Bæjarins besta - 26.02.1992, Síða 2
2
BÆJARINSBESIA ■ Miðvikudagur 26. febrúar 1992
Vestfjarðámið:
Krossnes SH-308
fórst á Halamiðum
— Niu mönnum bjargað um borð I tvö skip.
Þriggja manna er enn saknað
KUTTOGARINN Krossnes SH-308 fórst á Halamið-
k3um út af Vestfjörðum um kl.08 á sunnudagsmorgun.
Níu mönnum úr áhöfn skipsins var bjargað um borð í tvö
nærliggjandi skip en þriggja manna er enn saknað. Kross-
nes var á veiðum nyrst á Halanum og var að hífa trollið er
slysið varð. Skipið hallaðist skyndilega og sendu skipverjar
strax út hjálparbeiðni. Er nærliggjandi skip komu á vett-
vang var Krossanes sokkið og liðu ekki nema 5-10 mínútur
frá því hjálparbeiðni var send út þar til skipið var horfið af
ratsjám nærstaddra skipa.
Átta skipverjar komust í
tvo gúmmíbjörgunarbáta,
sjö í annan þeirra og einn í
hinn. Nokkrum skipverja
gafst ekki ráðrúm til að
komast í flotgalla og voru
því nokkuð þrekaðir eftir að
hafa lent í sjónum. Skipverj-
ar sendu upp neyðarblys
og sáu skipverjar á Guð-
björgu ÍS-46 frá ísafirði og
Sléttanesi ÍS-808 frá Þing-
eyri blysin. Bæði skipin
höfðu nýlokið við að kasta
og hífðu þvi inn um leið. Var
ákveðið að Sléttanesið og
Guðbjörgin myndu taka
sinn hvorn björgunarbátinn
en þegar Sléttanesið tók
stefnuna á bátinn tóku skip-
verjar eftir glampa á sjón-
um. Þar var um að ræða tvo
flotgalla, annar tómur en
maður um sextugt var í hin-
um.
Skipverjum á Sléttanesi
tókst að ná manninum um
borð og var hann orðinn
mjög þrekaður. Þá var hann
einnig illa fótbrotinn. Mestu
munaði um við björgunina á
manninum, snarræði 2.
stýrimanns á Sléttanesi,
Bergþórs Gunnlaugssonar
sem kastaði sér í sjóinn og
bjargaði þar með lífi manns-
ins. Að björgun mannsins
lokinni var siglt strax áleiðis
til lands og kom Sléttanesið
til Bolungarvíkur um kl. 14.
Þaðan var maðurinn fluttur
á Fjórðungssjúkrahúsið á
ísafirði og síðan með
sjúkraflugi til Reykjavíkur
þar sem hann liggur nú.
Skipverjarnir átta sem
björguðust um borð í Guð-
björgu ÍS voru allir við
þokkalega heilsu þrátt fyrir
volkið í sjónum. Þeir komu
til ísafjarðar um kl. 21 á
sunnudagskvöld og fóru
strax í læknisskoðun. Skýrsl-
ur voru teknar af skipstjór-
anum á ísafirði en sjópróf
fara fram í Stykkishólmi nú í
vikunni.
Rúmlega tuttugu skip leit-
• Vígalegur vöröur laganna sá til þess að skipverjar af
Krossnesinu kæmust í land án þess að vera ónáðaðir af
almenningi eða fréttaljósmyndurum.
• Bergþór Gunnlaugsson stýrimaður á Sléttanesi ÍS frá Þingeyri með flotgalla mannsins
sem hann bjargaði úr sjónum. Eins og sjá má er gallinn mjög illa farinn en skera þurfti
hann í sundur til að ná manninum úr en hann var illa fótbrotinn.
uðu allan sunnudaginn að
skipverjunum þremur en án
árangurs. Þá leituðu þyrla
og Fokker flugvél Landhelg-
isgæslunnar en urðu frá að
hverfa síðdegis vegna veð-
urs. Orsakir slyssins eru
ókunnar en þokkalegasta
veður var á þessum slóðum
er slysið varð.
-s.
• Krossnes SH-308 var 296 brl. skuttogari smíðaður í
Englandi árið 1973. Skipið hét áður Haförn GK-90 og var
þá í eigu Útgarðs hf. í Garði og þar á undan Gautur GK-
224. Skipið var selt Hraðfrystihúsi Grundafjarðar hf. 1987
en það var útgerðaraðili skipsins.
Ljósmynd: Islensk skip (1).
ísafjörður:
Jón Þór sýnir
í Slunkaríki
NÆSTKOMANDI laug-
ardag, hlaupársdag kl.
16 verður opnuð í Slunka-
ríki á ísafirði sýning á teikn-
ingum Jóns Þórs Jóhanns-
sonar.
Á þessari fyrstu einkasýn-
ingu Jóns Þórs verða um 40
smáteikningar, gerðar und-
anfarin tvö ár. Teikningarn-
ar eru unnar að mestu með
tússi og eru ýmist stakar eða
raðað saman í myndasögur
og þemaraðir.
• Jón Þór Jóhannsson.
(sjálfsmynd).
Sýningin verður opin
fimmtudaga. til sunnudaga
kl. 16-18 og henni lýkur
sunnudaginn 15. mars.
-fréttatilkynning.