Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.11.1986, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 11.11.1986, Blaðsíða 7
EÆJARINS BESTA 7 Styrktarfélag vangefinna 10 ára Framhald af forsíðu nú í vinnslu og á því mynd af lista- verki sem nokkrir heimilismenn í Bræðratungu gerðu fyrir tveimur árum. Að lokinni skýrslu formanns las Ólafía Aradóttir gjaldkeri reikn- inga Styrktarfélagsins, og kom þar fram að hagur félagsins er traustur og góður. Félagsmenn sem greiddu árgjöld á síðasta ári eru á áttunda hundrað. í almennum umræðum á aðal- fundinum tóku til máls þeir Krist- ján Jónsson hafnsögumaður, sem sæti á í stjórn Landssamtak- anna Þroskahjálpar, Erlingur Níelsson framkvæmdastjóri Svæðisstjórnar um málefni fatl- aðra á Vestfjörðum, og Magnús Reynir Guðmundsson, formaður Svæðisstjórnar. Nú í haust voru liðin tíu ár frá stofnun Styrktarfélags vangef- inna á Vestfjörðum. Stjórn félags- ins skipa Hildigunnur Lóa Högna- dóttir formaður, Ólafía Aradóttir, Guðmundur Kristjánsson í Bol- ungarvík, Kristján J. Jónsson og Kristjana Ólafsdóttir, Endurskoð- endur félagsins eru Jóhann T. Bjarnason og Jóhann Kristjáns- son. AA-samtökin Fundartími AA samtakanna á ísafirði, að Aðalstræti 42: Sunnudaga kl. 11:00 Mánudaga kl. 18:00 Þriðjudaga kl. 21:00 Miðvikudaga kl. 21:00 Föstudaga kl. 22:30 Laugardaga kl. 14:00 Símatími hálfri klukkustund fyrir fund í síma 3411. ATH! Fyrsta sunnudag hvers mán- aðar er opinn fundur og eru þá allir velkomnir. Reykur á hótelinu Slökkviliðið var kvatt að Hótel ísafirði á mánudag. Spennir brann yfir og varð af nokkur svæla, en skemmdir urðu ekki teljandi. Starfsmaður á hótelinu sagði að eldvarnarkerfið þar væri ó- nothæft vegna þess að spennan á rafmagninu frá Orkubúinu væri miklu hærri en hún ætti að vera. ATVINNA Óskum eftir að ráða starfsfólk í veitingasal og eldhús — vaktavinna. Upplýsingar hjá veitingastjóra. HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR SÍMI4111 Húseign til sölu Til sölu er húseignin Aöalstræti 33, suöurhluti. Um er aö ræða tvær hæðir, ris, kjallara og bílskúr. Eignin er í mjög góöu ástandi. Verð 4,5 millj. kr. fíúrik Sumarliðason s. 3213 kl. 20-22. Kaupfélag ísfirðinga kjötvinnsla TILBOÐ! Erum með danska uppskrift að Medisterpylsu Aðeins kr. 295.- pr. kg. Verðum með kynningar á Medisterpylsum á fimmtudaginn kl. 17:00-18:00 MATVÖRUVERSLANIR KAUPFÉLAGS ÍSFIRÐINGA MATSEÐILL miðvikudagur 12. nóvember Saltkjöt m/hvítum jafningi fimmtudagur 13. nóvember Heimatilbúin Medisterpylsa með kartöflumauki föstudagur 14. nóvember Gufusoðið nautakjöt m/brúnni sósu mánudagur 17. nóvember Hvítkálsbögglar m/smjörsósu þriðjudagur 18. nóvember Hangikjöt m/baunauppstúfi

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.