Morgunblaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020 Viltu skapa verðmæti? Nánari upplýsingar: Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) Umsóknarfrestur er til og með 14. september 2020 Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is Matís leggur áherslu á hagnýtar rannsóknir sem auka verðmæti íslenskrar matvælaframleiðslu, stuðla að öryggi og heilnæmi afurða og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Hjá Matís starfar kraftmikill hópur sem brennur fyrir því að finna nýjar leiðir til að hámarka nýtingu hráefnis, auka sjálfbærni og efla lýðheilsu. Nánari upplýsingar má finna á: www.matis.is Um er að ræða nýja stöðu í miðlunarteymi Matís og því tækifæri til mótunar á starfinu. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. • Reynsla af gerð og framsetningu efnis á mismunandi miðlum • Menntun sem nýtist í starfi kostur • Góð hæfni í textagerð á íslensku og ensku • Samskiptahæfni og áhugi á fólki • Sjálfstæði, hugmyndaauðgi og drifkraftur Menntunar- og hæfniskröfur:Starfssvið: Matís ohf. leitar að framúrskarandi textasmið sem getur sett flóknar upplýsingar fram á skýran og lifandi hátt. Um er að ræða fullt starf á starfsstöð Matís á Akureyri. Matís stundar rannsóknir og veitir þjónustu sem skapar verðmæti, eykur matvælaöryggi og lýðheilsu í þágu iðnaðar og almennings. Til þess að auka áhrif af starfi Matís leitum við að einstaklingi sem getur miðlað flóknum upplýsingum á skýran hátt með þeim miðlum sem eru best til þess fallnir, t.d. sem frétt á heimasíðu, innlegg á samfélagsmiðlum, myndbönd eða eftir öðrum leiðum. Skólastjóri Auðarskóla Nánari upplýsingar: Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) Umsóknarfrestur er til og með 16. september 2020 Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli með um 100 nemendur. Við skólann starfa um 35 manns. Gildi skólans eru: Ábyrgð - Ánægja - Árangur Í Dalabyggð búa um 650 manns, þar af um 40% í Búðardal. Sveitarfélagið nær frá Álftafirði á Snæfellsnesi til Gilsfjarðar á mörkum Vestfjarða og býr yfir mikilli náttúrufegurð. Dalabyggð er friðsælt og rótgróið samfélag, hlaðið sögu og menningu. Nánari upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins er að finna á: www.dalir.is Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Gert er ráð fyrir að skólastjóri verði búsettur í Dalabyggð. • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara er skilyrði • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og kennslufræða er æskileg • Farsæl stjórnunar- og kennslureynsla og reynsla af leik- og/eða grunnskólastarfi • Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi á þróun og nýjungum í skólastarfi • Lipurð í samstarfi, sveiganleiki og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði og lausnamiðun í starfi Menntunar- og hæfniskröfur: • Stýrir og ber faglega ábyrgð á starfsemi skólans í samræmi við gildandi stefnu • Ábyrgð á daglegum rekstri og yfirumsjón með fjármálum og rekstrarlegum skuldbindingum skólans • Forysta í mótun og eftirfylgni með stefnu skólans í samræmi við skólastefnu sveitarfélagsins, aðalnámskrá grunnskóla og lög um grunnskóla • Starfsmannamál, s.s. ráðningar, starfsþróun og vinnutilhögun • Stuðlar að góðum skólabrag og samstarfi skóla og samfélags • Dagleg umsjón og umráð skólamannvirkja • Leiðir og hvetur starfsfólk með það að markmiði að tryggja sem best samskipti og gagnkvæmt traust Helstu viðfangsefni og ábyrgð: Laust er til umsóknar embætti skólastjóra Auðarskóla í sveitarfélaginu Dalabyggð. Skólastjóri ber faglega ábyrgð á starfsemi skólans og hefur forystu um að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að og eflir áhuga nemenda á námi og að þeir nái sem bestum árangri á öllum sviðum skólastarfsins. Stefnt er að ráðningu í stöðuna frá og með 1. nóvember næstkomandi eða eftir samkomulagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.