Feykir - 16.10.2019, Blaðsíða 10
inum og alls staðar þar sem
hann fann sæmilega slétta
grasflöt. Fimm ára hóf hann
að æfa fótbolta og eftir því sem
árin liðu hélt hann gjarnan til
á fótboltavellinum á sumrin.
Hann æfði líka körfubolta
langt fram á unglingsár en
lagði körfuboltaskóna á hill-
una þegar hann áttaði sig á því
að hann yrði ekki hávaxinn,“
segir Sigurlaug. Rúnar stundaði
einnig skíði og keppti nokkrum
sinnum á Andrésar Andar
leikum enda var á æskuheimili
hans mikill íþróttaáhugi og ólst
hann upp í þeim anda, svo og að
fara endalaust með foreldrum
sínum og systur á fótbolta- og
körfuboltaleiki og á skíði.
Líklega hefur Rúnar snemma
stefnt á atvinnumennsku í
fótbolta en hvernig skyldi
mamman hafa séð hlutina?
„Rúnar tók stefnu á atvinnu-
mennsku mjög snemma en
mamman vissi sem var að það
gæti brugðið til beggja vona.
Hvatti hann þó alltaf áfram
og fannst mikilvægt að hann
hefði að einhverju markmiði
að stefna. Hún hafði hæfilega
mikla trú á því að honum
tækist að feta þessa slóð því
þetta er harður heimur og
margir um hituna. En þegar
hann var farinn að spila með
Val jókst velgengnin býsna
hratt og útlend fótboltalið fóru
að fylgjast með. Þá sá hún að
atvinnumennskan var handan
við hornið og mikið lifandi
skelfing var hún glöð og sátt
þegar draumurinn rættist,“
segir mamman stolt.
Eins og áður hefur komið
fram er Manchester United
uppáhaldslið Rúnars í Ensku
knattspyrnunni og draumur
hans um að leika á Old Trafford
varð að veruleika. Líklega hafa
einhverjir frændur og frænkur
fagnað þegar liðin drógust
saman í Evrópudeild-inni en
jafnframt fengið smá fiðring
í magann. Hvort liðið ætti að
styðja meira?
„Áður en dregið var í riðla
vorum við foreldrarnir og
systir Rúnars búin að segja við
hann að ef hann færi á Old
Trafford myndum við mæta.
Okkur óraði samt ekki fyrir því
að það yrði raunin. En þegar
þetta lá fyrir og við höfðum
jafnað okkur á tíðindunum var
samdægurs haft samband við
Vita Ferðaskrifstofu, hringt út
og suður og gerð liðskönnun.
Æskuvinir Rúnars höfðu sam-
band og boðuðu komu sína.
Alls fóru um 35 manns úr fjöl-
skyldu- og vinahópi Rúnars og
Anítu Sifjar, kærustunnar hans,
í ferðina. Þá mættu umboðs-
menn hans líka á leikinn.“
Sigurlaug segir að ferðin
hafi verið stórkostleg, í einu
orði sagt. Mikil stemning í
hópnum og eftirvænting. „Á
margan hátt fannst okkur við
vera komin í aðstæður sem
voru í senn óraunverulegar en
samt sannar. Við þvældumst
um miðborg Manchester og
borðuðum saman á Rosso sem
er veitingastaður í eigu Rio
Ferdinand. Fórum í Megastore
og á leikdeginum söfnuðumst
við öll saman á Bishop Blaize
og hituðum rækilega upp fyrir
leikinn. Þar var stemningin
æðisleg! Á Old Trafford þurfti
ég að segja við sjálfa mig aftur
og aftur að ég væri hvorki að
horfa á „venjulegan“ leik á
„venjulegum“ velli, heldur væri
ég á Old Trafford að horfa á
Rúnar spila. Það var skrítin
hugsun.“
Sigurlaug segir að það hafi
aldeilis ekki verið sama hvort
liðið ynni leikinn, ekki í þetta
sinn! „Margir í hópnum áttu
þó svolítið erfitt með sig en í
mínum huga var enginn vafi.“
Þegar fótboltamamman er
spurð að því hvort hún vilji
koma einhverju á framfæri við
foreldra barna sem æfa íþróttir
og jafnvel eiga sér drauma um
frama í framtíðinni, segir hún
það hljóma eflaust klisjukennt
en stuðningur foreldra við
íþróttaiðkun barna sinna
skiptir gríðarlegu máli. „Það er
mikilvægt að hafa í huga að tuð
og almenn leiðindi gagnvart
börnunum og þjálfurum gera
allt verra og er engum til fram-
dráttar. Í atvinnumennsku
skiptast á skin og skúrir og það
skiptir öllu máli að þeir sem
hana stunda njóti stuðnings
fólksins síns og séu vel í stakk
búnir að takast á við mótlæti,
ekki síður en velgengni. Að
hafa hausinn rétt skrúfaðan á,
eins og stundum er sagt.“
En hvernig sem sú draumsýn
leit út var, eftir sem áður, um
spennandi leik tveggja frábærra
liða að ræða þó það enska hefði
betur á endanum 1-0. Ekki
skemmdi fyrir að fjölskylda og
vinir Rúnars skelltu sér á völlinn
til að styðja drenginn í baráttu
sinni við uppáhaldsliðið hans
og flestra annarra í ferðinni.
Feykir hafði samband við Sigur-
laugu K. Konráðsdóttur, móður
Rúnars, og forvitnaðist lítið eitt
um þau mæðgin og ferðina til
Manchester.
„Rúnar byrjaði ungur að
leika sér með fótbolta í garð-
Enginn vafi hjá mömmunni
hvort liðið ætti að styðja
Fjölskylda og vinir Rúnars Más fjölmenntu á Old Trafford
Það vakti mikla athygli er knattspyrnumaðurinn af Króknum, Rúnar Már Sigurjónsson,
mætti, ásamt liðsfélögum sínum í FC Astana í Kasakstan, uppáhaldsliðinu sínu,
Manchester United, í Evrópudeildinni í fótbolta þann 19. september síðastliðinn. Segja
má að gamall draumur Rúnars um að leika á Old Trafford hafi þar með orðið að veru-
leika en þó ekki alveg fullkomlega því æskudraumurinn var að leika með Man. United.
Ekki má gleyma uppeldisfélaginu. MYNDIR ÚR SAFNI HELGU SIGURJÓNSDÓTTUR
Stuðningsmenn Astana fyrir utan Old Trafford.
10 39/2019
VIÐTAL
Páll Friðriksson
Rúnar Már Sigurjónsson fékk gamlan draum uppfylltan er hann lék fótbolta á heimavelli Mancheser United.
Stór hópur vina og vandamanna fór til Manchester til að fygljast með Rúnari Má.