Morgunblaðið - 15.01.2020, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020FRÉTTIR
veita náttúrulega vörn
gegn bakteríum í munninum
Tvíþætt sink
og arginín
Dregur úr
tannskán
Styrkir
glerunginn
Dregur úr
tannskemmdum
Frískari
andardráttur
Dregur úr
blettamyndun
Dregur úr
viðkvæmni
Dregur úr
tannsteini
Fyrirbyggir
tannholdsbólgu
NÝTT
Veruleg fækkun baktería á
tönnum, tungu, kinnum og
gómi eftir samfellda notkun
í fjórar vikur.
BYLTING FYRIR
ALLANMUNNINN
Heildarvörn fyrir tennur, tungu, kinnar og tannhold
Frábær
vörn í
12
tíma
Þarftu skjóta afgreiðslu á ein-
blöðungum, bæklingum, vegg-
spjöldum, skýrslum, eða nafn-
spjöldum? Þá gæti stafræna
leiðin hentað þér. Sendu okkur
línu og fáðu verðtilboð.
STAFRÆNT
Fyrir nokkrum árum átti ég viðtal
við mann sem hitti naglann á höfuðið
þegar hann sagði eitthvað á þá leið
að besta veganestið sem hægt væri
að gefa börnum á okkar tímum væri
ekki að kenna þeim kínversku eða
senda þau í forritunarskóla, heldur
að rækta með þeim þann hæfileika
að vera fróðleiksfús. Hann benti
réttilega á að í dag er öll heimsins
þekking aðgengileg hverjum sem er.
Forvitið barn eða unglingur sem
nennir að grúska á netinu og hefur
meiri áhuga á fróðleik en innantómri
afþreyingu nær risavöxnu forskoti á
jafnaldra sína. Ef börnin vilja læra
er ekkert sem stöðvar þau. Á Khan
Academy geta þau lært allt frá því
að telja frá 0 til 10 upp í það að leysa
flóknar tegurjöfnur og þurfa ekki
svo mikið sem gefa upp greiðslu-
kortanúmer. Á Coursera getur for-
vitið barn setið ókeypis kúrs í samn-
ingatækni hjá Michigan-háskóla og í
framhaldinu prúttað um hærri vasa-
pening fyrir að viðra hundinn og
fara út með ruslið. Það eina sem þarf
er áhuginn. Réttu barni nettengda
tölvu og það getur lært kínversku,
japönsku og kóresku á augabragði.
Nema hvað; netið er líka fullt af
bölvaðri vitleysu. Fyrir hvert nám-
skeið á Coursera eru mörg þúsund
smellubeitufréttir og þvaður sem
skilur lesandann eftir verr upp-
lýstan en hann var áður en hann hóf
lesturinn. Viðmælandinn sem ég
nefndi hér að ofan myndi eflaust í
dag bæta við að auk þess að vera
fróðleiksfús þyrftu börnin okkar líka
að kunna að greina hvort er hvað;
falsfréttir, áróður, slúður og þvæla
annars vegar, og hins vegar vandað,
ritrýnt og heiðarlega samið efni sem
mark er á takandi.
Verndi kjósendur
gegn rangfærslum
Í fullkomnum heimi myndu for-
eldrar setjast niður með börnum sín-
um og fara yfir þessi mál, eða geta
stólað á kennarann þeirra að bólu-
setja ungviðið gegn mestu vitleys-
unni á netinu. En heimurinn er allt
annað en fullkominn enda sitjum við
uppi með ofgnótt stjórnmálamanna
sem vilja taka að sér foreldra-
hlutverk yfir kjósendum og vernda
þá gegn rangfærslum á netinu – með
góðu eða illu. Vestanhafs hefur um-
ræðan um falsfréttir og áróður náð
nýjum hæðum enda styttist í for-
setakosningar. Trump hefur fyrir
löngu tekist að hleypa öllu í háaloft
og eiga bæði hann og aðrir allar
skammir skildar fyrir að hafa dregið
þjóðfélagsumræðuna niður í svaðið.
Hægra megin eru þeir sem væna
hefðbundna fjölmiðla (oft réttilega)
um hlutdrægan fréttaflutning og
einhliða áróður, en vinstra megin
þeir sem óttast að rússnesk nettröll
muni með lymskulegum hætti spilla
grunlausum kjósendum, fá þá til að
trúa öllu illu um allt sem frá demó-
krötum kemur, og tryggja Trump
fjögur ár til viðbótar í Hvíta húsinu.
Mitt í þessari hringavitleysu allri
saman er Facebook, vitaskuld. Þar
fer jú umræðan fram. Þar eru tröllin
á sveimi.
Frelsi til að auglýsa
Facebook er vandi á höndum. Það
má ekki ritskoða samfélagsvefinn of
mikið því þannig koðnar umræðan
niður. En um leið má ekki leyfa
bullukollunum að segja og gera hvað
sem er því með hverju hneykslismál-
inu skaðast orðspor Facebook og
vefurinn eignast fleiri valdamikla
vini sem myndu helst af öllu vilja
loka sjoppunni.
Nú síðast ákvað Mark Hamill –
sjálfur Logi geimgengill – að fara í
sjálfskipaða útlegð af Facebook, en
með því vill hann mótmæla þeirri
ákvörðun Facebook að sannreyna
ekki sannleiksgildi pólitískra auglýs-
inga áður en þær eru birtar á sam-
félagsmiðlinum og setja auglýs-
endum engar skorður með það
hvernig þeir beina auglýsingum að
vandlega völdum hópum kjósenda.
„Það veldur mér svo miklum von-
brigðum að Mark Zuckerberg skuli
láta hagnaðarvon verða heiðarleik-
anum yfirsterkari að ég hef ákveðið
að loka reikningi mínum hjá Face-
book,“ sagði Hamill á Twitter.
Vöruþróunarstjóri Facebook, Rob
Lethern, hefur skýrt stefnu Face-
book þannig að almenningur eigi
rétt á að heyra og sjá það sem fram-
bjóðendur vilji segja þeim, bæði það
góða og það slæma, og að fullyrð-
ingar sem settar eru fram í pólitísk-
um auglýsingum eigi síðan að gagn-
rýna og hrekja fyrir opnum tjöldum.
Er rétt að taka það fram að þeir
sem kaupa birtingar á pólitískum
auglýsingum hjá Facebook gera það
ekki með sama hætti og ef fram-
kvæmdastjóri íslensks skyndibita-
staðar fengi þá flugu í höfuðið að
auglýsa gott hádegistilboð í hvelli.
Frambjóðendur fá að hlaða inn
skrám sínum yfir nöfn og heimilis-
föng kjósenda og tengja við gagna-
grunn Facebook til að geta beint
auglýsingum að almenningi með
ákaflega hnitmiðuðum hætti. Á móti
kemur að notendur Facebook geta
fengið að hafa eitthvað um það að
segja með hvaða hætti þeim berst
efni frá frambjóðendum, og valið að
sjá minna af pólitískum auglýs-
ingum.
Twitter, aftur á móti, bannar
pólitískar auglýsingar með öllu og
Google bæði setur pólitískum aug-
lýsingum skorður og leyfir ekki
ofur-hnitmiðaðar birtingar. Að hluta
til má skýra þennan mun á stefnu
tæknirisanna með því að Facebook
er mun háðara auglýsingatekjum en
Google og Twitter. Af heildartekjum
Facebook koma 98% frá sölu auglýs-
inga en hlutfallið er 86% hjá Twitter
og 70% hjá Google. Þá er Facebook
langsamlega stærsti birtingarstaður
pólitískra auglýsinga á netinu. Hafa
markaðsrýnendur bent á að með
stefnu sinni séu Google og Twitter
því að fórna litlu, en leggja heilmik-
inn þrýsting á helsta keppinaut sinn.
Sitja Mill og Milton
í nýju nefndinni
Gagnrýnendur Facebook vilja að
sjálfsögðu ritskoða fleira en pólitísk-
ar auglýsingar. Nógu slæmt er það
víst að alls kyns misgáfuleg sjónar-
mið fái að heyrast á vefnum og
ákvað Facebook því að setja á lagg-
irnar n.k. skoðanadómstól, til við-
bótar við þá 15.000 umræðuverði
sem í dag vakta það sem birt er á
samfélagsvefnum. Nýja eftirlits-
nefndin á að taka til starfa á þessu
ári og hefur það hlutverk að taka við
áfrýjunum fólks sem þykir Face-
book hafa ritskoðað efni að ósekju.
Nefndin verður skipuð 40 ein-
staklingum sem eru ótengdir Face-
book og fjármögnuð úr sérstökum
sjóði sem er aðskilinn frá almennum
rekstri samfélagsmiðilsins. Nefnd-
inni er falið það vandasama verk að
finna jafnvægi á milli þess að vernda
tjáningarfrelsið og skrúfa fyrir ólög-
legt efni, hatursorðræðu og einelti.
Mark Zuckerberg er ekkert sér-
staklega ánægður með þessa lausn
og þegar greint var frá stofnun
áfrýjunarnefndarinnar ritaði hann
að það væri ekki æskilegt að einka-
rekið fyrirtæki væri sett í þá stöðu
að þurfa að taka svona margar
ákvarðanir um hvar mörk tjáningar-
frelsisins liggja; að stjórnvöld verði
að setja skýra staðla sem hægt sé að
nota til viðmiðunar.
Gagnrýnendur segja áfrýjunar-
nefndina bara yfirvarp, og leið fyrir
Facebook til að skella skuldinni á
einhvern annan þegar og ef þess
reynist þörf.
Öðrum þykir leitt að Facebook
skuli ekki fara í hina áttina; reyna að
auka frelsið í umræðunni og kannski
treysta almennum notendum síð-
unnar til að vera ekki algjörir bjálf-
ar. Sumir ganga meira að segja svo
langt að vona að ákvarðanir áfrýj-
unarnefndarinnar muni í raun verða
til þess að meira fær að heyrast og
sjást, þvert á fyrri stefnu Facebook.
Þannig hefur samfélagsmiðillinn
haft það fyrir reglu að hlýða fyrir-
mælum stjórnvalda á hverjum stað
um að fjarlægja eða loka á færslur
sem stangast á við landslög. Hvað ef
áfrýjunarnefndin telur þannig rit-
skoðun ekki samræmast háfleygum
hugsjónum manna á borð við John
Stuart Mill og John Milton um tján-
ingarfrelsið?
Hver fær að hafa orðið?
Ásgeir Ingvarsson
skrifar frá Istanbúl
ai@mbl.is
Facebook ætlar ekki að
setja pólitískum auglýs-
ingum skorður og virðist
hafa tekist að fá alla upp á
móti sér – meira að segja
Loga geimgengil. Hver veit
þó nema ný áfrýjunarnefnd
Facebook slysist til að
marka upphafið að nýrri
gullöld tjáningarfrelsis á
netinu.
Andrew Caballero-Reynolds / AFP
Mark Zuckerberg
myndi helst af öllu
vilja að Facebook
bæri ekki svona
mikla ábyrgð á hvað
má segja á netinu.