Bæjarins besta - 26.01.1994, Blaðsíða 9
RíJARINS BESTA • Miðvikudagur 26. janúar 1994
9
bankann á ísafirði og þá varð
það að samkomulagi milli mín
og Einars B. Ingvarssonar,
þáverandi bankastjóra að ég
reyndi að fá mig lausan í
Reykjavík og kæmi að vinna á
Isafirði sem ég og gerði í janúar
1958. Ég byrjaði sem venju-
legur skrifstofumaðurengerðist
síðan gjaldkeri 1964. Ég var
starfsmaður Landsbankans á
Isafirði í fjórtán ár eða fram í
ársbyrjun 1973.”
-Kanntu ekki einhverja
skemmtilega sögu frá árum
þínum í Landsbankanum?
,,Það gerðist margt sniðugt
og mér eru minnistæðir margir
góðir karlar sem þarna unnu og
komu. Eggja-Grímur var einn
þeirra sem oft kom í bankann.
Hann var af gantla skólanum
og hafði þann háttinn á að hann
vildi aldrei taka beint út úr
bókinni, heldur spurði hann
alltaf eftir bankastjóranum og
þurfti því stundum að bíða
nokkuð lengi eftir að fá sínar
þúsund krónur út af bókinni.
Þá var líka oft gaman af
Kristjáni Jónssyni frá Garð-
stöðum en hann var endur-
skoðandi bankans á þessurn
árurn. Hann átti það oft til að
standa á horni Bæjarbrekku og
Hlíðarvegar þar sent hann
stöðvaði bíla sem framhjá fóru
og vildi fá far í bankann. Hann
bankaði alltaf á rúðunabílstjóra-
megin og sagði: Ertu fullur! Það
kom oft fát á menn við svona
spurningu en karlinn var ein-
ungis að spyrjahvort bílinn væri
fullur, hvort sæti væri laust fyrir
hann.”
Þessi skal nú fá
að líta á mig...
-Þú ert giftur og fjögurra
barna faðir. Hvar kynntist þú
konunni þinni Ingibjörgu Mar-
inósdóttur?
„Það var nú dálítið einkenni-
legt. Stefán vinur minn Jónsson
sem nú rekur rafeindafyrirtæki
í Noregi fór ásamt kunningja
sínum Sveinbirni Jakobssyni í
ferðalag um landið. Þeir buðu
vinkonu sinni sem búsett var á
Isafirði með og hún bauð Ingu
nteð en hún var þá að læra
hjúkrun í Reykjavík. Þegar Inga
kemur í heimsókn til vinkonu
sinnarálsafirði sáég hanafyrst
og leist andskoti vel á hana og
upp frá því urðu okkar kynni.
Reyndar sagði hún mér frá því
löngu seinna að hún hefði hitt
ntig á Lækjartorgi en þar var
hún stödd ásamt vinkonu sinni,
ogþarhefðiégekki litiðáhana.
Þáhugsaði hún meðsérað þessi
skyldi sko fá að líta á sig, þótt
síðar væri og hún stóð við það.
Við giftum okkur síðan 1963
en þá höfðum við eignast tvö
börn, Margréti og Asu. Síðan
höfum við eignast tvo drengi,
þá Jón og Theodór."
Stóð mig ekki
nógu vel og tók
fulla ábyrgð...
-Snúum okkur aftur að fer-
linum. Þú hættir í Landsbank-
anum 1974 eftir fjórtán ára starf.
Hvert lá leiðin þá?
„Þá gerðist ég framkvæmda-
stjóri smábátafélagsins Hugins
um eins árs skeið og upp úr því
gerðist ég framkvæmdastjóri
rækjuverksmiðju O.N.Olsen hf.
sem og hluthafi í því fyrirtæki.
Þarstarfaði égtiláramóta 1988
eða í fjórtán ár.”
-Eða allt þar til fyrirtækið var
gert gjaldþrota?
„Já, þar til það varð „gjald-
þrota" sem aldrei átti að gerast.
Því miður bárum við ekki gæfu
til þess að standa saman og snúa
vörn í sókn sem var vel hægt.
Landsbankinn bað ekki um
gjaldþrot og enginn af öðrum
lánardrottnum og ég veit að það
var frekar óánægja með þessa
ákvörðun frekar en hitt, en því
miður var samstaðan ekki fyrir
hendi og því fór sem fór. Það
gekk illa síðasta árið og ég skal
taka á mig fulla ábyrgð af því
að ég stóð mig ekki nógu vel
þá. Ég vék því úr starfi fram-
kvæmdastjóra og fy rirtækið var
rekið áfrarn um sex mánaða
skeið áður en það var gert gjald-
þrota. Það kom upp stórt og
mikið tap þetta ár og ég varð að
sjálfsögðu að bera ábyrgð á því
og taka þeim afleiðingum sem
fylgdu í kjölfarið.
Ijúní 1988, eftir níu milljóna
króna tap þessa sex mánuði
sýndi fyrirtækið ekki verri stöðu
en það að á milli 9 og 10
milljónir báru á milli eigna og
skulda og þá var ekkert búið að
taka tillit til þess að margir aðal-
kröfuhafarnir höfðu samþykkt
í persónulegu samtali við mig
að fella niður verulegan hluta
af kröfunum eða að breyta þeim
í hlutafé. Því er það annarra að
svara því af hverju fyrirtækið
var gert gjaldþrota og ég vil
benda á að samkvæmt bráða-
birgðauppgjöri löggilds endur-
skoðanda í júní 1988, eftir sex
mánaða stjórn annars fram-
kvæmdastjóra, var tapið orðið
níu milljónir og heildarskuld
uppreiknuð að fullu, þá 135
milljónir. Fyrirtækið var selt af
bústjóra á 150 milljónir en því
miður aðilum sem enga reynslu
höfðu af rekstri rækjuvinnslu
og enga burði til að standa við
skuldbindingar sínar. Hefði
fyrirtækið verið selt á frjálsum
markaði til hæstbjóðanda, hefði
enginn þurft að tapa neinu.”
-Hvað orsakaði þetta mikla
tap á fyrirtækinu?
„Það voru margar ástæður þar
að baki. Meðal annars sú að við
tókum að okkur að pilla rækju
fyrir annan aðila ásamt dýrri
leigu og rekstri á nokkrum
rækjuskipum að sunnan. Það var
ekki nógu vel ígrundað og á því
varð mikið tap en það var ekki
eina ástæðan, þær voru margar.
Þá er það alveg ljóst að rækju-
verksntiðjurnar á Isafirði voru
of margar á þessum tíma.
Rækjustöðin hf„ O.N.Olsen hf„
Niðursuðuverksmiðjan hf.,
Rækjuverksmiðjan G.Þ. og
Bjartmar hf. fóru allar á hausinn.
Okkar stærstu mistök voru þau
að taka ekki því boði sem við
fengumfráRækjustöðinni 1985
um að sameinast. Því miður var
ekki samstaða um það. Ef það
hefði gerst væri það fyrirtæki
með þeim sterkustu á landinu í
þessari iðngrein í dag.”
-Hvað með offjárfestingu
þessara fyrirtækja?
„Já, já, við byggðum mjög
myndarlega, bæði húsakostinn
og vélbúnaðinn og síðan var
tap á þessari gengdarlausu
keppni um hráefni. Það er
enginn vafi á því að við gjald-
þrot þessara rækjuverksmiðja
urðu mörg þjónustufyrirtæki illa
úti. Það töpuðu margir á þessum
gjaldþrotum þó svo að það hafi
ekki tapast mikið á gjaldþroti
O.N.Olsen. Það var óverulegt
miðað við það sem á eftir kom
en ég vil hins vegar benda á það
að ég tapaði aleigunni eftir
þrjátíu ára búskap. Ég get alveg
tekið ábyrgð á mínum gjörðum
en ég get ekki tekið ábyrgð á
því að þetta fyrirtæki var gert
gjaldþrota, því það hafði alla
burði til þess að halda áfram
rekstri.”
Tapaði aleigunni og
meira en pað...
-Þú sagðir að þú hefðir tapað
aleigunni á gjaldþroti O.N.
Olsen?
„Já, ég tapaði aleigunni, ég
átti minna en ekki neitt þegar
upp var staðið. Ég var ekkert að
reyna að komast frá einu eða
neinu sjálfur. Ég hefði hæglega
getað komið ár minni þannig
fyrir borð að ég tapaði engu en
ég vildi bera ábyrgð á mínum
gjörðum og því fór sem fór. Ég
tók á mig allar skuldbindingar
fyrirtækisins sem voru þó nokk-
uð margarmilljónir. Við hjónin
höfum verið að greiðaniðurþær
skuldbindingar sem féllu á mig
og þær voru ekki bara í gegnum
Olsen, heldur hinir ýmsu víxlar
sem ég hafði skrifað uppá fyrir
aðra. Ég held að ég þurfi að
geta náð níræðisaldri til að geta
klárað þetta en ég er við góða
heilsu og því er ég vongóður
um að geta staðið í skilum. Ég
varekki eini eigandinn sem lenti
illa í þessu gjaldþroti. Arnór
heitinn Sigurðsson fór mjög illa
út úr þessu og það þótti mér
mjög sárt. Hann barmikið traust
til mín og því varð mér hans
áfall ntjög sárt. Ég hefði gjarnan
viljað að hann hefði ekki þurft
að lenda í þessu en því miður
fórþaðþannig. Við vorum alltaf
góðir vinir eftir þetta.
Það er gífurlega mikið áfall
að lenda í að tapa aleigunni og
það hefur margur góður mað-
urinn farið illa út úr slíku áfalli,
bæði á sál og líkama. Ég vil
hins vegar segja að þetta hafi
verið þroskandi. Menn læra að
meta allt önnur gildi, menn
komast að því hverjir eru vinir
manns og hverjir voru við-
hlæjendur og þaðan af verra.
Þetta kallar kannski frarn í
manni það besta eða öfugt en
ég lærði bara að takast á við
þetta en ég get alveg viðurkennt
að ég hef átt marga dimrna daga
síðan þá, en ég hef líka lært að
meta önnur gildi í lífinu. Ætli
maður hafi ekki fengið sína eld-
skím og komið út úrhenni svona
nokkurn veginn óskaddaður, að
ég held."
Fjölskyldan
stóð saman...
-Stóð fjölskyldan alltaf sam-
an?
„Já. Svona áföll og ég tala nú
ekki um þegar að menn eru
komnir á þennan aldur sem ég
er á, enda annað hvort með því
að fjölsky ldan og hjónin þjappa
sér saman eða að allt sundrast.
Maður þekkir mörg dæmi um
það, því miður. Ég verð að segja
það að ég hefði ekki getað
hugsað nrér betri konu til að
standa við hlið mér í þessum
örðugleikum. Þetta lenti ekkert
síður á henni og fjölskyldunni
en við ætlum að vinna okkur út
úr þessu."
-Sérðu eftir þessu tímabili?
„Það er erfitt að svara þessu.
Það hefureinhvern tímann verið
sagt að menn eigi ekki að líta til
baka, heldur að líta fram á við.
Ef ég lít til baka þá get ég ekki
ekki sagt annað en að ég hafi
lært mikið á þessu. Verður
maður ekki að kynnast myrkr-
inu til að kunna að meta ljósið
og birtuna? Efnahagsleg áföll
eru nú léttvæg rniðað við ó-
tímabæran missi ástvina eða
heilsumissir. Ég hef tapað
miklu, kannski hef ég tapað
einhverjum árum á þessu. Sumt
af þessu er bara í þoku fyrir
manni en nei, ég held að ég
hefði ekki viljað sleppa við
þennan hluta af lífinu mínu,
allavega ekki því sem sneri að
mér. Ég sé eftir því sem aðrir
urðu fyrir en að öðru leyti lield
ég að ég standi jafnréttur upp
frá þessu tímabili. Það veit
enginn ævi sína fyrr en öll er.”
Úthafsrækjuveiði-
ævintýrið...
-Þú varst einn af upphafs-
mönnum úthafrækjuveiða Is-
lendinga?
„Já, að sumu leyti kannski.
Það var 1978 sem ég fékk
Höfrung II á úthafsrækjuveiðar
og var það eina skipið sem
stundaði slíkar veiðar frá Isa-
firði þetta sumarið. Það gekk að
vísu mjög illa í byrjun en fór
síðan að ganga betur. Sá sem er
upphafsmaður að úthafrækju-
veiðum Islendinga er Snorri
Snorrason á Dalvík og hann á
mikinn lieiður skilinn fyrir
vikið. Síðan fékk ég þá hug-
mynd að leigja Hafþór sem núna
er Skutull. Ég fékk til liðs við
mig þá Guðmund Sigurðsson,
Mugg og Guðmund Agnarsson.
Saman stofnuðum við Utgerð
Hafþórs og það fyrirtæki gekk
þokkalega enda fengum við
strax úrvals skipstjóra, Aðal-
björn Jóakimsson, núverandi
framkvæmdastjóra Bakka hf„ í
Hnífsdal og Birgi Valdimars-
son sem útgerðarstjóra.
Fljótlega var tekin ákvörðun
um að breyta Hafþóri í frysti-
skip og á meðan leigðum við
hvorki meira né minna en
Snorra Sturluson sem var einn
stærsti togari á Islandi í þá daga.
Mér er alltaf minnistætt þegar
við fórum suður til að ganga frá
þeim leigusamningi. Þá hittum
við fyrir Bjama Thors sem átti
að ganga frá leigunni fyrir hönd
eigenda. Þegar skrifa átti undir
samninginn kemur Bjami inn
til okkar og segir að margt sé
ófrágengið og því þurfi hann að
bíða með undirskrift frarn á
næsta dag. Guðmundur Agnars-
son átti pantað far vestur síð-
degis þennan dag og var því
óánægður með þessa seinkun.
Þá fýkur í Bjama Thors og hann
segir: Ef mönnum erekki meiri
alvara í því leigja svona stóran
úthafstogara en svo að þeir geti
ekki lagt það á sig að vera hér
eina nótt til viðbótar, þá skulum
við bara sleppa þessum samn-
ingi. Þá kemur upp vandræða-
leg þögn og hún stendur allt þar
til Birgir Valdimarsson segir:
Já, það er satt. Hvað er maðurinn
að röfla yfir því að þurfa að
vera hér eina nótt til viðbótar,
sumir verða að vera hérna allt
árið.
Reksturinn áUtgerð Hafþórs
endaði því miður ekki nógu vel.
Ég var hættur þá og fylgdist
ekki nógu vel með endalokum
þess fyrirtækis. Það gekk vel á
tímabili og endaði ekki nógu
vel. Ég þori að fullyrða það að
ef ég hefði ekki fengið þessa
flugu í höfuðið, að leigja Haf-
þór, þá væri Skutull ekki hér í
dag.”
Konan neitaði og
við hað stóð...
-Vendum okkar kvæði í
kross. Þú hættirhjáO.N.Olsen í
janúar 1988. Hvað ferðu að
starfa þá?
„Þá stóð ég allt í einu frammi
fyrir því að vera atvinnulaus.
Muggur vinur minn bauð mér
þá að koma að vinna hjá út-
flutningsfyrirtækinu Hafex í
Reykjavík en hann var á meðal
hluthafa þar. Þar var ég um
nokkurn tíma. Eftir það vann
ég að útflutningsmálum fyrir
franskan aðila og reyndi þá
mikið að fá konuna til að flytja
til Reykjavíkur. Mér tókst það
ekki enda hef ég aldrei getað
snúið henni og það sarna var
uppi á teningnum þegar ég vildi
flytja suður. Hún sagði sem
betur fer þvert nei og við það
stóð. I því sambandi dettur mér
í hug kvæði eftir Stein Steinarr
sem heitir „Hamingjan og ég.”
„Matreiðslan er listgrein og það er ábyrgðarhlutverk að elda ofan í fólk,” segir
matreiðsluneminn Theodór.