Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.09.1994, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 14.09.1994, Blaðsíða 4
OHAÐ FRETTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM STOFNAD 14. NOVEMBER 1984 Óháð vikublað á Vestfjörðum Útgefandi: H-prent hf. Sólgötu 9, 400 ísafjörður ® 94-4560 □ 94-4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson Blaðamaður: Aðalsteinn Leifsson Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveihbj örnsson s 94-5222 Útgáfudagur: Miðvikudagur Bæjarins besta er aðili að samtök- um bæjar- og héraðsfréttablaða Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið Sendum út á sex- tugt djúp sundur- lyndis fjandann Þórunn Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri HSÍ, á skrifstofu sinni. Störf okkar verða seint fullkomin Iþróttabandalag ísfirðinga minntist 50 ára afmælis síns nteð hófi í Félagsheimilinu í Hnífsdal sl. laugardag. Forseti Iþróttasambands Islands, Ellert Schram, heiðraði afmælisbarnið með nærveru sinni og flutti því kveðjur heildarsamtaka íþróttafólks í landinu. Bæjarstjórinn á Isa- firði og forseti bæjarstjórnar mættu til veislunnar og fór vel á því. Hins vegar urðu veislugestir lítið varir við kveðjur frá bæjaryfirvöldum til afmælisbarnsins. Vera má að þær hafi verið komnar fram áður eða birtist síðar í hörðum pökkum. Þá voru þarna nokkrir af fyrri forustumönnum samtakanna. Boltafélag Isafjarðar hefur þá háttu á að fagna lokum knattspyrnuvertíðar og heiðra þá knattspyrnumenn, sem best höfðu staðið sig á sumrinu. Að þessu sinni sam- fögnuðu þeir Iþróttabandalaginu. Þá stóð einnig til að minnast afmælis Skíðafélags Isa- fjarðar, sem varð 60 ára 4. mars sl. Af einhverjum ástæðum fór lítið fyrir þessum þætti í afmælishófinu og fulltrúar Skíðafélagsins voru ekki áberandi. I leiðara BB um bandalagið, frá 27. apríl sl. var komist svo að orði: ,,Af ýmsu má ráða að í gegnum árin hafi bandalagið verið hálfgert olbogabarn og hvernig sem á því stendur aldrei notið þess skilnings af hálfu íþróttafélaganna, sem verðugt var. M.a. af þessum sökum hafa glatast margar sögulegar minjar úr eigu samtakanna. A hálfrar aldar afmæli er ekki seinna vænna að bæta þar um.” I hátíðarræði forrn. I.B.I., Jens Kristmannssonar, kom fram að fullur hugur er nú í mönnum að láta skrá sögu bandalagsins. Þetta er fagnaðarefni. Það dylst engum að á tiltölulega fáum árum hefur sú breyting orðið á að gamla góða áhugamennskan, þegar menn röltu út á völl að loknu dagsverki til að sparka boltá eða æfa frjálsar íþróttir, er úr sögunni. Bein og óbein atvinnumennska hefur haldið innreið sína í íþróttirnar, hvort sem mönnum líkar það betur eða ver. Keppnin er ekki lengur einasta milli einstaklinga og félaga heldur einnig milli sveitarfélaga, sem sum hver leggja ofurkapp á að eiga íþróttamenn og félagslið á landsmælikvarða. Þetta kallar fram auknar kröfur, aukin framlög. S veitarfélögin eru krafin um stærri og betri íþrótta- mannvirki, fyrirtækin á staðnum um fjármuni. En mannvirki og peningar duga skammt ef íbúarnir standa ekki með sínum mönnum. Iþróttafólk sem fær engan móralskan stuðning heima fyrir er ekki jafn líklegt til afreka og keppinautar sem hafa íbúa heils bæjarfélags að bakhjarli. Glæsileg og góð íþróttamannvirki eru mikil- væg. En því aðeins skila þau okkur góðu afreksfólki að íbúarnir láti sér ekki standa á sama hvernig allt veltur, heldur séu jákvæðir og virkir. Bæjarfélag líkt og Isafjörður þarf á samstöðu íbúanna að halda á öllum sviðurn. An einingar náum við ekki árangri. Sundurlyndi er meinsemd og til þess eins að skemmta Skrattanum. s.h. - en við reynum okkar besta! Á Heilsugæslustöðinni á ísa- firði fer fram margþætt heilsu- vernd, s.s. skólaeftirlit, ung- bamaeftirlit og mæðravemd svo eitthvað sé nefnt. Allt er þetta unnið í góðu samstarfi heilsu- gæslulækna, hjúkrunarfræð- inga, sjúkraliða, læknaritara, móttökuritara og símavörslu- fólks. Þórunn Guðmundsdóttir er hjúkrunarforstjóri á Heilsu- gæslustöðinni á Isafirði og hefur yfirumsjón með áðurgreindum þáttum ásamt yfirlækni stöð- varinnar, Einari Axelssyni. Þór- unn hefur starfað á heilsugæslu- stöðinni frá árinu 1984, fyrstu átta árin sem hjúkrunarfræð- ingur.en síðustu tvö sem hjúkr- unarforstjóri heilsugæslustöð- varinnar. Heilsugæslustöðin ertil húsa í sömu. byggingu og Fjórðungs- sjúkrahúsið á Isafirði en fyrr- nefnda stofnunin sér m.a. um að veitt sé heimahjúkrun á hennar upptökusvæði en á því eru yfir fjögur þúsund íbúar. Það er því viðamikið starf sem starfsfólk heilsugæslustöð- varinnar innir af hendi allt árið um kring. „Undir okkur heyra heilsugæslustöðvamar á Suður- eyri og í Súðavík og nánast allt Isafjarðardjúp. Y firleitt er mjög mikið að gera og ég hleyp jafnan í þau störf sem vantar starfkraft í hverju sinni, ýmist vegna veikinda eða sumarleyfa. Þannig kemur jafnvel fyrir að ég sinni heimahjúkruninni,” segir Þórunn Guðmundsdóttir. Úrva/s starfsfólk tryggir gott starf Ein umfangsmikil starfsemi sem fram fer hjá heilsugæslu- stöðinni er læknamóttakan, en hún er opin alla daga vikunnar. Hún hefur alltaf gengið mjög vel enda hafa unnið hér úrvals læknar undanfarin ár sem við höfum átt mjög gott samstarf við. Einnig vil ég benda á, að núorðið sækja læknar meira út á landsbyggðina en áður og það finnst mér mikið fagnaðarefni," segir Þórunn. Hún bendir einnig á, að til að allt þetta starf gangi upp, þurfi góða samvinnu allra starfshópa innan stöðvarinnar sem allir stefni að sama marki; að veita sem mesta og besta alhliða þjónustu. Þórunn segir starf sitt vera mjög skemmtilegt og bætir við að starfsfólk heilsugæslustöðv- arinnar vinni mjög þakklátt starf. „Eðli starfsins hefur verið hið sama um margra ára bil, þ.e. að veita sem besta þjónustu. Hins vegar tekur þjóðfélagið sífelldum breytingum og það eru alltaf gerðar síauknar kröfur til okkar. Sömuleiðis þarf starfs- fólkið hér á stöðinni að hafa sig allt við að fylgjast með öllum framförum. I því sambandi má geta þess að hjúkrunarfræðingar innan fjórðungsins hafa verið mjög virkir að koma saman og halda fræðslufundi. Við höfum verið ötul að viðhalda menntun okkar og höfum fengið fyrir- lesara jafnt að sunnan sem hér úr nágrannabyggðarlögunum. Við erum líka alltaf að bæta okkur og reyna að framkvæma vinnu okkar betur. Störf okkar verða auðvitað aldrei fullkomin og þess vegna kemur líklega aldrei sá dagur að við segjum „jæja, nú er heilsugæslan orðin svo góð að það er ekki hægt að gera betur!“,‘‘ segir Þórunn Guðmundsdóttir en eitt er víst, a hún og samstarfsfólk hennar stefna svo sannarlega að því að gera sitt besta. .fjþ. Minningartónleikar um Sigríði og Ragnar H. Ragnar Kristinn og Jónas skemmta Isfirðingum SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 18. september nk. halda þeir Kristinn Sigmundsson, óperusöngvari og Jónas Ingimundarson, píanó- leikari tónleika í sal Grunnskóla ísafjarðar og hefjast þeir kl. 20.30. Á efniskránni verða íslensk og erlend sönglög og aríur. Tónleikar þessi eru haldnir í minningu hjónanna Ragnars H. Ragnar og Sigríðar J. Ragnar. Ragnar stjórnaði Tónlistar- skóla Isafjarðar frá stofnun hans árið 1948 til ársins 1984 og naut til þess dyggrar aðstoðar Sigríðar, konu sinnar. Undir þeirra stjórn varð tónlistar- skólinn öflug stofnun, lands- þekktur fyrir góða kennslu og kraftmikla stjórn við erfiðar að- stæður. Þau hjón voru einnig áberandi í bæjarlífinu á mörgum sviðum. Ragnar var organisti og stjómaði Sunnukórnum og Karlakói' Isatjarðar um áratuga skeið, og var varla haldin hér sú menningarsamkoma, að hann ætti þar ekki einhvem þátt. Sigríður kenndi við tónlistar- skólann, en var jafnframt einn ástsælasti kennari Grunnskól- ans. Hún var mjög virk í félags- lífi á ýmsum sviðum, starfaði ötullega að umhverfismálum og var formaður Menningarráðs Isafjarðar um langa hríð. Ragn- ar lést árið 1987, en Sigríður féll frá í niars 1993. Tónleikarnir á sunnudags- kvöldið njóta ómetanlegs stuðnings og styrkja fjölmargra einstaklinga og fyrirtækja, og vonandi láta tónleikagestirekki sitt eftir liggja að fjölmenna og Jónas ingimundarson og Kristinn Sigmundsson. heiðra þannig minningu Ragn- ars og Sigríðar. -s/f. 4 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.