Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2020 LÍFSSTÍLL Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Sölustaðir: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, Nettó, Heilsuhúsin, Vegan búðin, Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi CHAI LATTE Áskoranir: Í samfélaginu í dag er brýn þörf á meira samtali og samveru milli for- eldra og barna. Mikið stress, áreiti og spenna sem og mikil skjánotkun hefur ekki jákvæð áhrif á okkur, hvorki fullorðna né börn. Eftir hrun 2008 sjáum við að staða okkar hefur sífellt versnað í alþjóðlegum mæl- ingum á árangri 14-15 ára unglinga í skóla. Okkur hefur hrakað í lestri/ lesskilningi. Árið 2000 komust 15% þeirra ekki á hæfniviðmið 2 eða hærra, sem sagt gátu ekki lesið sér til gagns. Árið 2009 var talan komin í 17% og 2018 í 26%, þar af náðu 34% drengja og 19% stúlkna ekki viðmiði 2. Sem sagt á 18 árum mínus 11 pró- sentustig. Okkur hefur líka hrakað í náttúrufræði. Frá því að 16% náðu ekki hæfniviðmiði 2 árið 2000, 18% árið 2009 og í 25% sem ekki náðu því viðmiði árið 2018 (mínus 9 prósentu- stig). Stærðfræðin hefur einnig farið niður á við, 13% náðu ekki hæfnivið- Stórar áskoranir fyrir íslenskt samfélag Árangur í PISA og aukin lyfjanotkun hjá börnum og unglingum eftir hrun Vísindi og samfélag Hermundur Sigmundsson hermundur@ru.is Svava Þ. Hjaltalín Colorbox miði 2 árið 2000, 17% árið 2009 og 21% árið 2018 (mínus 8 prósentu- stig) (sjá mynd 1). Minna rætt um að á sama tíma hefur átt sér stað gífurleg aukning hjá börnum og ungmennum á notk- un tauga- og geðlyfja á Íslandi. Við vitum hins vegar ekkert um samspil þessara þátta. Þetta er hugsanleg afleiðing kreppunnar sem væri þess virði að skoða betur. Skoðum þær tölur nánar. Tauga- og geðlyf: Tölur frá árinu 2016 og 2017 sýna fram á mikla notkun á tauga- og geð- lyfjum fyrir íslensk börn og unglinga (sjá mynd 2). 0-4 ára: 3,3 % drengja og 2,8% stúlkna árið 2016. (Noregur; drengir 0,75% og stúlkur 0,7%). 5-9 ára: 12,3% drengja og 6,1% stúlkna árið 2016. (Danmörk; drengir 2% og stúlkur 1%). 10-14 ára: 21% drengja og 14% stúlkna árið 2017. (Svíþjóð; drengir 9% og stúlkur 7%). Svefnlyf: 5-9 ára: Árið 2010 taka 0,23% svefnlyf. Árið 2015 eru það 0,9%. 2,1% drengja tekur svefnlyf 2015 (en 1% í Noregi). 0,85% stúlkna taka svefnlyf 2015 (0,56% í Noregi). 10-14 ára: Árið 2010 taka 0,46% svefn- lyf. Árið 2015 taka 1,8% svefnlyf. 3,1% drengja tekur svefnlyf 2015 (en 1,6% í Noregi). 1,9% stúlkna taka svefnlyf 2015 (1% í Noregi). ADHD-lyf: Árið 2010 fengu 3% af yngri en 18 ára ADHD-lyf. Árið 2019 voru það 6%. Sem sagt 100% aukning. Ef við skoðum aldurshópinn 5-9 ára, 10-14 ára og 15-17 ára þá sjáum við eftir- farandi: 5-9 ára: 3,8% drengja nota ADHD-lyf árið 2010 og 6% árið 2019. 1,8% stúlkna árið 2010 og 2,3% árið 2019. 10-14 ára: 8,3% drengja nota ADHD-lyf árið 2010 og 15% árið 2019. 2,8% stúlkna 2010 og 7% árið 2019. 15-17 ára: 5,5% drengja nota ADHD-lyf árið 2010 og 12,5% árið 2019. 3% stúlkna árið 2010 en 7,5% árið 2019. Á 9 árum hefur orðið ca. 100% aukning á notkun ADHD-lyfja hjá börnum og unglingum (sjá mynd 3). Sérlega alvarlegt er að 6% drengja 5-9 ára og 15% drengja 10-14 ára nota ADHD-lyf. Vísindi: Við sjáum mikinn kynjamismun á notkun ADHD-lyfja hjá börnum og unglingum. Rannsóknir Geschwind og Galaburda hafa sýnt að testósterónhormón sem drengir hafa í mun meira magni en stúlkur getur haft áhrif á þróun heila- starfsemi þeirra í fósturlífinu. Þess vegna er gífurlega mikilvægt að drengir fái ríkulegt áreiti, eins og að það sé talað við þá, jafn mikið og talað er við stúlkur. En rannsóknir sýna að meira er talað við stúlkur Mynd 1 Fjöldi nemenda sem ekki ná hæfniviðmiði 2 Árið 2000 Árið 2009 Árið 2018 Breyting í %Fög Hæfniviðmið undir 2 Hæfniviðmið undir 2 Hæfniviðmið undir 2 Lestur 15% 17% 26% -11% Náttúrufræði 16% 18% 25% -9% Stærðfræði 13% 17% 21% -8% Mynd 2 Tauga- og geðlyf hjá 10-14 ára börnum Árið 2017 Drengir Ísland 21% Svíþjóð 9% Stúlkur Ísland 14% Svíþjóð 7% 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.