Austri - 20.06.1985, Blaðsíða 6
6
AUSTRI
Egilsstööum, 20. júní 1985.
UFANDITRÉ
FJOLGAR LENGI GREINUM
Hinn 20. febrúar 1902 stofnuðu kaupfélögin í
landinu með sér samband til að sinna ýmsum
sameiginlegum verkefnum.
Það hlaut nafnið Samband íslenskra samvinnufélaga f
— og er fyrirtækið í eigu kaupfélaganna.
Sambandið hefur með höndum fjölþættan atvinnu-
rekstur — innanlands og utan — og annast j
margvísleg verkefni fyrir samvinnufélögin um land i
allt.
VINNUM SAMAR
Aðalfundur SÚN
Mótmælir reglum
um fiskveiðar
smábáta
Á aðalfundi Samvinnufélags
útgerðarmanna Neskaupstað
(SÚN) laugardaginn 8. júní
urðu umræður um fiskveiði-
stefnuna og þá einkum kvóta
á smábáta innan við tíu lestir
að stærð, en héðan eru gerðir
út yfirfimmtíu sl íkar trillur og er
aðalveiðitímabil þeirra frá því
í maí eða júní og fram í októ-
ber.
Eftirfarandi ályktun var ein-
róma samþykkt af u.þ.b. 40
fundarmönnum: „Aðalfundur
Samvinnufélags útgerðar-
manna Neskaupstað, sem
haldinn var 8. júní 1985, sam-
þykkir að lýsa yfir hörðum mót-
mælum gegn þeim ósann-
gjörnu og fáránlegu reglum,
sem opinberir aðilar hafa sett
um fiskveiðar smábáta undir
10 rúmlestum.
Landsaflakvóti allra slíkra
báta á landinu er fráleitur og
getur valdið óþolandi misrétti
milli einstakra veiðisvæða og
landshluta þar sem góð fisk-
veiði á einum stað getur stór-
lega dregið úr eðlilegri veiði á
öðrum.
Þó mótmælir fundurinn ein-
stökum veiðistöðvunum trillu-
báta um hásumarið og nú síð-
ast þeim barnalegu reglum að
banna smábátum fiskveiði um
helgar. Fundurinnteluraðallar
hömlur á fiskveiðum smábáta
sem jafnan geta ekki stundað
veiðar nema 5 - 6 mánuði á ári,
séru gjörsamlega gagnslausar
til verndar fiskistofnunum auk
þess sem þær séu frekleg árás
á atvinnufrelsi manna og í
engu samræmi við það frjáls-
ræði og frelsistal sem frá
stjórnvöldum heyrist."
^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA
Snæfell.
Rögnvaldurfrá Víðivöllum:
Andstæður
Eitt haustkvöld er mér minni-
stæðara en flest önnur, sem ég
hef lifað, og svo hugljúf er mér
enn minning þess að jafnvel, á
þessum velmegunartíma, rifja
ég upp í huganum þetta kvöld
þegar mér er þungt í sinni og
dapurleiki haustsins sækir á mig.
Þetta umrædda kvöld, var ég
staddur inn við Hálskofa, göngu-
kofa, sem stendur suðaustan í
Snæfellinu, ásamt 3 sveitungum
mínum og jafnöldrum sem voru
allir innan við tvítugt. Við vorum
í síðustu göngu. Um daginn
hafði verið glaða sólskin, logn og
bjart og við höfðum fundið 5
kindur, og komið þeim í kofa án
mikillar fyrirhafnar: Við vorum
því ánægðir yfir vel heppnuðum
degi og kátt í kofa um kvöldið.
En áður en ég lagðist til
svefns, gekk ég einn út í nóttina.
Þá var komið glaða tunglskin og
öræfakyrrðin algjör, þessi unaðs-
lega þögn, sem engin orð ná að
lýsa.
Ég horfði í suður og suðvestur
til jökulsins, sem þarna er rétt
hjá. Eins og veggur, teygðisí
hann eins langt vestur og ég gat
séð og í austur allttil Þrándarjök-
uls. Nóttina áður hafði fallið snjór
á jökulinn svo hann var óvenju
hvífur að sjá. Svo leit ég til Snæ-
fellsins sem gnæfði þarna yfir
mér hvítt niður í mitt fjall af nýfall-
inni mjöll, en dökkt þar fyrir
neðan. Að lokum horfði ég út og
austur yfir flatlendið, Kofaflóann
og Eyjabakkann, eitt gróðursæl-
asta og sérkennilegasta afréttar-
land, sem tilheyrir Fljótsdals-
hreppi. Það var komið frostkul og
ísing byrjuð að myndast á
jörðinni, sem glitraði á í tungl-
skininu rétt eins og silfurperlum
hefði verið stráð yfir foldina.
Þessi sjón hefur aldrei horfið mér
úr huga síðan. Og þetta er landið
sem á að fara að sökkva undir
vatn. Guð forði okkur frá því að
halda lengur áfram á þeirri braut.
Á fyrstu öldum íslands-
byggðar hefur Fljótsdalur allur
verið skógivaxinn. Það sanna
skógarleifar víða í sveitinni og
allstórir skógar á Víðivöllum ytri,
Hrafnkelsstöðum, Arnalds-
stöðum og víðar. Auk þess stöku
hríslur í klettum Valþjófsstaða-
fjalls. í Fljótsdal er veðursæld
mikil og þar hefur jafnan verið vel
búið, þótt fá séu þar stórbýli.
Fljótsdalur var lengi vetrarforða-
búr Héraðsins og jafnvel sumra
fjarðanna líka. Þegar beit þraut
á Úthéraði, og niður á fjörðum,
var sauðfé þaðan rekið upp í
Fljótsdal en þar tók sjaldan fyrir
beit. Ég tel að búa megi góðu búi,
á öllum býlum í Fljótsdal enn
þann dag í dag.
Þó á Fljótsdalur eina and-
stæðu. Eitt afréttarbýli fylgir
Fljótsdalshreppi þar sem enginn
núlifandi maður mun skilja
hvernig hægt hefur verið að
draga fram lífið. Og mikil hlýtur
neyð þess fólks að hafa verið
sem það býli hefur byggt. Aö
vísu mun ekki vitað með vissu
hvar býlið stóð. Koma þar 2 ólíkir
staðir til greina. Sumir halda að
býlið muni hafa staðið þar sem
nú kallast Bjargsendasel,
nokkuð langt innan við innsta bæ
í Norðurdal austan Jökulsár,
Glúmsstaðasel. Á þeim stað má
sjá tættur er bent gætu til búsetu.
Aðrar sagnir herma að býiið hafi
verið mikið innar á afréttinum.
Þetta býli hét Dýjasel.
Ef þið lesendur góðir væruð
staddir við Laugakofa (sem nú er
farið að nefna Laugabúðir,
vegna smáskála sem Rafveit-
urnar hafa reist þarna, en ég er
á móti þeirri nafnbreytingu) sem
stendur nokkuð langt út og
austur af Snæfellinu, við 60
gráðu heita laug og gengjuð svo
ofan á ósinn, austur af kofanum
og horfðuð austur yfir Jökulsána
yfir á Múlaafrétt þá sæjuð þið
sérkennilega klettaborg uppi á
öldunni. Það er Ragnaborgin.
Sagnir herma að þangað hafi
Glúmur bóndi á Glúmsstöðum
hlaupið berfættur til blóta. Hefur
trú hans verið sterk ef það er rétt
því þetta mun nokkurra km grýtt
leið. Ef þið horfið svo út ölduna
sem borgin stendur á þá sæjuð
þið út í Dýjafell er svo nefnist.
Ofan í Jökulsá fellur þar á sem
sjaldan mun meira en smálækur.
Þarna eru móar og gróðurlitlar
öldur og ekki búsældarlegt að
sjá. En einmitt einhvers staðar
þarna er sagt að Dýjasel hafi
staðið.
Fyrst er ég heyrði um þetta
býli, las ég um það í Þjóðsögum
Sigfúsar Sigfússonar því þetta
býli á sína sögu. Jafnvel áhuga-
verðari sögu fyrir okkur í dag, en
stórbýlin niðri í sveitinni. Lengi
vel trúði ég ekki þessari sögu um
búsetu þarna, en þá komst ég
eftir því að til er manntal frá
þessu býli.
En þjóðsaga Sigfúsar er
þannig í stuttu máli að bóndinn
á býlinu hafi farið í kaupstað að
hausti til. Þetta var á einokunar-
tímabilinu og honum, sem öllum
öðrum bændum í Fljótsdal, var
skylt að versla á Djúpavogi. Þar
lenti hann í útistöðum við danska
búðarloku og hafði sá danski í
heitingum við hann. Fyrir jólin fór
bóndi aftur í kaupstað en týndist
þá og sagði almannarómur að
hann hefði verið drepinn af búð-
arlokunni. Eitthvað á þessa leið
er þjóðsagan.
En nú kemur það furðulegasta
og það sem ég hefi mest hugleitt
á liðnum árum. Fyrir rúmum 40
árum fór ég fyrst í göngu á Múla
en svo nefnist afréttarsvæðið,
milli stóránna, Kelduár og
Jökulsár. Þó er smalað austan
Kelduár fyrsta daginn. Er riðið
austur yfir Kelduána rétt framan
við þar sem Fremri-Sauðá á
Suðurfelli fellur í hana. Þarna
austan við Kelduána er allstórt
flatlent mósvæði er nefnist Þing-
vellir líklega vegna þess að
þarna þinga Múlagöngumenn
áður enn þeir skipta sér til
smölunar um hraunið. Þegar ég
er kominn skamman spöl frá
ánni, ríð ég fram á upphlaðið
mannsleiði. Hvort sem þarna eru
bein í gröf er það víst að þetta er
alveg eins og mannsgröf og af
mannahöndum gjört. Snýr það
alveg eins og önnur mannaleiði
og er steinum raðað í kross á
því. Hafi nú bóndinn farið frá
Dýjaseli á Djúpavog er þessi gröf
skamman spöl frá þeirri leið sem
hann hlýtur að hafa farið. Svona
staðir vekja upp margar spurn-
ingar sem aldrei munu fást svör
við.
En þá er að láta hugann reika
og búa sértil sögu af lífi og erfið-
leikum þessa fólks en á liðnum
öldum voru andstæður lífsins
enn meiri en nú.
Erindi þetta flutti höfundur á
fundi Nausts á Hallormsstað 21.
ágúst 1983 og birtist það hér
óbreytt að heita má.