Bæjarins besta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bæjarins besta - 26.02.1992, Qupperneq 7

Bæjarins besta - 26.02.1992, Qupperneq 7
BÆJARINSBESIA • Miðvikudagur 26. febrúar 1992 7 fullri grautarskál. Næst kemur Friðgeir Júlíusson niður. Hann var bróðir Gísla heitins Júl. Hann sagði við mig: „Drengur ætlarðu að drepa okkur?“ Þá var steinolía í grautar- pottinum. Olíuflaskan sem ég hafði notað við upp- kveikjuna hafði dottið um og helmingur olíunnar farið í grautinn. Ég fór þá upp á dekk og sagði Kalla að ég væri hættur að kokka því ég gæti ekki kokkað meira. Ég kokkaði ekkert meira þann túrinn. Kveldúlfur var 11 tonna bátur og á honum voru níu fullorðnir menn og ég sá tíundi. Það voru til fjórar drykkjarkönnur um borð og ein var merkt skip- stjóranum með bandi í hankann. Hinum þremur könnunum drukku allir hin- ir úr án þess að vaska þær nokkurn tíma upp. Það var bannað að nota vatnið því við höfðum bara vatn í kvar- teli eða hálftunnu. Fiskur var aldrei soðinn upp úr vatni heldur sjó.“ 666 krónur og 66 aurar í 100 daga „Ég var nú hálfgerður drullusokkur þarna en seinna var ég með Kalla á reknetum og þá gekk ágæt- lega. Þá var ég kokkur og gekk vel með aðstoð mikil ágætismanns sem hét Karvel Olgeirsson. Mér þótti vænt um hann því hann hjálpaði mér alltaf að elda. En mér var alltaf kalt til Friðgeirs því hann spurði hvort ég ætl- aði að drepa þá. Maður var svo móðgaður af því maður var unglingur. Við vorum á litlu bátun- um í Hnífsdal. Menn kom- ust ekki á stærri bátana á ísafirði nema vera skráðir á ísafirði. 1935 eða 6 þegar ég var að byrja þá voru árstekj- urnar 7-800 krónur og upp í 1200. Þá höfðu þeir sem voru á stóru bátunum 17 - 1800 króna hluti bara yfir síldarvertíðina. Það var langur biðlisti að komast á þá. Ég sótti um síldarpláss norður á Akureyri og fékk það út á hálfbróður minn þar. Ég var þar með skip- stjóra, miklum fiskimanni, sem kallaður Kitti Geiri og var innan úr Skötufirði. Hann var hálfbróðir Asgeirs Jóhannssonar pípulagninga- manns á ísafirði. Ég var með honum í sex vertíðir. Ég byrjaði 1939 á Ernu og við vorum skráðir á hana á síld í nákvæmlega 100 daga og var kaupið 666 krónur og 66 aurar. Skýringin var sú að kauptryggingin var 200 krónur á mánuði. Við fisk- uðum ekki fyrir trygging- unni. Hin sumrin var mok- veiði. Ég var líka með honum á Höskuldi sem var svo skírður upp og hét þá Trausti. Ég lærði til skipstjórnar á námskeiði á ísafirði 1944. Þá fór ég eiginlega úr Hnífs- dal og var ekkert þar eftir það. Við Inga trúlofuðumst 1945 og áttum heimili í Hnífsdal fyrstu tvö árin. Fyrstu árin sem við vorum trúlofuð var ég níu mánuði að heiman á hverju ári. Þeg- ar ég var 18 ára og bróðir minn um tvítugt þá lærðum við til 15 tonna skipstjórnar- prófs hjá Ingimari Bjarna- syni í Hnífsdal. Hann var kunnur siglingafræðingur og var faðir Bjarna Ingimars- sonar togaraskipstjóra. Hann kenndi okkur þannig að við urðum að kunna allar siglingareglurnar utanað. Hann sagði að Eiríkur Ein- arsson sem prófaði okkur myndi fella okkur annars. Ég var svo „nervös" út af þessu en bróðir minn bjarg- aði þessu og hlýddi mér yfir. Ingimar sagði að við yrðum að læra á kompásinn á ís- lensku því annars kynnum við hann ekki. Þegar ég svo fór í 75 tonna prófið, punga- prófið, á námskeiðinu á Isa- firði þá held ég að engum hafi lánast eins vel í fyrstu umferð og mér að lesa á kompásinn á íslensku. Ég hafði lært þetta svo vel hjá karlinum. Þeir hinir sögðu t.d. norður kvart eða treik- vart. Þeir gátu ekki lesið heila átt án þess að Itafa kvart og treikvart.“ Stundum voru Djúpferðirnar langar „Eftir að hafa fengið 75 tonna réttindin byrjaði ég á Valbirni með Bjarna Hans- syni 1945. Síðan fór ég til Keflavíkur 1946 og var þar stýrimaður með Kitta Geira. Þegar ég kom heim aftur fluttumst við Inga á ísafjörð eftir fyrstu tvö árin í Hnífsdal. Það var 1. nóv- ember 1947 og þá var ég orðinn stýrimaður á Sæbirni með Ásberg Kristjánssyni. Ég byrjaði svo sjálfur skip- stjóri á Bryndísi 1949 og var með hana í tvær vertíðir á línu. Mér gekk mjög vel að fiska, sérstaklega fyrstu ver- tíðina sem ég var með Bryn- dísi, enda hafði ég úrvals- mannskap. Ég var skipstjóri á Bryndísi, Sæbirni og Má í 10 ár, til 1960 að ég byrjaði á Fagranesinu. Árið 1954 var ég fyrst á Fagranesinu sem háseti og afleysinga- stýrimaður og voru þá 26 viðkomustaðir í Djúpinu. Það var farið inn á hvern einasta fjörð og voru 6 og 8 bæir í hverjum firði, t.d. í Skötufirði, Mjóafirði og ísa- firði. Bryggjur voru ekki víða í Djúpinu þá, en það voru bryggjur á Arngerðar- eyri og á Melgraseyri, Bæjum, Ögri og Reykja- nesi. Bændurnir komu fram í Djúpbátinn á skektum með mjólkurbrúsana og aðrar afurðir sínar. Þeir fengu alla vöru með Fagranesinu, olíu, kol, áburð, fóðurbæti, tóma brúsa, matvöru og reyndar allar lífsnauðsynjar og fluttu það í land á skektunum. Stundum voru Djúpferðirn- ar langar. Farið var í Djúpið tvisvar í viku og vestur á Firði á veturna. Vesturferð- irnar byrjuðu alltaf um mán- aðamótin september, okt- óber og stundum fyrr og stóðu fram í apríl, maí. Það var farið vestur tvisvar í viku og var þá farið til Bolungar- víkur, Súgandafjarðar og Önundarfjarðar. Stundum var farið alla leið til Þingeyr- ar. Farið var einu sinni í viku norður í Grunnavík á meðan íbúar voru þar. Engar fastar ferðir voru á Hornstrandir en fyrir kom að farið var í viðarferðir í Reykjarfjörð. Vesturferðirnar voru oft af- skaplega erfiðar, sérstaklega á árunum 1967-70 sem voru mikií ísaár. Oft á tíðum þurftum við að stoppa milli hafna til þess að berja ísing- una af skipinu." Minnisstæð ferð „Mér er alveg sérstaklega minnistæð ein ferð í Djúpið á árinu 1969 að mig minnir. Þá skellti á okkur norðaust- an stormi þegar við vorum inni á ísafirði. Við urðum að snúa frá bryggjunni á Arn- gerðareyri og héldum áleið- is út að Melgraseyri í óskap- legu veðri. Á Melgraseyri komumst við ekki upp að heldur. I svokallaðri Paradís innan við Melgraseyri tók hann svolítið niðri hjá okk- ur, bylurinn var svo óskap- legur. Þá lögðumst við fyrir föstu við Borgarey. Það var svo mikil ísing að við vorum alltaf tveir í að berja ísinn af skipinu, ég og hásetinn. Þetta er sú erfiðasta ferð sem ég hef lent í. Það var rok alla nóttina og fraus hver dropi sem á skipið kom. Við fundum það að skipið var alveg á „ballans- inum“. Jón Guðjónsson á Laugabóli í Isafirði var far- þegi með okkur í þessari ferð. Jón er duglegur maður og kom með okkur um morguninn að berja með okkur ísinn af skipinu. Ég held að honum hafi fundist við vera orðnir þreytulegir. Ég var þakklátur Jóni fyrir það að hann skyldi sjá þetta og hjálpa okkur. Um morg- uninn þegar við ætluðum að létta akkerinu bilaði spilið. Við urðum að létta með svokölluðum Norðmanni. Við þurftum að snörla keðj- unni inn með vír á kopp eins og það var nú þægilegt við þessar aðstæður. Það þurfti að smáforfæra keðjuna inn og var það alveg svakalegt helvíti í vitlausu veðri. Þetta er ein sú minnstæðasta og erfiðasta ferð sem ég hef farið á Fagranesinu. Daginn eftir lukum við svo ferð- inni.“ Varð eftir á bryggjunni „Eitt sinn vorum við að leggja að bryggjunni á Arn- gerðareyri í norðaustan stormi. Ég var þá stýrimað- ur og var ásamt öðrum skip- verja fram á hvalbak með endann. Þegar við komum uppað sá ég að enginn var á bryggjunni til að taka end- ann. Ég sá að bullandi út- straumur var og báturinn var að fara flatur svo ég stökk upp á bryggjuna og setti springinn fastann. Ás- berg keyrði í springinn og bakkaði svo í burtu og ég varð eftir einn á bryggjunni. Ástþór í Múla kom svo á bryggjuna á dráttarvél og sá mig þarna allan vaðandi sjó- blautan. Þetta endaði með því að ég fór með honum á vélinni heim í Múla og var þar um nóttina. Gunna tók vel á móti mér og ég spilaði Ólsen, Ólsen við strákana. Ég svaf eiginlega uppisitj- andi því Gunna setti svo marga kodda við bakið á mér. Báturinn kom svo dag- inn eftir að Arngerðareyri og sótti mig. Ég man að Sig- urður Pálsson frá Nauteyri var þá skrifstofumaður hjá Djúpbátnum og var hann látinn hringja í mig í Múla. Hann spurði hvernig veðrið væri. Það lá nú ekkert vel á mér og ég sagði honum að ég væri í nýlegu húsi og skellti svo á. Fyrst þcgar ég byrjaði á Fagranesinu var Halldór Gunnarsson skipstjóri, síð- an Gísli Júlíusson og svo Ásberg Kristjánsson. Þegar Gísli Júl dó 1960 tók ég við sem fastur stýrimaður og af- leysingaskipstjóri og var al- veg til 1974 að ég gerðist hafnsögumaður. Gamla Fagranesið sem er í fjörunni í Reykjarfirði í Djúpi var merkilega gott sjóskip. Það brann í Djúpferð og nýja skipið sem lagt var sl. haust kom haustið 1963. Sumarið 1964 fluttum við 650 bíla á milli Ögurs og ísafjarðar og eitthvað í Bæi. Tíu árum seinna, síðasta sumarið sem ég var, fluttum við 1250 bíla. Þessir bílaflutningar áttu sér stað á einum og hálfum mánuði." „Biddu Guð að lesa á reisluna“ „Þegar ég vár á Djúp- bátnum kynntist ég mörgu indælisfólki, bæði farþegum og svo viðskiptavinum báts- ins í Djúpinu og vestur á Fjörðum. Stundum kom það fyrir að snúið var við úr Djúpferðunum vegna veð- urs. Stundum var það svo að þó að við gætum farið upp að bryggjunum gátu karl- arnir ekki komist á þær vegna veðurs og ófærðar. Einu sinni snerum við til baka í norðaustan stormi. Þá sagði einn bóndinn, Jens í Bæjum, að hann ætti ára- bát á hvolfi uppi á landi og hann bauð okkur að lána okkur hann til að fara Djúp- ferðirnar, næst þegar við treystum okkur ekki til þess að fara vegna veðurs. Jón Fanndal í Laugarási hringdi einu sinni í Matthías Bjarnason, útgerðarmann Fagranessins, þegar við höfðum snúið við. Hann sagði honum að skila til okkar að ef viö hefðum snú- ið við vegna þess að við

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.