Bæjarins besta - 26.01.1994, Qupperneq 3
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 26. janúar 1994
3
ísafjöröur:
Loftnetsmastur Pósts
og síma tekiö niður
STARFSMENN Pósts ogsíma tóku niður loftnetsmastur
sitt á miðvikudaginn í síðustu viku og iauk mastrið þar
með yfir hálfrar aldar hlutverki sínu í þjónustu bæjar-
búa.
„Staðsetning mastursins var
okkur til mikils óhagræðis, það
stóð á bílastæðinu og var ein-
faldlega fyrir okkur. Þar að
auki gerði tæknibúnaðurokkar
í dag, loftnetsmastrið óþarft,”
sagði Erling Sörensen stöðvar-
stjóri Pósts og síma.
„Aðalástæða þess að við
tökum mastrið niður núna er
að við höfum fengið nýtt við-
tæki í stað þess gamla og það
verður staðsett úti á Amar-
nesi. Aðstaðan þar er að öllu
leyti miklu betri, móttöku-
gæðin bætast til muna og
nýtingin er meiri. Það er líka
afar óhentugt að hafa svona
tæki í bænum þar seni send-
ingin getur valdið truflunum í
útvarpi og sjónvarpi í ná-
grenninu,” sagði Erling.
Loftnetsmastrið tekið niður síðastliðinn miðvikudag. Litlu loftnetin sem einnig
voru á mastrinu hafa verið flutt á annað mastur Pósts og síma bakvið Mjólkurstöð
Isfirðinga.
Framhaldsskóli Vestfjaröa:
Pönnukökur og Ijóða-
lestur á fyrsta sólardeg
NEMENDUR og kennarar
Framhaldsskóla Vestfjarða á
Isafirði héldu sitt eigið sólar-
kaffi á sal skólans í gær-
morgun, þ.e. á fyrsta sólar-
degi. Það hefnr löngum verið
hefð hér á Isafirði að halda
þennan sérstaka dag, 25.
janúar, hátíðlegan og fagna
komu sólarinnar en sagan
segir að ef maður standi við
Sólgötu á Eyrinni eftir há-
degi þennan dag, þá megi sjá
til sólar við rétt veðurskil-
yrði.
Þessi orku- og gleðigjafi
okkar er þó misjafnlega stund-
vís og í gær var mikill élja-
gangur og virðist sem einhver
verði á því að sjáist í gullna
fjallatoppana.
Fyrir tíu árum flutti þáverandi
Menntaskóli á ísafirði af Eyr-
inni í núverandi húsnæði Fram-
haldsskóla Vestfjarða á Torf-
nesi og fögnuðu nemendur og
kennarar flutningunum með á-
vörpum og pönnukökum við
þau merku tímamót.
Leikurinn var svo endurtek-
inn í gærmorgun. Klukkan hálf
tíu mættu allri nemendur sent
og kennarar og aðrir starfsmenn
á sal skólans og hlýddu á ávarp
skólameistara, Björns Teits-
sonaren tilefnið vartvíþætt sem
áður segir; tíu ár eru liðin frá
flutningunum og fyrsti sólar-
dagur var í gær.
Einnig fluttu tveir nemendur
af fyrsta ári og tveir á lokaári
ljóð tengd sólinni og komu
hennar. Að lokum var boðið
upp á pönnukökur sem nem-
endur á þriðja ári höfðu bakað.
Nemendur tóku duglega til
upprúllaðar sem og nteð rjórna
og tilheyrandi meðlæti s.s.
kleinum, kaffi og öli.
Að veitingunum loknum tóku
némendur saddir og sællegir við
námið á ný.
-hþ.
matar síns.
Smíði á nýjum frystitogara fyrir Hrönn hf. á ísafirði gengur samkvæmt áætlun en
ráðgert er að sjósetja skipið 12. mars nk. Meðfylgjandi myndir af smíði skipsins tók
Steinþór Steinþórsson á miðvikudag í síðustu viku.
Framleiðsla þriðjubekkinga rann ljúflega niður í kennarana.
Smíði nýju Guðbjargarinnar
gengur samkvæmt áætlun
SMÍÐI á nýjum frysti-
togara útgerðarfélagsins
Hrannar hf. á Isafirði, Guð-
björgu gengur samkvæmt á-
ætlun og er ráðgert að skipið
verði sjósett 12. mars nk.
Að sögn Steinþórs Steinþórs-
sonar. eftirlitsmanns útgerð-
arinnar með smíðinni er þessa
dagana verið að smíða skrokk-
inn, en það mun vera gert á
fleirum en einum stað. Skrokkn-
urn mun síðan verða raðað
saman á næstu vikurn og það
síðan sjósett 12. mars eins og
að framan greinir. Steinþór var
staddur í Flekkefjörd í Noregi í
síðustu viku en þá var verkið
komið á það stig að smíði á
trolldekki var að hefjast. Einnig
var búið að smíða kjölstykkið
og var hann bjartsýnn á að allar
áætlanir stæðust.
Ráðgert er að skipið verði
afhent eigendum sínum íbyrjun
september á þessu ári en þess
má geta að skip þetta er það
þriðja í röðinni sent skipasmíða-
stöðin í Flekkfjörd smíðar fyrir
Hrönn hf. og það þrítugasta sent
stöðin smíðar fyrir Islendinga.
-í.
Ásgeir Guðbjartsson, skipstjóri stendur hér fyrir framan
perustefnið á nýja skipinu en til fróðleiks má geta þess
að stálið í fremsta hluta þess er 30 mm þykkt og er því
skipið það sterkasta sem smíðað hefur verið fyrir fs-
lendinga.
Þorrablót og harmonikuball á laugardagskvöldið
Úrvals þorramatur á hlaóborði og harmonikuball.
Nú er tilvalið aó létta sér upp í skammdeginu meó skemmtilegu fólki.
Veró kr. 2.700 fyrir mat og ball.
Pantið borð
Scmi 4111
Flekkefjord í Noregi: