Austri


Austri - 09.11.1995, Blaðsíða 5

Austri - 09.11.1995, Blaðsíða 5
Egilsstöðum, 9. nóvember 1995. AUSTRI 5 Ævarr landnámsmaður -eða hvað? Hinn 25. september sl. hringdi til mín Gróa Jakobsdóttir, gömul kona af Héraði, en nú á Eyrarbakka. Hún hafði þá nýverið hlustað á frásögn í útvarpi um fornminjafundinn í Skriðdal við Þórisá, grafkumlið þar og m.a. um þá tilgátu að þar sé um að ræða legstað Ævars landnáms- manns í Skriðdal. Orsök símtalsins var sú að við frásögnina rifjaðist upp fyrir henni draumvitran frá ár- inu 1931, þar sem hún lá á sæng í Reykjavík nýbúin að fæða elsta barn sitt sem lá í rúminu hjá henni (fætt 26. september 1931) og hún nýkomin heim af sjúkrahúsi þar sem hún ól bamið. Þá þótti henni inn koma í herberg- ið harla stórvaxinn maður. Höfuð hans nam við þil ofan dyranna. Hann ávarpar hana skipandi rómi: „Þú skalt láta son þinn heita Æv- arr,“ og steytti að henni krepptan hnefa til áherslu. Fylgdi orðum hans eldsbirta í glugga og í þeim b jarta bletti stóðu letmð orðin: „Þú skalt.“ Henni stóð stuggur af þessum manni en svarar þó: „Það er vel- komið, og ekki einungis þennan dreng, heldur öll börn sem eg kann að eignast“. Mildaðist við svarið svipur gestsins. Gestur þessi var svo búinn að hann hafði fagra hjálm á höfði, klæddur að ofan í einhvers konar nærskorna peysu eða treyju með belti og á því var málmsylgja, um buxnaskálmar brugðið vafningum, en skór sáust ekki úr rúminu þar eð hann stóð við stokkinn. Hann var girtur sverði með kúlulöguðu neðra hjalti, og gekk frá kúlunni hryggur eftir brandinum miðjum að endi- löngu milli hjalts og odds. Meðal kaflinn (handfangið) var mátulegur fyrir höndina ofan við kúluna. Slíð- ur sem óheil grind náðu frá beltinu svo að sverðið sást glögglega. Maðurinn var svipmikill, nefið stórt, alskegg grásprengt og ennið mikið, skýrt augnaráðið og fast, all- ur mikilúðlegur. Gróa sá manninn glöggt að þessu sinni og oft eftir það, en síðar óljóst sem í móðu og að lokum ekki, en skynjaði þó ná- vist hans. Hún efndi loforð sitt, lét fædda drenginn heita Ævarr að þriðja nafni, en hin tvö voru nöfn sem einnig var vitjað. Eftir þetta eignaðist hún sex börn, drengi og stúlkur, og heita öll Ævarr ásamt öðrum nöfnum. Einnig bera tvö barnabörn hennar nafnið auk ann- arra nafna sem þau ganga undir. Þegar Gróa hlustaði á frásögnina af kumlinu í Skriðdal í útvarpinu sló hana fast sú hugsun að hér væri kominn í leitirnar Ævarr vitrunar- innar 1931. Ævarr birtist nú Gróu ekki lengur, en hún skynjar návist hans sem hlýjan andvara og gleði, segir hún. Hún heldur að hann sé ánægður með að hafa verið grafinn upp, finnst það á návist hans, en sér hann þó ekki. „Nú er ég komin á gamals aldur og vil ekki lengur burðast með þessa vitrun ósagða, taka hana með mér í gröfina“, segir Gróa að lokum og gat þess að frá- sögnin í útvarpinu af beinafundinum í Skriðdal hefði uppvakið endur- minninguna um þessa vitrun, eink- um ágiskað nafn mannsins. í rauninni er það aðeins nafnið Ævarr og þá stærð kumlbúans sem tengir saman frásögn Gróu og beinafundinn við Þórisá - og þó ekki einu sinni nafnið, því að tilgáta er það aðeins að um kuml Ævarrs landnámsmanns í Skriðdal sé að ræða. Samt sem áður er gaman að þessu sambandi, gaman að hafa lýs- ingu á fornmanni, að því er virðist til að punta upp á hrasl af manni, sem eftir umbúnaði öllum sýnist g rafinn með viðhöfn. Ævarrsnafnið virðist sjaldgæft að fornu, þrír nefndir í Landnámu, þar af tveir landnámsmenn, en enginn Ævarr í Austfirðingasögum og síðan ekki söguna meir í heimildum fyrr en á 20. öld. Nafnið þýðir hermaður, sett saman af forliðnum æ (v) = allt af og viðbótinni ar (úr hjara) = her- maður skv. bókinni Nöfn Islend- inga. Aftur hringdi Gróa í mig fyrir skemmstu (seint í október) og kvað Ævarr hafa birst sér á ný, alveg í sama líki og búningi sem í öndverðu. H.H. Hagnaður af starfsemi Flugleiða Fyrstu átta mánuði ársins var hagnaður af starfsemi Flugleiða að fjárhæð 951 milljón kr. A sama tíma í fyrra var heildarhagnaður 539 millj. kr. Afkoma fyrstu átta mánuði ársins hefur því batnað um 412 millj. kr. milli ára. Meginástæða batnandi af- komu er fjölgun farþega og hagnað- ur af flugvélasölu. I byrjun árs seldi félagið og endurleigði af kaupanda eina Boeing 737-400 þotu. Þar sem markaðsverð vélarinnar var töluvert hærra en bókfært verð varð um 325 millj. kr. hagnaður af sölu vélarinn- ar, sem á stóran þátt í batnandi heild- arafkomu félagsins. Fyrstu átta mánuði ársins vom far- þegar Flugleiða í áætlunarflugi milli landa rúmlega 575 þúsund og hafði fjölgað um 8% frá fyrra ári. Farþegar í innanlandsflugi voru rúmlega 186 þúsund og hafði fjölgað um 4% frá sama tímabili 1994. Farþegar í leiguflugi voru rúmlega 19 þúsund en voru rúmlega 23 þúsund á sama tímabili í fyrra. Sætanýting batnaði frá fyrra ári, var 73,3% á móti 69,9% fyrstu átta mánuði síðasta árs. Eru markaðsmálin í lagi! Þann 15. nóv. n.k. verður formlega opnuð ný ráðgjafaskril'stofa að Miðvangi 2-4, 3ju hæð, Egilsstöðum. Þar er ætlunin að bjóða upp á ráðgjöf er varðar markaðsmál fyrirtækja. Af þessu tilefni verður opið hús dagana 15. 16. og 17. nóv. og geta áhugasamir kíkt við milli kl, 13:30 og 17:00 og kynnt sér hvaða möguleikar eru í boði. Hrefna Hjálmarsdóttir markaðsráðgjafí. sími 471-2537 fax 471-2089 e-mail hrefnah@centrum.is Flugfélag Austurlands - Islandsflug Flateyri ,'^Sií |H«lm.vtk Þingeyri m/bíl Bíldudalur Tálknafjörður m/bíl Patreksfjörður m/bíl Gjögur Siglufjörður -A0 Bakkafjörður m/bíl Vopnafjörður Borgarfjörður ' Egilsstaðir 7 Seyðisfjörður m/bíl Norðfjörður ' Eskifjörður m/bíl Reyðarfjörður m/bíl Vestmannaeyjar 471-1122 471-2333 l^ j 36. Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið í Miklagarði, Vopnafirði 17.-18. nóvember 1995. Dagskrá: FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER. Kl: 20:00 Kl: 20:05 Kl: 20:15 kl: 21:00 kl: 21:15 kl: 21:30 kl: 22:15 Þingsetning. Kosning þingforseta og ritara og nefnda. Skýrsla stjórnar K.S.F.A. Skýrsla Austra. Frá aðildarfélögum K.S.F.A. Umræður um skýrslur og reikninga. Alit nefndarnefndar. Mál lögð fyrir þingið. Avörp gesta. Stjórnmálaviðhorflð. a) Halldór Asgrímsson. b) Jón Kristjánsson. LAUGARDAGUR 18. NOVEMBER. kl: 09:00 Nánar auglýst síðar kl: 09:30 Nefndarstörf. kl: 12:00 Hádegisverður á Hótel Tanga. kr. 950.- kl: 13:00 Nefndir skila-umræður-afgreiðsla kl: 15:00 Kosningar. kl: 16:00 Þingslit. kl: 20:00 Árshátíð kr. 3500. Þátttaka tilkynnist hjá Jósep s. 473-1550 eða Hafþór s. 473-1218. Eftirfarandi gisting er í boði Hótel Tangi. Gisting m/morgunverði kr. 2500 S: 473-1224. Syðri Vík. Gisting í uppábúnu rúmi kr. 1500 S: 473-1199. Gerði. Gisting í uppábúnu rúmi kr. 1000 S: 473-1332. Umboðsmenn fyrir Æskuna og abc Við viljum ráða umboðsmenn um allt land, fullorðið fólk, til að safna áskrifendum fyrir Æskuna og abc. Góð sölulaun. Einnig vantar okkur innheimtumenn áskriftagjalda. Óskað er eftir skriflegum umsóknum. Upplýsingar gefur Nanna Marinósdóttir ísíma 551-9799. Æskan og abc, Eiríksgötu 5,101 Reykjavík Ódýr vetrardekk! ‘Eí^i kaupa íföttinn í sekjfnum! Vandaðu vaíið! BFGoodrich KHANÍODK MICHELIN Armstrong NORÐDEKK o^'áp '% ■■ 471-1118 Láttu rŒ471-1231 , raðgreiðslur uiMHr léttaþér róðurinn ! ST^ Láttu fagmenn hugsa vel um bílinn þinn. Það borgar sig Ódýrj önifjfj og ddsnöfjfj þjónnsta

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.