Bæjarins besta - 27.10.2016, Blaðsíða 20
20 FIMMTudagur 27. OKTÓBER 2016
Auglýsing um kjörfund vegna alþingiskosninga 29. október 2016
Kjörfundur vegna alþingiskosninga verður haldinn þann 29. október 2016. Kjörfundur hefst kl. 9 í
öllum kjördeildum og stendur til kl. 21 í 1.-3. kjördeild en til kl. 20 í 4.-6. kjördeild. Kosið verður á
eftirtöldum stöðum:
1.-3. kjördeild í Menntaskólanum á Ísafirði
4. kjördeild í Grunnskólanum á Suðureyri
5. kjördeild í Grunnskólanum á Flateyri
6. kjördeild í Félagsheimilinu á Þingeyri
Sérstök athygli er vakin á því að kjörfundi lýkur kl. 21 á Ísafirði en ekki kl. 22 eins og verið hefur.
Kjörskrá liggur frammi til kjördags á skrifstofu Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1
Ísafirði. Einnig geta kjósendur kannað hvar þeir eru á kjörskrá á síðunni www.kosning.is
Kjósendur eru minntir á að hafa með sér persónuskilríki á kjörstað. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag
verður í Menntaskólanum á Ísafirði. Símar yfirkjörstjórnar á kjördag eru 450-4406 og 450-4407.
Yfirkjörstjórn Ísafjarðarbæjar
Hildur Halldórsdóttir formaður
Aðalbjörg Sigurðardóttir
Björn Davíðsson
Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir,
5. sæti
Rúnar Gíslason,
4. sæti
Dagný Rósa Úlfarsdóttir,
3. sæti
Bjarni Jónsson,
2. sæti
Lilja Rafney Magnúsdóttir,
1. sæti
Hverjum treystir þú?
Fylgstu með okkur á facebook.com/nordvesturkjordaemi