Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.03.1999, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 10.03.1999, Blaðsíða 4
Fasteignaviðskipti Urðarvegur 26: 236.9 m2 raóhús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr. Ekkert áhvílandi. Skipti á minni eign koma til greina Verð 11,8 m.kr. eedðQC TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL Hafnarstræti 1 - ísafiröi Símar: 456 3940 & 456 3244 Fax: 456 4547 - Netfang: tryggvi@snerpa.is Einbýlishús/raðhús FagraholtS: 140,6 m2 einbýlis- hús á einni hæð í mjög góðu standi ásamt bílskúr. Ahv. ca. 4,7 m.kr. Verð 11,5 m.kr. Góuholt 1: 142 m2 einbýlishús í góðu standi á einni hæð ásamt bílskúr. Ahv. ca. 5,8 m.kr. Verð 11,6 m.kr. Góuholt .1: 140,7 m2 einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Möguleg skipti á minni eign. Laust strax Ahv. ca. 2,7 m.kr. Verð 12 m.kr. Hafraholt 22: 144,4 m2 enda raðhús á tveimur hæðum ásamt 22,4 m2 bílskúr. Áhv. ca. 2,5 m.kr. Verð 9,5 m.kr. Heiðarhraut 6: 133,3 m2 ein- býlishús á einni hæð ásamt bíl- skúr. Skipti á eign á ísafirði möguleg. Verð 10,7 m.kr. Hjallavegur 4: 242 m2 einbýlis- hús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Fallegt útsýni. Tilboð óskast Fljallavegur 19:242 m2 einb.hús á 2 hæðum ásamt innbyggðum bílskúr. Sér íbúðá n.h. Ymis skipti möguleg. Áhv. ca. 5 m.kr. Verð 10,5 m.kr. Hlíðarvegur 14: 170,8 m2 ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt risi. Húsið er mikið endurnýjað, ekkert áhvílandi. Verð 10,5 m.kr. Hlíðarvegur.ll: 130m2einb.hús á 2 hæðum ásamt bílskúr. Húsið er nær allt uppgert að utan sem innan. Mjög gott útsýni. Verð 10,7 m.kr. Seljalandsvegtir 12: 145,1 m2 einbýlishús á þremur hæðum ásamt eignarlóð. Áhv. ca. 1,8 m.kr. Verð 6,2 m.kr. Seljalandsvegur 84a: 85 m2 einbýlishús á einni hæð, endur- byggt 1992. Áhv. ca. 3 m.kr. Verð 6,2 m.kr. Silfurgata9: 150 m2gamaltein- býlishús á tveimur hæðum ásamt geymsluskúr og eignarlóð. Frá- bær staðsetning. Áhv. ca. 2,6 m.kr. Verð 6,9 m.kr. Skólavegur 1: 62,8 m2 einbýlis- hús á tveimur hæðum ásamt kjallaraog þurrkhjalli. Áhv. ca. 3 m.kr. Verð 3,7 m.kr. Stakkanes 6: 144,2 m2 raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Skipti á minni eign möguleg. Áhv. ca. 3,4 m.kr. Verð 10,9 m.kr. Sunnuholt 6: 231,7 m2 rúmgott einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Skipti á minni eign koma til greina. Áhv. ca. 2,1 m.kr. Verð 13,5 m.kr. Tangagata 15b: 103 m2einb.hús á 2 hæðum ásamt geymsluskúr (nýtist sem herbergi). Laust fljótl. Áhv. ca. 3,3 m.kr. Verð 6,2 m.kr. 4-6 herb. íbúðir Fjarðarstræti 38: 130 m2 4ra herb. íbúð á tveimur hæðum í þrfbýlishúsi. Áhv. ca. 3,4 millj. Möguleiki á lánum að fjárhæð 4.9 m.kr. Verð 7 m.kr. Seljalandsv. 20: 161,2 m2 5-6 herb. ibúð á efri hæð í tvíb.húsi ásamt bílskúr. fbúðin mikið uppgerð. Áhv. ca. 5,2 m.kr. Verð 10,7 m.kr. Sólgata 8: 101,7 m2 3-4ra her- bergja fbúð á efri hæð í þrí- býlishúsi ásamt helmingi kjallara og rislofts. Áhv. 837 þ.kr. Verð 7 m.kr. Tangagata 8a: 106,5 m2 4-5 herbergja íbúð á þremur hæðum Tilboð óskast 3ja herb. íbúðir Aðalstræti 20: 98 m2 íbúð á 2. hæð t.h. í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Áhv. ca. 4,2 m.kr. Verð 7,2 m.kr. Brtmngata 12a: 68 m2 ibúð á efri hæð, að hluta undir risi, í tvíb.húsi ásamt sér geymslu. Áhv. ca. 1,8 m.kr. Verð 3 m.kr. Fjarðarstræti 13: 80 m2 íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Tvö aukaherbeygi, eitt í kjallara og eitt í risi. Áhv. ca. 1,5 m.kr. Verð 5,7 m.kr. Miðtún 27: 68 m2 2-3ja herbergja íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. íbúðin er uppgerð að hluta. Áhv. ca 3 m.kr. Verð 5,5 nt.kr. Stórholt 7: 74,6 m2 íbúð á 3ju hæð fyrir miðju í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Áhv. ca. 2 m.kr. Verð 5,3 m.kr. Stórholt 9: 80,9 m2 góð íbúð á l. hæð í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu og sameign. Áhv. ca. 2,4 m.kr. Verð 5,3 m.kr. Stórholt 13: 79,2 m2 íbúð á 3ju hæð til hægri í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Áhv. ca. 3 m. kr. Verð 6 m.kr. Urðarvegur 78:98m2 íbúð á 3. h. t.v. í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Áhvílandi ca. 4 m. kr. Verð kr. 6,9 m.kr. 2ja herb. íbúðir Hlíðarvegur 18: 64,5 m2 íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Áhv. ca. 1,7 m.kr. Tilboð óskast Mjallargata i: 67,9 m2 íbúð í góðu standi á 2. hæð í fjölbýlis- húsi. Áhv. ca. 3,6 m.kr. Verð 6,5 m.kr. Túngata 18: 53,4 m2 íbúð á 1. hæð í nýlega uppgerðu fjöl- býlishúsi ásamt sér geymslu. Verð 4,9 m.kr. Túngata 18: 53,4 m2 íbúð á jarðhæð f nýlega uppgerðu fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu Verð 4,3 m.kr. Túngata 20: 53,4 m2 íbúð á 3. hæð í fjölb.húsi í góðu standi. Húsið nýlega gert upp að utan. Áhv. ca. 2 m.kr. Verð 4,9 m.kr. Urðarvegur 78: 73,2 m2 íbúð á 3ju hæð f.m. í fjölb.húsi ásamt sérgeymslu. fbúðin erlaus strax. Öll tilboð skoðuð. Áhv. ca. 2,7m.kr. Verð 5 m.kr. Þingeyri Aðalstræti 29: 105,6 m2gamalt einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr og mjög stórri lóð Tilboð óskast Súðavík Sætún 9: 136,8 m2 einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr og ræktaðri lóð. Húsið er nýlega timburklætt og flestir gluggar nýir. Ahv. ca. 2,4 m.kr. Verð 4,4 m.kr. Bolungarvík Vitastígur 9: 150 m2 sSér íbúð, gerð úr tveimur íbúðum á efri- og neðri hæð í 4ra íbúða húsi. Sér inngangur. Falleg lóð Verð 6,7 m.kr. Guðlaugur Pálsson og Sigurþór Óskarsson, tveir af eigendum Gullfisks. Harðfiskverkunin Gutifiskur ehf. f Fremri-Breiðadai Stefnt að byggingu nýs fisk- verkunarhúss á Flateyri - bylting í framleiðslu á bitafiski í vændum við tilkomu nýhannaðs þurrkklefa Hátt á fjórða tug tonna af harðfiski er í hjallinum góða. „Já, þetta hefur gengið mjög vel og varan hefur ver- ið eftirsótt. Það er ástæða þess að við erum að hugsa um að stækka við okkur“, sagði Asgeir Kristján Mikk- aelsson, framkvæmdastjóri harðfiskverkunarinnar Gull- ftsks í Önundarftrði í samtali við blaðið. Einnig verður nýr og byltingarkenndur þurrkkleft fyrir bitafísk tek- inn í notkun innan tíðar. Asgeir hefur rekið Gull- fisk í Fremri-Breiðadal um sjö ára skeið eða frá 1992. Nú er svo komið að fyrir- tækið annar hvergi nærri eftirspurn. Þess vegna er unnið að undirbúningi þess að auka framleiðsluna, byggja fiskverkunarhús á Flateyri og koma þar einnig upp beitningaraðstöðu. Asgeir hefur nú fengið þrjá hluthafa til viðbótar inn í fyrirtækið með sér. Afram verður fiskurinn þurrkaður í Fremri-Breiðadal enda er veðurfarið þar mjög hag- stætt til þess. „Mér er reyndar ekkert vel við að vera að blása út eitt- hvað sem er ekki orðið að veruleika“, sagði Ásgeir í samtali við blaðið þegar hann var spurður um fyrir- hugaðar framkvæmdir og stækkun fyrirtækisins. Gullfiskur var gerður að einkahlutafélagi árið 1996, þó að fyrirtækið hafi þá eftir sem áður verið í eigu Ásgeirs og fjölskyldu hans. Um síðustu áramót komu hins vegar þrír hluthafar í viðbót inn í félagið, þeir Guðmundur Hagalínsson frá Hrauni á Ingjaldssandi, Guðlaugur Pálsson, sem var til skamms tíma fram- kvæmdastjóri í skelvinnsl- unni á Flateyri, og Sigurþór Óskarsson verksmiðjustjóri í skelinni. „Lengi vel unnum við Guðmundur Hagalíns- son bara tveir við þetta“, segir Ásgeir, „en nú eru starfsmenn orðnir fimm og verða væntanlega allt að tíu ef við byggjum. Við stefnum þá að því að vinna harðfisk úr 250-300 tonnun upp úr sjó yfir árið.“ Síðustu þrjú árin hefur Gullfiskur verið í samstarfi við Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins um þróun og hönnun á nýjum og bylting- arkenndum þurrkklefa fyrir bitafisk. I honum verður hægt að þurrka allt árið, óháð tíðarfari, og útkoman er eins og við bestu aðstæð- ur úti. Að sögn Ásgeirs mun Gullfiskur þá geta boðið vöru sem verður ólfk öllu sem þekkist í dag. Steinbít- inn verður hins vegar að þurrka áfram með hefðbund- num hætti. Fiskverkunarhúsið sent Ásgeir og félagar hans hafa hug á að reisa á Flateyri verður nær 500 fermetrar og verður byggt í maí og júní í vor, ef niðurstaðan verður sú að ráðast í framkvæmdir. Blautfiskvinnslan verður þá á Flateyri en þurrkunin áfram í Breiðadal. Á Flat- eyri er einnig ætlunin að koma upp beitningaraðstöðu fyrir fjóra báta. „Það hefur verið til baga að á Flateyri er ekki aðstaða fyrir báta sem vilja e.t.v. landa beint á markað en við höfum hug á að bæta úr því. Þeir geta síð- an gert það sem þeir vilja við ftskinn, hvort sem þeir kjósa að selja hann í Bása- fell eða til okkar eða á markað, allt eftir því hvar þeir fá besta verðið. Þetta hefur vantað á Flateyri“, segir Ásgeir, en Gullfiskur er ekki með neina útgerð. „Þær eru væntanlega ýms- ar“, segir Ágeir þegar hann er spurður um ástæðurnar fyrir vinsældum harðfisksins frá Gullfiski. „Fyrst og fremst mætti þó nefna vönd- un á hráefni. Það er grunn- urinn. Síðan erum við á mjög góðum stað til að þurrka. Bæði er minni loft- raki frammi í dalnum og eins er þar mikill blástur, meiri en úti á Flateyri." Gullfískur selur mest á höfuðborgarsvæðið en ann- ars fer framleiðslan út um allt land. Mest er unnið úr steinbít og ýsu en einnig er unnið úr lúðu þegar hún fæst á þokkalegu verði, að sögn Ásgeirs. Framleiðslan fer einungis fram yfir vetrar- mánuðina en salan er nokk- uð jöfn árið unt kring, þó að hún sé heldur meiri í janúar og febrúar þegar þorramat- urinn er á borðum lands- manna. „Við losnum við alla framleiðsluna og höfum ekki verið í neinum vand- ræðum með það hingað til, og þó miklu meira væri. Við erum núna með allt of lítið húsnæði. Við höfum ekki nema unt hundrað fermetra pláss fyrir blautfiskverk- unina en sjálf þurrkaðstaðan tekur milli 30 og 40 tonn í einu. í rekstri sem þessum tekur verulegan tíma að festa sig á markaðinum, enda eru margir um hituna og margir aðrir að framleiða ágæta vöru. Það verður ekki stokkið inn á þennan mark- að í einu vetfangi heldur tekur það nokkur ár að kom- ast á blað. Sá tími er liðinn hjá okkur. Við erum vissu- lega komnir á blað og getum farið að snúa okkur að enn frekari frantleiðslu og enn frekari markaðssókn", segir Ásgeir Mikkaelsson. 4 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.