Hreyfing - 01.06.1993, Blaðsíða 4
Ferðafélag íslands og ÍÞRÓTTIR
FYRIR ALLA hafa haft samstarf
um að skipuleggja gönguferðir
allt frá því átakið hófst sl. haust undir
heitinu Borgarganga. Hún er nú hálfn-
uð en var upphaflega í 11 áföngum en
auk þess er boðið upp á nokkrar auka-
ferðir. Sú síðasta verður farin 30. sept-
ember nk.
Ferðir um Reykjanesfólkvang eru sér-
staklega tengdar þessu átaki þar sem
markmiðið er að kynna almenningi þá
hollustu og ánægju sem gönguferðir úti í
náttúrunni veita. Fá félagar í fbRÓTTUM
FYRIR ALLA 10% afslátt í þær ferðir.
Við vekjum athygli á þessum ferðum sem FÍ hefur
skipulagt fram á haustið:
13. júní kl. 10:30
kl. 13:00
23. júní kl. 20:00
11. júlí kl. 10:30
kl. 13:00
8. ágúst kl. 13:00
19. sept. kl. 13:00
26. sept. kl. 13:00
30. sept. kl. 20:00
Bláfjöll-Vífilsfell
Stóra Kóngsfell-Eldborg
Árnakrókur-Sandfell-Heiðmörk
Marardalur-Dyravegur-Nesjavellir
Dyradalur-Jórutindur-Hestvík
Heiðmörk-Langavatn
Reynisvatn-Árbær
Hestvík-Nesjahraun
Árbær-Elliðaárdalur-Mörkin
ÆFIN6AHLAUP HEILSUHÚSSINSOC BYLOUNNAR
etta átak hefur staðið yfir frá
19. maí sl. og stendur fram
til 13. október eða lengur ef
veður leyfir. Lagt er af stað alla
miðvikudaga frá skautasvellinu í
Laugardal og hlaupið í smáhópum á
c.a. 15 mínútna fresti á milli kl.
17:00 Og 19:00.
Menn geta hlaupið mismunandi
vegalengdir, allt eftir getu og áhuga.
Skráning er á staðnum þar sem
handbækur eru afhentar. Einnig er
hægt að skrá sig í verslunum
Heilsuhússins í Kringlunni og
Skólavörðustíg 1A. í bókina fær
þátttakandi stimpil í hvert sinn sem
hann mætir en færir sjálfur inn
Iengd hlaups og tíma.
Þessi hlaup eru fyrst og fremst ætl-
uð þeim sem eru að byrja að stunda
líkamsrækt og þeim sem eru að
koma sér af stað eftir nokkra hvíld.
í boði eru skemmtilegar hlaupa- og
skokkleiðir í Laugardalnum. Þar er
einnig góð búnings- og baðaðstaða.
Menn eiga einnig kost á upphitun-
ar- og teygjuæfingum kl. 17:15,
17:45, 18:15 Og 18:45. Þátttökugjald
er 100 kr. í hvert skipti. Hlauparar
vinna sér rétt til sérstakra verð-
launa er þeir hafa verið með í 10
skipti og keppa svo um veglegri
verðlaun eftir að hafa náð 20
hlaupa markinu.
Æfingahlaup Heilsuhússins og Bylgj-
unnar er byggt á samstarfi Frjálsiþrótta-
sambandsins, ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA,
Iþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur,
Heilsuhússins og Bylgjunnar.
Adidasumboðið:
^ ♦♦
KEPPTICOTUBOLTA
Fyrir skömmu fór fram keppni
í götubolta eða „streetball" á
vegum Adidasumboðsins hér
á landi. Yfir 240 lið höfðu skráð sig
til þátttöku skömmu fyrir mótið og
segir það allt um áhugann á þessari
nýju íþróttagrein. Er áformað að
halda fleiri mót á vegum Adidas
seinna í sumar.
Götubolti er leikur tveggja liða í
körfubolta, skipað þremur leikmönn-
um og er spilað á eina körfu. Reglur
eru afar einfaldar og dæma leik-
menn sjálfir eftir almennum körfu-
boltareglum. Framundan eru nokkur
götuboltamót og mun hljómsveitin
Pláhnetan fara um landið og sjá um
4
að körfur verði settar upp á réttum
stöðum. Pláhnetan mun halda dans-
leiki á mótsstöðunum að lokinni
keppni. Þegar er búið að skipuleggja
keppni á 8-10 stöðum úti á landi. Þá
er auk þess fyrirhugað götuboltamót
á Akureyri 17. júní nk.
Götubolti á upptök sín í Bandaríkj-
unum og sennilega hafa allir leik-
menn NBA deildarinnar leikið götu-
bolta á lífsleiðinni. í ár verða haldin
yfir 300 götuboltamót á vegum Adi-
das í um 200 þjóðlöndum. Á íslandi
er nú hægt að fá ýmsar „streetball"
vörur, merktar svokölluðum „Stick-
man" sem er orðið að tákni fyrir
götuboltann.