Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.01.1994, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 26.01.1994, Blaðsíða 16
Fljúgiö meö elsta starfandi áætlunar- flugfélagi á íslandi FLUGFÉLAGIÐ ERNIRf ÍSAFJARÐARFLUGVELLI Ct; 4200 • □ 4688 Á ÍSAFIRÐI SÍM15267 BILALEIGAN 'RNIR Þar sem bílarnir skipta um eigendur SKEIÐI 5 • ÍSAFIRÐI © 4300 • © 4448 Fyrir harw... ... og hana ú LEGGUR OG SKEL fataverslun barnanna Ljóninu, Skeiði, súni 4070 Ljóninu, Skeiði, ísafirði, sími 3464 Suöavík: Enginn skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði - útsvar verður 9% og hæsta sorpeyðingagjald 31.000 Á FYRSTA fundi hrepps- nefndar Súðavíkur sem haldinn var 19. janúar síðastliðinn var ákveðið að leggja ekki skatt á versl- unar- og skrifstofuhúsnaeði í ár. Hreppsnefndin taldi með vísan til slæmrar stöðu atvinnufyrirtækja í landinu og þess hversu hátt vöru- verð er á landsbyggðinni, væri ekki verjandi að leggja framangreindan skatt á. A fundinum var einnig ákveðið að útsvar yrði 9%. fasteignaskattur á íbúðir 0,40%, fasteignaskattur á fyrirtæki yrði \%, vatns- skattur 0,18%, holræsagjald 0.16% og lóðarleiga 1 %. Lág- marks holræsagjald og vatns- skattur var ákveðinn kr. 3.000. Þá var ákveðið að sorp- eyðingagjald á íbúðir yrði 3.000 krónur, kr. 6.000 á fyrirtæki undir 5 millj. f á- lagningamati, kr. 16.000 á fyrirtæki í 5-10 millj. króna álagninganutti og kr. 31.000 á fyrirtæki í lOmilljónum og yfir samkvæmt álagninga- mati. Sorphreinsunargjald var ákveðið kr. 3000 fyrir alla ofangreinda flokka. .s. Frá Súðavík. ísafjöröur: Lenti í tveimur árekstrum með stuttu mlllibili FJÖLMARGIR árekstrar urðu á Isaflrði og í nágrenni bæjarins á föstudag. Mjög hált var þennan dagog virðist sem margur ökumaðurinn hafi ekki áttað sig á sleipunni og ekið sein um sumartima væri að ræða. Um hádegisbil á föstudag lentu tvær bifreiðar í árekstri á gatnamótum Sólgötu og Hafn- arstrætis. Þar sem önnur bif- reiðin lokaði götunni á mesta umferðartímanum óskaði lög- reglan eftir því við ökumann- inn að hann færði bifreiðina sem og hann gerði. Tilfærslan heppnaðist ekki alveg því maðurinn ók f veg fyrir aðra biíreið sem kom akandi út Sigurður Finnbogason hjá Gúmmíbátaþjónustu Vestfjarða stendur hér við björgunar- báta Mána IS en þeir voru fluttir til Isaijarðar til frekari skoðunar. Pingeyri: Einn maður fórs! og tveimur var bjargað - er línubáturinn Máni ÍS-54 sökk út af Barða EINN maður fórst og tveir b jörguðust þegar Máni ÍS-54, sökk 11 sjómílur vestur af Barða rétt eftir hádegið á fimnitudag í síðustu viku. Á bátnum voru þrír nienn og koinust þeir allir í giimbjörgunarbát en einn skipverja var látinn er skipbrotsmennirnir fundust síðdegis sama dag. Máni var á línuveiðum og var að draga línuna þegar brot kom á bátinn og rétt tókst á- höfninni að komast í gúm- björgunarbátinn áður en bát- urinn, sem var 36 lesta eikar- bátur, sökk. Stuttu eftir slysið bárust upplýsingar til stjórn- stöðvar Landhelgisgæslunnar um að gervihnötturnæmi merki frá neyðarsendi á hafsvæðinu vestur af Barða. 24 skip voru á svæðinu og tókst að ná sam- bandi við öll þeirra nema Mána ÍS. Þegar var haft samband við Flugmálastjórn og fór flugvél hennar til leitar um klukkustund eftir að merkjanna varð vart. Varðskipið Ægir var fy rir vestan og lagði það þegar af stað á leitarsvæðið auk Daníels Sig- mundssonar, björgunarbáts SVFI á Isafirði og einnig var skipum og bátum á svæðinu gert viðvart. Slæmt veður var á þessum slóðum er slysið átti sér stað, 7-8 vindstig. Þegarflugvél Flugmálstjóm- ar nálgaðist Látrabjarg nam hún greinileg merki frá neyðar- sendinum og skömmu síðar sást svifblys unt fimm sjómílur út af Onundarfirði og var öllum skipum stefnt á þann stað. Stuttu síðar sást maður veifa neyðar- blysi í gúmbátnum og tók varð- skipið Ægir mennina um borð og sigldi með þá til Þingeyrar en þangað var skipið komið kl. 20.30. Mennimir tveir sem lifðu af slysið gengust undir læknis- skoðun á Þingeyri og reyndust þeir ekki slasaðir en nokkuð þrekaðir eftir þessa mannraun. Maðurinn sem fórst hét Jón Andrésson, skipstjóri. Hann var fæddur 30. september 1937 og var því á 57. aldursári er hann lést. Jón var til heimilis að gandi bifreiðarinnar sem þarna er verið að ijarlægja nti í því að aka á bifreiðina sem hafði stuttu lent í irum árekstri. utulsfjarðarbraut og úr varð nar áivksturinn á nokkruni nútum. Engin slys urðu í árekstra- hrinunni en ökutækin skemmd- ust nokkuð. -,v. Brekkugötu 36 á Þingeyri. Hann lætur eftir sig eiginkonu og sex börn. Skipverjarnir tveir sem komust af voru Jens A. Jóns- son vélstjóri, en hann er sonur Jóns og Ólafur Gunnarsson, stýrimaður. v OHAÐ FRÉTTABLAÐ r A VESTFJÖRÐUM ísafjöröur: MIKIL ölvun var á göt- um ísafjarðar aðf'ararnótt síðastliðins laugardags og þurfti lögreglan að hafa af- skipti af nokkrum ein- staklingum vegna þessa. Um miðjan dag á föstudag fékk lögreglan fjölmargar hringingar í neyðarsíma svæðisins. Þar var um að ræða sama krakkanti sem ítrekaö öskraði í símann um leið og svaraö var og sá lögreglan sér ekki annað fært að en láta Póst og síma rekja símtaiið. Þegar það hafði verið gert sá Póstur og sími um að áminna rétthafa símanúmersins at- hæfi krakkans, en það skai ítrekað að neyðarnúmer svæðisins 0112 er einungis ællað til notkunar í neyðartil- fellum. Botnsheiöi: „LofUaus” á heiðum uppi Á MÁNUDAGSKVÖLD kom maður á lögreglu- stöðina á Isafirði og óskaði eftir því að ferðir hans yrðu kannaðar ef hann kæmi ekki fram á tilsettum tíma, en leið hans lá yfir Botns- heiði til Súgandafjarðar. Þegar maðurinn hafði ekki haft samband um miðnættið bjóst lögreglan til leitar en um það bií er fara átti af stað hringdi maðurinn úr neyðar- skýli á heiðinni og tilkynnti að dekk bifreiðarinnar hefðu runnið út af felgunni og að hann væri því „loftlaus”. Bóndinn í Botni fór síðan upp heiðinaog náði í manninn og þeir voru komnir tii baka að Botni tveimur klukku- stundum síðar. ,v RITSTJORN “S 4560 • FAX ‘S' 4564 • AUGLYSINGAR OG ASKRIFT ‘B 4570

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.