að með því að gera Laugaveginn að
göngugötu sé samhliða hægt að bæta aðgengi að
öllum verslunum og veitingastöðum við götuna.
„Þetta mun gera kraftaverk í aðgengi. Það eru
svo mörg hús í dag með þrepi eða tröppum, og
hægt verður að laga yfirborðið á allt annan hátt
en hægt er í dag. Það góða við framkvæmdirnar
er að það er búið að endurnýja allar lagnir. Því
verður bara um yfirborðsmeðhöndlun að ræða.
Rask verður miklu minna en var til dæmis á
Hverfisgötunni, og gerði mörgum erfitt fyrir.“
Guðrún segist ekki vera pólitísk þó að hún sé
formaður samtakanna Miðborgarinnar okkar.
„Það eru bæði skiptar skoðanir meðal félags-
manna og stjórnarmanna í félaginu. Félagið tek-
ur ekki opinbera afstöðu, enda er það ekki póli-
tískt. Við vinnum fyrst og fremst að markaðs-
setningu fyrir miðborgina, og ég vil bara segja
það að reglulegar upphrópanir örfárra kaup-
manna við Laugaveginn um að allt sé ómögulegt í
miðborginni, er versta markaðssetning sem til er.
Ef sú mantra er síendurtekin í fjölmiðlum fer fólk
að trúa því. Það er alltaf verið að hamra á því að
bærinn sé að tæmast af verslunum en ekki er
minnst á 60 nýja rekstraraðila í miðborginni sem
bæst hafa við, bæði verslanir, veitingahús og
kaffihús.“
Samkvæmt síðustu talningu á vegum Rann-
sóknarseturs verslunarinnar eru að sögn Guð-
rúnar 275 verslanir í miðbæ Reykjavíkur, og 195
veitinga- og kaffihús. „Þetta er því klárlega öfl-
ugasta verslunarsvæði á landinu. Allt tal um að
hér sé allt á vonarvöl er því tóm vitleysa.“
Guðrún bendir á að flóran sé sífellt að verða
skemmtilegri og fjölbreyttari. Miðborgin stækk-
ar, Hverfisgatan sé að verða hugguleg, og nýir
rekstraraðilar spretti þar upp. Einnig bætast sí-
fellt við skemmtilegar verslanir og veitingastaðir
í hliðargötum eins og á Njálsgötu og Frakkastíg.
Þá nefnir hún Hafnartorgið og Granda.
Árstekjur af rekstri Kokku síðustu ár hafa ver-
ið rétt um 100 milljónir króna, og rekstrarniður-
staðan réttum megin við núllið. „Ég verð aldrei
rík af þessu, en ég vil bara geta vaknað á mánu-
dagsmorgni, teygt úr mér og hlakkað til að mæta
til nýrrar vinnuviku. Mér er sama þótt bíllinn sé
tíu ára gamall á meðan hnífurinn minn bítur,“
segir Guðrún glaðbeitt að lokum.
Morgunblaðið/Eggert
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020 9VIÐTAL