Íslenzka vikan á Norðurlandi - 27.04.1934, Blaðsíða 1

Íslenzka vikan á Norðurlandi - 27.04.1934, Blaðsíða 1
ISLENZKAVIKAN á Norðurlandi 6. tölublað Akureyri, föstudaginn 27. apríl 1934. árgangur KAFLI ÚR RÆÐU i fluttri í byrjun »Islenzku vikunnar« 23. apríl 1934. Háttvirta samkoma! Fyrir hönd stjórnar íslenzku vikunnar á Norðurlandi hefir mér verið falið að skýra í stuttu máli frá tilgangi vikunnar og fyr- irhuguðum störfum að þessu sinni. Vikan hófst með sunnudeg- inum 22. apríl og stendur yfir þessa viku, eða til 29. þ. m. Þetta er nú í þriðja skipti, sem vika þessi er haldin, og hefur starfsemi sú, sem um hönd hefur verið höfð þessa viku í undanfar- in tvö skipti, borið þann árangur, að vér, sem að þessu höfum starf- að, höfum góða von um að þessi vika, verði ekki sú þriðja og síð- asta, heldur muni þetta aðeins byrjun til starfs, sem um hönd verður haft á h'verju ári hér eft- ir, til eflingar og stuðnings ísl. iðnaði og íslenzkri framleiðslu til lands og sjávar. íslenzk framleiðsla, og þó eink- um íslenzkur iðnaður, hefur mjög aukist á síðustu árum. Má sér- staklega þakka það auknu áliti vor sjálfra á eigið framtak og getu, sem aftur á rót sína að rekja til fengins sjálfstæðis þjóð- arinnar, bættra samgangna á sjó og landi, vaxandi velmegun og menntunar alþjóðar og síðast, en ekki sízt, takmarkaðs innflutn- ings á ýmsum erlendum varningi og erfiðleika um kaup á erlend- um gjaldeyri. En þótt nú að svo sé, að iðnað- ur vor hafi mjög aukist á síðustu árum, er langur vegur frá því, að hann þurfi ekki frekari stuðn- ings, umhyggju og skilnings ann- ara en þeirra, er beinlínis starfa að framleiðslunni. Einmitt stend- ur hinn ungi, íslenzki iðnaður nú á þeim tímamótum, að nauðsyn- legt er, að allir íslendingar taki nú höndum saman um að veita honum allan þann stuðning og brautargengi, er þeir frekast mega. Þetta er, sem betur fer, fjöl- mörgum íslendingum ljóst, og þessvegna eigum vér einnig marga mæta menn, sem vinna öt- ullega að þvi, að vekja áhuga al- mennings fyrir þessu nauðsynja- máli. Ein af leiðum þeim, er farn- ar hafa verið til stuðnings þessu máli, er stofnun »íslenzku vikunn- ar«. Höfum vér þar farið að dæmi fleiri annara þjóða, sem komið hafa á hjá sér svipuðum vikum, eða dögum, í þeim tilgangi að hvetja þjóðirnar og minna á að nota fyrst og fremst eigin framleiðslu og á þann veg stuðla að aukinni atvinnu og vaxandi velmegun í sínu eigin landi. Takmarkið er að búa sem mest að sínu og reynslan hefir sýnt oss að það er svo ótrúlega margt, sem vér íslendingar getum notað af eigin gæðum, sem fullkomlega reynist jafn notadrjúgt erlendri framleiðslu, ef vér aðeins viljum nota það sem íslenzkt er, en sækj- umst ekki ávalt fyrst og fremst eftir því erlenda. Það er við því að búast að inn- lendi iðnaðurinn eigi töluvert erf- itt uppdráttar. Það var orðið svo rótgróið í meðvitund þjóðarinnar að allt erlent væri fínna, betra og ákjósanlegra, en það íslenzka. Það þurfti því mikla vinnu og öfl- ugt átak innlendra iðnrekenda og annara framleiðenda, til þess að breyta þessum hugsunarhætti. Og þvi miður verðum vér einnig að viðurkenna það, að byrjunariðn- aði vorum var í flestum greinum mjög ábótavant, og jafnvel margt, sem þegar í byrjun fékk svo slæma dóma hjá almenningi, að örðugt hefir reynzt að kveða þá niður þrátt fyrir verulega bætta framleiðslu. En á tiltölu- lega mjög skömmum tíma hefir þetta samt sem áður tekizt. í allflestum greinum hins ís- lenzka iðnaðar má nú með fullri sanngirni segja, að vér höfum náð þeirri tækni, að vörurnar ís- Frh. á 4. síðu. jj|C>©<I>©<^^ ICÍ - ■-C<I>!l<I>(I<I>(IC>f Hf. Efnagerð Reykjavíkur Kemisk Laugaveg 16 1) Creamduft Eggjaduft Oerduft Flórsykur Vanillusykur Citróndropar Möndludropar Vanilludropar 2) Avaxtalitur Eggjalitur Edik Estragón-edik Soya Matarlitur 3) Brjóstsykur venjul. 25 teg. Brjóstsykur, fylltur, 15 teg. Dragées allskonar, 15 teg. — teknisk verksmiðja - Reykjavík — Sfmi 1755 Franskar möndlur Brenndar möndlur Suðu- og átsúkkulaði margar tegundir Varmilska Karamellur, venjulegar Karamellur, yfirtrektar Tolfe Sykur-vindlar & stangir 4) Saft Búðingsduft Límonaðiduft Kryddvörur margsk. 5) Rósól-tannkrem — hörundsnæring — hárelixír — coldcream — glycerin — Brillantine — snow — Shampooingduft Umboðsmaður á Akureyri: Bayrhum Eau de Quinine Eau de Cologne ísvatn Hárolía Shampooing-Iögur 6) Fægilögur Qljávax Skósverta Skóbrúna Skógula Lakkáburður Bílabón Leðurfeiti Ofnsverta Skúriduft 7) Blómaáburður Broncetinktura Oeymissýra Eimað vatn o, fl. BGGBRT STEFANSSON, heildsali. m

x

Íslenzka vikan á Norðurlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzka vikan á Norðurlandi
https://timarit.is/publication/1469

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.