Morgunblaðið - 15.04.2020, Side 2
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Vigdís með Guðna Th. Jóhannessyni, eftirmanni sínum.
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Vigdís í Háskólabíói við vígsluathöfn Veraldar árið 2017.
Morgunblaðið/Ásdís
Vigdís naut mikillar lýðhylli sem forseti og segir hún að þjóðin hafi alltaf verið vinur sinn. Mikill mannfjöldi hyllti Vigdísi við Stjórnarráðið síðasta daginn sem hún starfaði þar sem forseti.
V
igdís fæddist 15. apríl 1930 á Tjarnargötu 14 þar sem
hún ólst upp fyrstu fjögur æviárin, eða þar til fjöl-
skyldan flutti á Ásvallagötu 79. Vigdís fór eftir stúd-
entspróf sitt árið 1949 til Frakklands í nám, þar sem
hún stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum við há-
skólana í Grenoble og Sorbonne í París. Vigdís lærði einnig
ensku og frönsku við Háskóla Íslands og stundaði hún nám í
uppeldis- og kennslufræðum.
Að námi loknu kenndi Vigdís frönsku í bæði Mennta-
skólanum í Reykjavík og við Hamrahlíð, auk þess sem hún
kenndi um tíma franskar leikbókmenntir við Háskóla Íslands.
Að auki stofnaði hún Leikhópinn Grímuna árið 1962 ásamt
nokkrum öðrum en það var fyrsta framúrstefnuleikhúsið á Ís-
landi. Sýndi hópurinn verk sín í Tjarnarbíói og þýddi Vigdís
nokkur leikverk eftir franska höfunda á borð við Jean-Paul
Sartre og Jean Genet.
Í upphafi áttunda áratugarins kenndi Vigdís frönsku í Rík-
issjónvarpinu og var árið 1972 skipuð leikhússtjóri Leikfélags
Reykjavíkur sem þá var til húsa í Iðnó. Sem leikhússtjóri
beitti Vigdís sér meðal annars fyrir því að nýtt leikhús félags-
ins yrði reist og tók hún fyrstu skóflustunguna að Borgarleik-
húsinu árið 1976.
Kvennafrídagurinn 24. október 1975 opnaði augu samfélags-
ins fyrir því hve mikilvægu hlutverki konur gegndu þrátt fyrir
að karlar væru þá í flestum æðri stöðum. Þegar Kristján Eld-
járn, þáverandi forseti, tilkynnti í nýársávarpi sínu árið 1980
að hann hygðist ekki sækjast eftir embættinu var þegar farið
að huga að því að finna konu til þess að fara í framboð. Var þar
fljótlega staðnæmst við nafn Vigdísar og var hún eindregið
hvött til þess að bjóða sig fram.
Kosningabaráttan þótti hörð en Vigdís var að lokum kjörin
með 33,8% atkvæða. Með kjöri sínu varð hún fyrsta konan sem
varð þjóðkjörin þjóðhöfðingi ríkis í sögunni og vakti það því
mikla athygli á erlendri grundu. Vigdís var forseti næstu sex-
tán árin og þurfti einungis að leita endurkjörs árið 1988. Hlaut
hún þá glæsilegan stuðning þjóðarinnar, eða 92,7% atkvæða.
Vigdís ákvað árið 1996 að gefa ekki kost á sér að nýju en eng-
inn forseti hafði þá setið lengur en fjögur kjörtímabil í emb-
ættinu.
Frá því að Vigdís yfirgaf Bessastaði hefur hún beitt sér í
málum er varða lýðræði, jafnrétti og mannréttindi. Þá var
stofnun Vigdísar í erlendum tungumálum stofnsett við Há-
skóla Íslands upp úr aldamótum en bygging stofnunarinnar,
Veröld, var formlega tekin í notkun sumardaginn fyrsta 2017.
Ljósmynd/Forsetaembættið
Karl Bretaprins undirritar nafn sitt í gestabók Bessastaða.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Vigdís undirritar embættiseið sem forseti árið 1984.
Brautryðjandi og
sameiningartákn
Vigdís Finnbogadóttir er níræð í dag. Það fer vel á því að hún fagni þessum
merkisáfanga í ár því að í sumar verða einnig liðin fjörutíu ár frá því að Vig-
dís var fyrst kvenna kjörin sem þjóðhöfðingie lands síns í lýðræðislegum kosn-
ingum. Vigdís hefur á farsælum ferli sínum verið sameiningartákn, brautryðj-
andi og fyrirmynd sem hefur borið hróður lands og þjóðar víða um veröld.
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2020