Fréttabréf Íþróttasambands Íslands - 01.02.1983, Blaðsíða 4

Fréttabréf Íþróttasambands Íslands - 01.02.1983, Blaðsíða 4
Hverjir skipa nefndir ISI? Á vegum framkvæmdastjórnar ÍSl eru starfandi nokkrar fasta- nefndir og var nýlega skipaö í þær. Fer nefndaskipunin hér á eftir: Heilbrigðisráð ÍSf: Jón Á. Héðinsson, Svandís Sigurðardóttir, Páll Eiríksson, Halldór Matthíasson, Magnús B. Einarsson, Jón Grétar Óskars- son og Jóhann Guðmundsson. Fræðslunefnd ÍSÍ: Hannes Þ. Sigurðsson, Jón Er- lendsson, Reynir Karlsson, Karl Guðmundsson og Jónína Bene- diktsdóttir. Stjórn Afreksmannasjóðs: Þórður Þorkelsson, Þorkell Magnússon, Steinar J. Lúðvíks- son, Sveinn H. Ragnarsson og Einar Sæmundsson. Trimmnefnd ÍSÍ: Ástbjörg Gunnarsdóttir, Sig- ríður Lúthersdóttir, Hermann Sig- tryggsson, Hermann Níelsson, Svana Jörgensdóttir, Ragn- heiður Lárusdóttir og Þórólfur Þórlindsson. Skautanefnd ÍSÍ: Eggert Steinsen, Sveinn Krist- dórsson og Ásgrímur Ágústsson. Unglinganefnd ÍSÍ: Alfreð Þorsteinsson, Eggert Jó- hannesson og Árni Njálsson. Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ: Alfreð Þorsteinsson, Páll Eiríks- son og Jóhannes Sæmundsson. Samstarfsnefnd við Flugleiðir hf.: Aifreð Þorsteinsson og Björn Vil- mundarson. Samningur við Ríkis- útvarp endurnýjaður f byrjun ársins var undirritaður samningur 14 sérsambanda innan ÍSf við Ríkisútvarpið vegna útsendingu efnis fyrir árið 1983. Efnislega var þessi samningur samhljóða samningi þeim, sem gilti fyrir síðasta ár, nema hvað samningsupphæð hækkaði um 45%. Þrjú sérsambönd, KSÍ, HSÍ og KKÍ, standa utan við þennan samning og gera sérsamning við Ríkisútvarpið. Af hálfu ÍSf önnuð- ust samningsgerð Jón Árm. Héð- insson, Alfreð Þorsteinsson og Björn Vilmundarson. 75 ára afmælisrit ÍSÍ Samið hefur verið við Gils Guðmundsson rithöfund að und- irbúa útgáfu afmælisrits vegna 75 ára afmælis ÍSÍ1987. Síðasta afmælisrit ÍSÍ kom út árið 1962. G-vara ermjólkurvara sem geyma má 14 manuði án kælingar. Það kemur sér víða vel.

x

Fréttabréf Íþróttasambands Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Íþróttasambands Íslands
https://timarit.is/publication/1458

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.