Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.05.1991, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 08.05.1991, Blaðsíða 2
2 BÆJARINS BESTIA • Miðvikudagur 8. maí 1991 Landfyllingu við Dýrafjarðarbrú lokið SÓKNARNEFND ísa- fjarðar og Húsafriðun- arnefnd ríkisins héldu með sér fund í Reykjavík síðast- liðinn föstudag þar sem reynt var að ná samkomu- lagi um ofantöku Isafjarðar- kirkju en ágreiningur hefur verið á milli þessara aðila um hvernig staðið skuli að málum og hver kostnaður- inn væri við verkið. Að sögn Gunnlaugs Jón- assonar sóknarnefndar- manns var niðurstaða fund- arins sú að Húsafriðunar- nefnd ætlar á næstu tveimur til þremur vikum að gera kostnaðaráætlun á verkinu sem síðan verður send sókn- arnefnd til umfjöllunar. Húsafriðunarnefndarmenn bentu sóknarnefndarmönn- um á að þeir hefðu menn á sínum snærum sem væru vanir að fást við verk að þessu tagi og gætu því geng- ið að því að meiri reynslu heldur en aðrir góðir smiðir. „Sóknarnefndarmenn hafa ekki viðurkennt að Húsafriðunarnefnd réði yfir kirkjunni,heldur að þeir gætu samt sagt til um hvað ætti að gera við hana og hvernig ætti að gera við hana en að við hefðum síðan úrslitaráð með hvað yrði á endanum gert. Við höfum ekki viljað fá algjöra verk- stjórn af þeirra hálfu í þessu máli en við vonumst til að þetta mál fari nú að leysast. Ef okkur líst á þá kostnað- aráætlun sem þeir hyggast senda okkur innan tíðar þá getur það orðið til þess að við sendum inn formlega beiðni um ofantöku kirkj- unnar“ sagði Gunnlaugur Jónasson í samtali við blaðið. -í. áætlun frá H úsaf riðu narnef nd - áætluð verklok eru í ágúst, 19 árum eftir að heimamenn fóru fyrst að ræða möguleika á brú yf ir fjörðinn EINS og við sögðum frá í fyrsta tölublaði eftir breytingar sem kom út 10. aprfl síðastliðinn, hófst vinna við landfyllingu við Dýrafjarðarbrú 17. mars síðastliðinn og var áætlað að því verki lyki um síðustu mánaðarmót. Nú er þessu verki lokið því um miðjan dag á sunnudag kom bfll með síðasta farminn í veg- fyllinguna. Viðstaddir þá stund voru auk frétta- manna, starfsmenn verk- taka, Vegagerðarmenn og sveitarstjórnarmenn á Þing- eyri. Er síðasta farminum hafði verið sturtað í fyllinguna stjórnaði Bergur Torfason frá Felli húrrahrópum. Þingeyringar og Mýr- hreppingar mættust síðan á miðjum firði og þeir Jónas Ólafsson sveitarstjóri á Þingeyri og Ásvaldur Guðmundsson, oddviti Mýrarhrepps tókust í hendur. Síðan fór Bergur á Felli með drápu eina svohljóðandi: Nú vorhugur ríkir um fjöll og firði er fögnum vér dýrfirskri brú. Oss lengi hefur dreymt um að af þessu yrði, og eigum þá staðfestu trú að samgöngubæturnar séu þess virði þótt á sjóðina gangi ögn nú. Vér tökumst í hendur og hefjum merki og hagnýtum samtakamátt. Vér sýnum öllum í orðum og verki að enn stefni dýrfirskir hátt og fylkjum hér liði undir framfaramerki inn í framtíð í sólarátt. f dag er því gleði og geislandi kæti afguma og sérhverri snót. Allir svo brosandi og fráir á fæti er á firðinum höldum við mót. Eitt andartak hugsun því að annari mæti er auðlegt vort holtana þrjót. Síðan skáluðu menn í kampavíni og þá fór fyrsti bíllinn yfir hina nýju brú. Það kom í hlut þeirra hjóna Sigurðar Friðfinnssonar og Björnfríðar Magnúsdóttur frá Ketilseyri en Sigurður hefur barist ötullega fyrir byggingu brúarinnar og gaf allt jarðvegsefni sem fór í fyllingar vegna brúarinnar. Nú hefur stórum áfanga verið náð í samgöngumálum Vestfirðinga en 19 ár eru lið- in síðan heimamenn á Þing- eyri fóru fyrst að tala um Dýrafjarðarbrú við ráða- menn landsins á þeim tíma. Samkvæmt upplýsingum frá verktakanum Klæðningu- Erum að mynda í B olungarvík miðvikudaginn 15. maínæstkomandi. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Sigurjónsdóttir í síma 7273. Mvfld Bjarni Jónsson ljósmyndari Ljósmyndastofa Trönuhraun 8, Hafnarfirði. S* 91-54207 TOYOTAHI-LUX Til sölu er Toyota Hi-Lux, Double Cab, árgerð 1989. Ekinn 25.000 km. Upphækkaður með húsi. Upplýsingar hjá Eggert í vinnusíma 4000, heimasíma 3818 eða hjá Pétri í síma 4385. ■ili m NORÐURTANGI ATVINNA Starfskraftur óskast til almenn- ra skrifstofustarfa. Aðeins vanur maður/kona kemur til greina. Upplýsingar gefur Jón Bald- vinsson í síma 3711. Vélsmiðjan Þór hf. ísafirði. Suðurverk hf. er gert ráð fyr- ir að verkinu öllu verði lokið í ágúst á þessu ári, ári á und- • Sveitarstjórnarmenn og gestir fagna stórum áfanga. an umsömdum verklokum sem voru 1. ágúst 1992. Með tilkomu brúarinnar sem er um 120 metrar að lengd auk 380 metra vegfyllingar sitt hvoru megin við brúna mun vesturleiðin til Reykjavíkur styttast um 13-14 kílómetra. Áætlaður kostnaður við brúarsmíðina var fyrir ári síðan um 300 milljónir króna en endanlegar tölur liggja ekki fyrir fyrr en að verki loknu. -s. • Það kom í hlut þeirra hjóna Sigurðar Friðfinnssonar og Björnfríðar Magnúsdóttur frá Ketilseyri að aka fyrst yfir brúna. BÆJARINSBESK - góður auglýsinga- miðill Isafjörður: Dýrafjörður: Beðið eftir kostnaðar-

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.