Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.05.1991, Síða 4

Bæjarins besta - 08.05.1991, Síða 4
4 BÆJARINS BESIA • Miðvikudagur 8. maí 1991 |! | Óháð vikublað |j Útgefandi: H-prent hf. ■_________ ________400 ísafjörður S 4560. Siguqón J. Sigurðsson kSILLmLLmJ S 4277 & 985-25362 Ábyrgðarmenn: Siguijón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson © 4101 & 985-31062. Útgáfudagur: Miðvikudagur. Upplag: 3800 eintök. Ritstjómarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Sólgötu 9, © 4570 • Fax 4564. Setning, umbrot og prentun: H-prent hf. Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. Leiðarinn: Spor í rétta átt Þegar menn velta fyrir sér möguleikum strjábýlisins á að halda velli móti þéttbýlinu, koma samgöngur oftar en ekki upp á yfirborðið. - Samgöngur milli landshluta eru mikilvægar. Á þeim getur oltið hvort byggð heldur velli eða ekki. En sam- göngur innan héraðs eru ekki síður nauðsynlegar. Samgöngur milli kaupstaða og kauptúna á Vestfjörð- um hafa löngum þótt með erfiðara móti. Svo reynist enn vera að vetrarlagi. Eigi að síður hefur margt breyst til batnaðar, sérstaklega hin síðari ár. Á þar við hið fornkveðna, að gengur þótt hægt fari. Dýrafjarðarbrúin er hið mesta mannvirki. Ein út af fyrir sig boðar hún ekki undur og stórmerki sé litið á það eitt, að með henni styttist vegalengdin milli ísa- fjarðar og Þingeyrar um 13 km. Sé hún aftur á móti sett í samhengi við áður komnar vegabætur í Önundarfirði og væntanleg jarðgöng gegnum Breiðadalsheiði, eykst gildi hennar til muna. Með brúnni tekst af erfiðasti og snjóþyngsti vegarkaflinn fyrir Dýrafjörð. Þegar jarð- göngin eru komin ætti að vera auðvelt að halda leiðinni milli Þingeyrar og ísafjarðar opinni allan ársins hring. Gefur auga leið hversu þýðingarmikið það er íbúum þessa svæðis að eiga greiða leið til ísafjarðar, þótt ekki væri nema vegna læknisþjónustu. Það var ekki ýkja mikið um dýrðir af hálfu hins opin- bera þegar fyllt var í síðasta haftið í fyllingu að Dýra- fjarðarbrúnni. Það fór vel á, að forystumenn hreppanna mættust á miðri brúnni. Handtak þeirra sagði meira en mörg orð. íbúarnir skilja öðrum betur þýðingu bættra samgangna fyrir framtíð byggðarlagsins. Vel ort, þjóð- leg hvatning Bergs á Felli var skrautfjöður dagsins. Síðasta vetrardag bættist nýr farkostur í flota Flugfé- lagsins Ernis hf., níu farþega vél búin fullkomnustu ör- yggistækjum. Þörfin leyndi sér ekki. Aðeins tveimur dögum eftir komuna fór vélin í fyrsta sjúkraflugið. Áþreifanlegt dæmi um nauðsyn þess, að flugfélagið geti starfað áfram og sinnt ætlunarverki sínu. Bæjarins Besta óskar Vestfirðingum til hamingju með bættar samgöngur á láði og í lofti og færir eigend- um Ernis hf. heillaóskir með nýju flugvélina. s.h. ÍBÚD TIL SÖLU Til sölu er 115 m2 íbúð á 4. hæð að Aðalstræti 24. ísafirði. Nánari upplýsingar gefur Svanbjörn Tryggvason 1 síma 4323 á daginn og 3726 á kvöldin. Lesendabréf: Ti I hvers er valdid og fyrir hvem? — Gunnar Þórðarson skíðaáhugamaður skrifar: SAMSKIPTI Skíðafélags ísafjarðar og bæjaryfir- valda vegna auglýsinga- skiltis sem sett var upp í heimildarleysi við Silfur- torg, hafa valdið mér heim- spekilegum vangaveltum. Eg hef velt því fyrir mér til hvers er valdið, lög og regla í lýðræðisþjóðfélagi, og fyrir hvern er það sett. Fyrir þá sem ekki þekkja málið skal ég reifa það í stuttu máli. Vegna alþjóðlegs skíða- móts sem haldið var hér á ísafirði á vegum Skíðafé- lagsins nú í apríl, var farið út í að selja fyrirtækjum auglýsingar á skiltum í fjár- öflunarskyni. Skiltin skyldu staðsett á Seljalandsdal þar sem mótið fór fram en fyrir smá mistök var eitt þeirra sett upp á Silfurtorgi án tilskilinna leyfa frá bæj- aryfirvöldum. Um var að ræða skilti frá V.f.S. sem af rausnarskap bauðst til að greiða S.í. kr. 200.000.- fyr- ir vikið. Fljótlega kom at- hugasemd frá bæjaryfirvöld- um þar sem byggingarnefnd bæjarins krafðist þess að skiltið yrði tekið niður. Fyrir orð bæjarstjórans var leyft að hafa skiltið uppi á meðan á mótinu stóð og jafnframt var lögð fram formleg beiðni frá S.í. til bæjaryfirvalda um leyfi fyrir • Gunnar Þórðarson. skiltinu ásamt afsökunar beiðni frá félaginu vegna brots á byggingarreglugerð. Því bréfi var aldrei svarað en hinsvegar voru heitar umræður á meirihlutafundi bæjarstjórnar miðvikudag- inn 17. apríl s.l. og stóð þar upp Georg Bæringsson, barði í borðið, og heimtaði skiltið niður. Vegna reglu- gerða bæjarins gátu aðrir bæjarstjórnarfulltrúar í meirihluta ekkert gert ann- að en látið undan þessu, þó þeir bentu á að hér væri um gott málefni að ræða, brotið væri ekki alvarlegt og afsök- unarbeiðni hefði borist ásamt formlegri beiðni um leyfi til að hafa skiltið þarna. Klukkan níu daginn eftir rifu starfsmenn bæjar- ins niður skiltið S.í. til veru- legs fjárhagstjóns. Mánu- daginn 22. apríl var sam- þykkt í bæjarráði, með at- kvæðum Georgs og Jóns Kristins að heimila ekki uppsetningu skiltisins á Silf- urtorgi þar sem þeir væru í bæjarráði fyrir fólkið en ekki fyrir „þrýstihópa“. Og þá er komið að heim- spekinni. Til hvers setjum við lög og reglur og til hvers felum við sumum vald í lýð- ræðisríkjum. Er mönnum falið vald til að „nota“ það, eða til að nýta það í þágu fjöldans. Eru reglugerðir til að fara alltaf eftir þeim út í hörgul, eða eru þær settar til að gæta hagsmuna borgar- anna. Ég tala ekki hér sem stjórnleysingi heldur er ég aðeins að benda á að stund- um verða menn að meta að- stæður, hvert málefnið er og hverjum það komi vel og hvort það komi einhverjum illa. I þessu tilfelli var um verulegt fjárhagstjón fyrir foreldra skíðabarna sem sóttu Andrésar Andar leika á Akureyri að ræða, en tekj- ur af títtnefndu skilti átti að renna í ferðasjóð fyrir þau. Tilgangur styrkja sem þess- ara er að gera öllum börn- um kleyft að taka þátt í skíðaíþróttinni hvernig sem fjárhag foreldra þeirra er háttað. En hverjum kom þetta skilti illa? Eru ein- hverjir sem gætu hafa skað- ast af því? Byggingarnefnd gckk til atlögu við skiltið af þvílíkri röggsemi að með ólíkindum sætir. Á mettíma var búið að rifa það niður enda var það sett upp í leyfisleysi. En skyldi byggingarnefnd og áðurnefndir bæjarráðs- menn alltaf vera svona fljót- ir til og jafn harðir í horn að taka. Eða eru þeim ef til vill bara svona mikið í nöp við „þrýstihópa". Skyldi áður- nefndur Georg hafa fengið leyfi byggingarnefndar til að setja auglýsingarskilti fyrir Sjóvá-Almennar á húsnæði í almenningseign þar sem hann rekur fyrirtæki sitt? Ég vil í aðeins í lokin fjalla um áðurnefnda „þrýstihópa" og lýsa minni skoðun á slíkum félagasam- tökum. Iþróttafélög eins og S.F.Í. hafa það að markmið að efla íþrótta-og æskulýðs- starf. Markmiðið með því er að skapa betra samfélag með betra fólki og miðar að því að unglingar fá tækifæri til að fá útrás við heilbrigðan leik og gera þá að betri borgur- um. Fjáröflunarstarfsemi félaga eins og S.F.Í. sem byggist á því að sækja fé til einstaklinga og fyrirtækja, sem geta og vilja láta fé af nægtaifbrunni sínum, og nota það síðan til að efla íþrótta- og æskulýðsstarf, að koma í veg fyrir að iðkun íþrótta verði sérréttindi efnafólks, með því að greiða niður þjálfun og ferðalög keppenda. Til viðbótar við þetta hefur S.F.Í. þurft að greiða úr eigin vasa fyrir ýmsan tækjabúnað á Selja- landsdal sem er einsdæmi á íslandi og er um milljónir króna þar að ræða. Að kalla S.F.Í. þrýstihóp er ekkert annað en ósvffni og takmarkalaust skilningsleysi á því starfi sem það félag og önnur sambærileg hér í bæ vinna. Það er styrkur hvers bæjarfélags að hafa slíka starfsemi þar sem fjöldi fólks leggur mikla vinnu af mörk- um til að byggja upp æsku- fólkið í bænum, öllum til góðs. Þó menn séu á móti íþróttum verða þeir að viðurkenna það. Gunnar Þórðarson. • Umrætt auglýsingaskilti á Silfurtorgi. Atvinna Starfskraftur óskast til afleysinga frá 1. júní nk. Nánari upplýsingar veitir útsölustjóri. Á.T.V.R. ÍSAFIRÐI

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.