Bæjarins besta - 26.02.1992, Page 1
ÓHÁÐ
FRÉITABLAÐ
/
A
VESITJÖRÐUM
DREŒT ÁN ENDURGJALDS
AÐHIAÐ SAMTÖKUM
BÆIAR- OG HÉRAÐSFRÉITABLVÐA
MIÐVIKUDAGUR
26. FEBRÚAR 1992
8. TBL. • 9. ÁRG.
ísafjörður:
Ölvaður
ítogi
UM HÁDEGISBIL á
fimmtudag í síðustu
viku fékk lögreglan á ísa-
firði tilkynningu um að
bifreið hefði farið í sjóinn
við Stakkanes og fóru lög-
regla og sjúkrabifreið á
vettvang. Ekki urðu slys á
fólki en bifreiðin mun vera
nokkuð skemmd. Hálka er
talin orsök þessa óhapps.
Á föstudag kom tilkynn-
ing til lögreglunnar um að
fjöðrum hafi verið stolið
undan kerru sem var í
geymslu við Norðurtang-
ann á ísafirði. Ekki hefur
tekist að hafa upp á þeim
sem þar var á ferð. Sama
kvöld var lögreglan kvödd
að fjölbýlishúsi á ísafirði
en þar hafði verið kvartað
undan hávaða frá annarri
íbúð. Málið leystist á
staðnum.
Á laugardagsmorgun
kom tilkynning um ein-
kennilegt aksturslag á
bifreið sem var að koma
niður Dagverðardal. Við
nánari athugun kom í ljós
að þarna var um tvær bif-
reiðir að ræða og var önnur
þeirra með hina í togi.
Ökumaður bifreiðarinnar
sem dregin var reyndist
vera ölvaður og fær mál
hans því venjulega
meðferð. -s.
Wf W*/ Reglubundinn JL •spamaður Landsbanki íslands Réttu megin við strikið, ísafirði K 3022 með Reglubundnum sparnaði Prentaður límmiði-óáprentaðurlímmiði-Rauðurlímmiði-gulurlímmiði-grænn límmiði - blár límmiði - bleikur límmiði -ferkantaður límmiði - kringlóttur límmiði - sporöskjulaga límmiði - Límmiði með gati - límmiði á disklinginn - límmiði á videospóluna-límmiði á umslagið - límmiði á pakkann-fæst í H-PRENTI í stór- um pökkum eða litlum pökkum, jafnvel á rúllum, allt eftir þínum þörfum. Ef við eigum hann ekki tii þá útvegum við hann, skerum hann til eða prentum hann.
NÍU skipverjum af skutttogaranum Krossnesi SH-308 frá Grundarfirði var bjargað er skipið sökk á Halamiðum út af Vestfjörðum um kl. 8 á sunnu-
dagsmorgun. Þriggja manna er saknað og hefur leit enn engan árangur borið. Áhöfninni á Guðbjörgu ÍS-46 tókst að bjarga átta skipverjanna og
kom með þá inn til ísafjarðar um kl. 21 á sunnudagskvöld. Einum skipverja var bjargað um borð í Sléttanes IS-808 frá Þingeyri og kom skipið með mann-
inn inn til Bolungarvíkur um miðjan dag á sunnudag. Maðurinn reyndist vera fótbrotinn og var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur sama dag.
Meðfylgjandi mynd var tekin er skipverjinn var borinn frá borði í Bolungarvíkurhöfn á sunnudag. Sjá nánar frétt á síðu 21 blaðinu í dag.
ísafjörður:
SJálf kraf a gjaldþrot hjá
þjónustufyrirtækjum
- segir Óskar Eggertsson um niðurfellingu 70% skulda Niðursuðuverksmiðjunnar hf.
NEFND sem skipuð var
af nokkrum helstu
kröfuhöfum í Niðursuðu-
verksmiðjuna hf. á Isafirði
hefur nú lokið störfum. I
nefndinni sátu þeir Smári
Haraldsson, bæjarstjóri á
ísafirði, Óskar Eggertsson
framkvæmdastjóri Pólsins
hf. og Magni Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri
Netagerðar Vestafjarða.
Um 20 fyrirtæki á Isafirði
sem eiga kröfur í Niður-
suðuverksmiðjuna hf. létu
nefndina kanna möguleika á
að láta þær fjárhæðir, sem
þeim hefur verið boðið í
skuldaskilasamningum, inn
í fyrirtækið sem hlutafé.
„Þessi hópur var skipaður
til þessað afla upplýsinga og
það kom ekki mikið út úr
því og hópurinn leystist upp,
þannig að hann er löngu dá-
inn. Við fengum litlar upp-
lýsingar og raunar fengum
við enga niðurstöðu. Hvert
fyrirtæki mun ganga frá sín-
um málum við Niðursuð-
verksmiðjuna sjálft. Það var
inn í umræðunni fyrst að
breyta eftirstöðvunum, 30%
í hlutafé, en það féll uppfyr-
ir. Mönnum leist ekkert á
það og einhvern veginn
sofnaði þetta útaf. Málið er
því í biðstöðu og ég hef
reyndar ekkert frétt af mál-
inu nú eftir helgina. Bæjar-
stjórn er ekki enn búin að
svara erindi Niðursuðuverk-
smiðjunnar um niðurfell-
ingu á 10-12 milj. króna
skuld við bæjarsjóð og
beiðni um ábyrgð á 50 milj.
króna láni til skuldbreytinga
fyrir fyrirtækið. Málið hefur
verið rætt á tveimur lokuð-
um bæjarstjórnarfundum en
engin niðurstaða hefur feng-
ist,“ sagði Smári Haraldsson
bæjarstjóri í viðtali við BB.
Blaðið hafði síðan sam-
band við Óskar Eggertsson
og spurði hann um málið.
Óskar sagði: „Þetta var alla
tíð heldur óformlegur hópur
og ekki á nokkurn hátt
bundin af því sem út úr við-
ræðunum kæmu. Hópurinn
fékk sér til aðstoðar endur-
skoðanda sem þekkir til
reksturs fiskvinnslu. Niður-
staða meirihlutans (minni-
hluti tók ekki afstöðu vegna
stöðu sinnar) var sú að til-
boð skuldaskilasamnings,
þar sem einungis var boðið
30% af skuldum, væri mun
meira en hægt væri að sætt-
ast á. Ekki síst með tilliti til
allra þeirra sem á eftir
kæmu með samskonar
beiðnir. Að fella niður 70%
skuldanna er það langt um-
fram það sem hægt er að
sættast á að fella niður því
þá verða eiginlega sjálfkrafa
gjaldþrot hjá þessum þjón-
ustufyrirtækjum, ef þessi
regla yrði ráðandi. Jafnvel
gæti orðið gjaldþrot hjá
þeim fyrirtækjum sem sýna
verulega gætni í rekstri."
„Ég vil taka fram að ekki
fengust upplýsingar til þess
að meta stöðu Niðursuð-
verksmiðjunnar hf. eftir
svona aðgerð, enda í sjálfu
sér, séð eftirá, ekki rétt.
Ncfna má þá gífurlegu mis-
munun sem ætti sér stað
gagnvart þeim sem standa í
skilum og væri það ckki rétt-
lætanlegt á nokkurn hátt
gagnvart þcim. Við eigum
marga viðskiptavini og væri
þetta ein af öruggari leiðun-
um til þess að koma þeim á
kné líka í samkeppni við þá
sem gjafafé þiggja, hvort
heldur sem er með þessum
hætti eða á opinbera vísu,“
sagði Óskar að lokum.
-GHj.
Notar þú hvaða Ijósritunarpappír sem er í
jafn ómissandi tœki og Ijósritunarvélin er?
Rekstraröryggi fer eftir gæðum pappírsins.
Veldu öruggan og góðan Ijósritunarpappír.
Veldu Ijósritunarpappírinn frá prentsmiðjunni
Odda hf. H-PRENTselurpappírinn frá Odda.
Faxpappír
ódýr og
vandaður...
...avallt á iager
H-PRENTHF.
Sólgötu 9 - S4560
RITSTJÓRN s 4560 • FAX S 4564 • AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT S 4560