Morgunblaðið - 15.01.2020, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020 13SJÓNARHÓLL
BÓKIN
Því er ekki hægt að neita að sígar-
ettan er stórmerkilegt fyrirbæri.
Þessi heilsuspillandi neysluvara er í
algjörum sérflokki; ávanabindandi og
á svo gráu svæði að
sumir vilja banna
hana með öllu. Um
leið á hún sér sterka
bakhjarla, og eru
heilu landbún-
aðarhéröðin háð því
að sæmilegt verð fáist
fyrir tóbaks-
uppskeruna. Nokkur
risavaxin alþjóðleg
fyrirtæki hafa orðið
til í kringum fram-
leiðslu og sölu sígar-
etta og reyna að
breiða úr sér sem víðast. Tóbaksgeir-
inn hefur sett mark sitt á markaðs-
geirann og átt heiðurinn af mörgum
þekktustu vörumerkjum heims. Er
fræg sagan af því hvernig út-
smognum markaðsmönnum tókst að
láta konum á Vesturlöndum þykja
það spennandi að reykja. Deilur um
skaðsemi og gagnsemi tóbaks hafa
síðan litað þróun löggjafar- og dóms-
valdsins, og hvar eðlilegt þykir að
draga mörkin milli almannahags-
muna og einstaklingsfrelsisins.
Sarah Milov, lektor í sagnfræði við
Virginíuháskóla, kafar ofan í þessa
áhugaverðu sögu í nýrri bók: The
Cigarette: A Political History.
Saga sígarett-
unnar er flóknari en
margan grunar og
fjallar Milov m.a. um
hvernig tóbaks-
ræktun var einn af
burðarstólpum New
Deal-efnahagsáætl-
unar Franklins D.
Roosevelt, og eins
hvernig staða tóbaks-
bænda var slæm í
ljósi yfirburðastöðu
nokkurra risavaxinna
kaupenda. Stór-
viðburðir heimssögunnar hjálpuðu til
að dreifa sígarettunni um allan heim
og t.d. voru sígarettur hluti af matar-
skammti hermanna í seinni heims-
styrjöldinni. Málafylgjumenn tóbaks-
fyrirtækjanna lögðu m.a.s. sitt af
mörkum til að koma Marshall-
aðstoðinni í gegn að stríðinu loknu,
með þeim rökum að með því að end-
urbyggja Evrópu mætti selja Evr-
ópubúum fleiri sígarettur. ai@mbl.is
Forvitnileg saga
sígarettunnar
Sagt var frá afdrifaríkri vélsleðaferð við ræturLangjökuls á vegum íslensks ferðaþjónustufyr-irtækis í síðustu viku. Alls urðu 39 ferðamenn
og fjórir leiðsögumenn strandaglópar við rætur jökuls-
ins og þurfti hópurinn að grafa sig í fönn og bíða í lang-
an tíma eftir aðstoð björgunarsveita vegna óveðurs á
svæðinu. Breskt par sem var í hópnum hefur krafist
rúmlega milljónar króna í miskabætur hvort auk þess
sem fjórir ferðamenn til viðbótar hyggjast krefjast
bóta. Samskonar atvik átti sér stað á Langjökli fyrir
um þremur árum og kom þar sama ferðaþjónustufyr-
irtæki við sögu. Í því máli kröfðust áströlsk hjón miska-
bóta vegna hrakfaranna og fengu hvort um sig 300 þús-
und krónur. Farið var fram á hærri bætur í því máli.
Lögmaður fólksins sem nú hyggst krefjast bóta hefur
lýst því yfir að bæturnar í máli áströlsku hjónanna hafi
verið of lágar. Hér er átt við
miskabætur samkvæmt 26. gr.
skaðabótalaga nr. 50/1993.
Til þess að til greiðslu bóta
komi þarf tjón í skilningi skaða-
bótaréttar að hafa átt sér stað.
Hugtakið „tjón“ skiptist annars
vegar í fjárhagslegt tjón og hins
vegar ófjárhagslegt tjón. Jafnan
hafa þessi hugtök verið kennd við
fjártjón og miska. Miski er þá
annað tjón en hið fjárhagslega tjón og dregur hugtakið
„miskabætur“ nafn sitt af þessari aðgreiningu. Vegna
þessa eðlismunar á milli fjárhagslegs og ófjárhagslegs
tjóns getur verið mismunandi fyrir tjónþola hvort tjón
hans teljist til fjártjóns eða miska þar sem ófjárhags-
legt tjón er ekki eins sýnilegt og fjártjón er yfirleitt. Af
þeirri ástæðu geta aðrar sönnunarreglur átt við um
fjártjón en miska.
Í áðurnefndu ákvæði 26. gr. skaðabótalaga má finna
þríþættar reglur um miskabætur og skipta fyrstu tvær
þeirra máli í þessari umfjöllun. Í fyrsta lagi mæla þær
fyrir um að heimilt sé að láta þann, sem af ásetningi
eða stórfelldu gáleysi veldur líkamstjóni, greiða miska-
bætur til þess, sem misgert var við. Með líkamstjóni er
ekki einungis átt við meiðsl eða líkamsspjöll heldur
einnig annað heilsutjón, þar með talið geðrænt tjón. Í
öðru lagi er heimilt að láta þann, sem ábyrgð ber á
ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu
annars manns, greiða miskabætur til þess, er misgert
var við. Til þess að um ólögmæta meingerð sé að ræða
þarf saknæma hegðun til. Auk þess að til að tjónsatvik
verði talið ólögmæt meingerð þarf gáleysi að vera veru-
legt. Með öðrum orðum má segja að lægsta stig gáleys-
is fullnægi ekki kröfum ákvæðisins.
Áströlsku hjónin byggðu málatilbúnað sinn á fram-
angreindum tveimur reglum 26. gr. skaðabótalaga enda
tölu þau ljóst að þau hefðu verið í lífshætti þar sem þau
voru týnd á jökli í vonskuveðri í um átta klukkustundir.
Þau töldu ferðaþjónustufyrirtækið hafa valdið þeim lík-
amstjóni þar sem þau hefðu átt við andlega erfiðleika
að etja frá þessum atburði. Þá fannst þeim einnig van-
ræksla starfsmanna ferðaþjónustufyrirtækisins hafa fal-
ið í sér meingerð gegn friði og persónu sinni. Í málinu
lá fyrir að hjónin höfðu bæði sótt sálfræðimeðferð eftir
atvikið. Fóru þau fram á miska-
bætur að fjárhæð 2.000.000
krónur fyrir hvort um sig.
Héraðsdómur í málinu taldi
gáleysi starfsmanna ferðaþjón-
ustufyrirtækisins þennan dag
hafi verið verulegt og að þeir
hefðu komið fram við áströlsku
hjónin með þeim hætti að það
teldist ólögmæt meingerð. Þegar
dómurinn tók afstöðu til kröfu
hjónanna vegna miska var horft til þess að í dómafram-
kvæmd hefðu ekki verið gerðar eins ríkar kröfur til
þess að stefnendur færðu sönnur fyrir miska sínum
vegna ólögmætrar meingerðar og vegna líkamstjóns,
þar sem kröfur um sönnun eru ríkari. Í því ljósi taldi
dómurinn hjónin hafa sýnt fram á að sú lífsreynsla sem
þau urðu fyrir hinn 5. janúar 2017 hefði haft víðtæk og
íþyngjandi áhrif á þau, en í framburði þeirra fyrir dómi
sem og gögnum málsins kom fram að þau hefðu glímt
við ýmis andleg vandamál eftir atburðinn. Taldi dóm-
urinn hæfilegt að dæma þeim hvoru fyrir sig 300.000
krónur í miskabætur.
Líkt og bent hefur verið á í fréttum er atburðarásin í
máli áströlsku hjónanna sláandi lík því máli sem nú hef-
ur komið upp og því verður forvitnilegt að fylgjast með
framvindu málsins. Í öllu falli er ljóst að málið hefur
vakið umræðu um ferðaþjónustuna en ekki síst um fjár-
hæðir miskabóta.
Sleðaferðir og miskabætur
LÖGFRÆÐI
Árni Grétar Finnsson
lögfræðingur á Landslögum – lögfræðistofu
”
Líkt og bent hefur verið
á í fréttum er atburða-
rásin í máli áströlsku
hjónanna sláandi lík því
máli sem nú hefur kom-
ið upp …
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt