Bæjarins besta - 21.06.2006, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 200616
Ferðamannaiðnaðurinn er
alltaf að verða stærri og stærri
partur af efnahagsreikningi
þjóðarinnar og hann sker sig
þó nokkuð úr öðrum greinum
að því leyti að uppistaðan í
honum eru lítil og fámenn fyr-
irtæki. Eitt af þeim er fyrirtæki
tveggja ungra Ísfirðinga,
þeirra Greips Gíslasonar og
Gylfa Ólafssonar, Ýmislegt
Smálegt ehf. Þrátt fyrir að vera
rétt komnir yfir tvítugt hafa
þeir töluverða reynsla af störf-
um innan ferðageirans bæði
sem sumar og vetrarmenn hjá
Vesturferðum og fleiri fyrir-
tækja. Blaðamaður ákvað að
fá þá í spjall og segja okkur
frá fyrirtækinu, ferðamennsk-
unni og hvað þeir halda að
brýnast sé að gera til að hún
lukkist sem best.
– Ýmislegt smálegt hvað er
það?
„Það er fyrirtæki okkar sem
ætlar að starfa innan ferða-
mannageirans í sem víðasta
skilningi. Við erum núna að
halda áfram með verkefni sem
við vorum með í fyrra og nefn-
ist „An evening in Ísafjörður“
sem er röð kvöldskemmtana
fyrir enskumælandi ferða-
menn, tvisvar í viku eru bíó-
sýningar undir nafninu „On
location“ þar sem við sýnum
marg verðlaunaðar myndir
sem eru teknar á Vestfjörðum,
gerast á Vestfjörðum og fjalla
um vestfirskan raunveruleika
nú og fyrr“, segir Gylfi og
Greipur bætir við: „Tvisvar í
viku erum við með kvöld sem
við köllum „Photos and facts“,
sem er fyrirlestur um sögu,
menningu, lífshætti, líffræði
og jarðfræði Vestfjarða og
ýmislegt annað sem tengist
fjórðungnum og myndasýn-
ingu sem tengist efninu. Svo
einu sinni í viku flytur Elfar
Logi einleikinn Gísli Súrsson,
„Gísli the outlaw“ heitir hann
víst á ensku.“
– Hvernig gekk með þessi
kvöld í fyrrasumar?
„Eftir væntingum mætti
segja. Við byrjuðum seint og
vorum ekki alveg öruggir með
vöruna sem við vorum með
sérstaklega fyrirlesturinn. Það
er efni sem þarf að viða að sér
mörgum ljósmyndum, semja
efnið og geta sagt hvað jarðlög
eru á ensku. Það tók smá tíma.
En þetta er ekkert gróðafyrir-
tæki. Við vinnum þetta sjálfir
og erum tilbúnir til að gera
það frítt, efniskostnaður er lít-
ill og við höfum gaman að
þessu. Í þessum bransa þarftu
stundum að geta hangið fyrstu
og mögrustu árin og þá fer
boltinn kannski að rúlla“ segir
Gylfi. Greipur heldur áfram:
„Þetta er pínu hugsjón. Við
höfum unnið undanfarin ár
þessum bransa og við þykj-
umst vita hvað vantar og þetta
er kannski eitt af því.“
Ísafjörð sem
ferðamannastað
„Hvatinn að þessu er að
okkur hefur fundist að ferða-
mennina vanti eitthvað að gera
á kvöldin og eins að gera Ísa-
fjörð að áfangastað ferða-
manna”, segir Greipur og
heldur áfram: „Það er alltaf
verið að tala um þessa æðis-
legu og ótrúlegu náttúru sem
er svo stórbrotin og þetta
magnaða mannlíf á Vestfjörð-
um en það er svolítið erfitt að
nálgast það, þetta mannlíf. Að
gera Ísafjörð að áfangastað,
það er stóra markmiðið með
þessu. Ég sagði það einhvern
tímann í smá gríni að miðbær
Ísafjarðar væri helsta náttúru-
perla Vestfjarða og fékk bágt
fyrir, en ég meina það að ein-
hverju leyti “
– Erum við of mikið að ein-
blína á náttúruna hér í kring
en gleymum kannski Ísafirði?
„Það hefur allavegana ekki
verið gert mikið af því að búa
til eitthvað fyrir ferðamenn í
bænum. Vesturferðir reyndu
í fyrra að vera með gönguferð
um Eyrina þar sem ekki er
bara verið að benda á sögu-
fræg hús heldur er farið í sam-
tímann og reynt að kynnast
fólki sem býr hérna núna.
Ferðin heitir Krókar og kimar
Ísafjarðar, „Backstreets of Ísa-
fjörður“ á ensku. Andi Kardi-
mommubæjarins svífur yfir
vötnum hér, bakarinn, úrsmið-
urinn o.s.frv. Ég held að fólki
finnist þetta áhugavert.“
Póstkort og
flottræfilsháttur
„Við byrjum smátt, vorum
með þessa dagskrána „An eve-
ning in Ísafjörður“ í fyrrasum-
ar og svo gáfum við út fimm
póstkort í vetur tileinkuð Ísa-
firði sem eru komin í sölu á
svæðinu.“segir Gylfi.
– Póstkortin hafa vakið at-
hygli og myndu sóma sér vel
í ramma uppi á vegg í betri-
stofum vandlátra húsmæðra,
hafið þið gert þau sjálfir?
„Nei, eitt er eftir Spessa og
nefnist Átta dæmi um Ísfirð-
inga og er hluti af sýningu
sem Spessi útbjó fyrir Lista-
safn Ísafjarðar og hét Úrtak“,
segir Greipur og bætir við:
„Hann valdi átta myndir til að
setja á þetta kort. Eins erum
við með önnur átta dæmi frá
Ísafirði en Árný Herbertsdóttir
ljósmyndari hefur verið að
taka myndir af gluggum á Ísa-
firði og við fengum að gramsa
í safninu hennar og völdum
átta stykki til að setja á kort.
Svo eru þarna tvö kort með
frekar nýstárlegum yfirlits-
myndum af Ísafirði, aðra
myndina tók Haukur Sigurðs-
son á ágústkvöldi og við höf-
um verið spurðir af hvað stór-
borg myndin sé. Hina tók
Rúnar Óli Karlsson þegar
fyrsti snjórinn féll. Og fimmta
kortið er ekki ljósmynd heldur
leiðarkort af almenningssam-
göngukerfi Ísafjarðar sett upp
eins gert er í stórborgum með
neðanjarðarlestir“.
Gylfi skýtur inn í að það
hafi vissulega verið gert í pínu
gríni að setja þetta svona upp,
en það sé einnig svolítil alvara
í því, það gera sér ekki allir
grein fyrir hversu víðfeðmt
almenningssamgangnakerfi er
hér í Ísafjarðarbæ og nágrenni.
Í kjölfarið á kortinu voru þeir
fengnir til þess af bæjaryfir-
völdum til að ganga alla leið
með hugmyndina. Gera kerfið
aðgengilegra fyrir bæjarbúa
og einnig, eins og Greipur
segir: „Sem er kannski pínu
flottræfilsháttur, að fegra og
skreyta bæinn. Það er húmor í
þessu en það vekur athygli.
Og þetta er eitt af því sem við
hugsum okkur fyrirtækið í:
Ráðgjafaþjónustu í ferðaþjón-
ustu í hinum víðasta skilningi.
Til dæmis höfum við verið
Ísafjarðarbæ innan handar í
nokkrum sýningum sem hann
hefur tekið þátt í“.
Það er vit í
ferðaþjónustu
– Er eitthvað vit í ferða-
þjónustu?
– „Í og með, við lifum ekki
á henni einni saman, það er
alveg á hreinu. Þetta eru ekki
mörg störf yfir vetrartímann
en þó nokkuð af störfum á
sumrin. En ferðaþjónustan er
góð með öðru og fólk vill
koma hingað“, segir Greipur.
Gylfi bætir við: „Mér finnst
aðalmálið vera það að fólk
fari að hafa eitthvað upp úr
þessu, hefur verið mikið við-
loðandi þessi áhugamanna-
ferðaþjónusta og það gengur
ekki til lengdar. Annað sem
stendur ferðaþjónustu á Vest-
fjörðum fyrir þrifum er að fólk
heldur að það þurfi að leigja
sér bíl til að keyra vestur, því
það vill ekki hrista sinn í
sundur á hrikalegum vegum
Vestfjarða. En það er erfitt
jafnvægi að fegra vegakerfi
Vestfjarða til að lokka ferða-
menn á svæðið annars vegar
og hins vegar að segja að veg-
irnir séu ömurlegir til að fá
meiri peninga í það, en ég
held að við ættum að fegra
ástandið og benda á að árið
2008 verður malbikað alla leið
til Reykjavíkur“.
Vegamálin eru þeim kump-
ánum hugleikin, Gefum Greipi
orðið: „Nú þegar er það þann-
ig að aðalleiðin er vetrarleiðin,
og þó hún sé lengst þá eru
ekki nema fjórir stuttir malar-
kaflar á henni 85% af leiðinni
er bundið slitlag. Það var gerð
óformleg könnun þegar var
verið að markaðssetja ungl-
ingalandsmót hér á Ísafirði og
niðurstaðan var sú að fólk hélt
að það væri á bilinu 700 til
900 km milli Ísafjarðar og
Reykjavíkur og það skiptir
öllu máli fyrir okkur að ná til
Íslendinganna því þeir eru um
70% þeirra sem sækja Vest-
firði heim“.
– Þurfum við að fá Ólaf
Ragnar aftur vestur til að
kvarta undan vegakerfinu?
„Nei það er einmitt öfugt“,
segir Gylfi. „Ég held að það
sé kominn tími til að fegra
kerfið. Við þurfum að fá Ólaf
aftur til að segja Íslendingum
hvað vegakerfið er gott“.
Greipur bætir við: „En vegirn-
ir eru ekki allt, það er ekki
nóg að fá fólk á svæðið það
þarf að vera eitthvað fyrir fólk-
ið að gera svo það komi.“
Stóriðja Vestfjarða?
– Hvað þurfum við að sjá
gerast í ferðaþjónustunni á
næstu 5 til 10 árum?
„Í fyrsta lagi þarf að lengja
tímabilið að einhverju leyti
en það hrekkur bara skammt.
Ég held að við þurfum aðal-
lega að þróa ferðir, afþreyingu
og þjónustu sem getur auð-
veldlega dregið saman seglin
yfir veturinn og hafa ekki mik-
inn stofnkostnað og yfirbygg-
ingu.“ segir Gylfi og bætir
við: „Það hefur verið sagt að
frammistaða Vestfirðinga í net
og heimasíðumálum sé bág-
borin t.d. Vestfjarðavefurinn.
Mér liggur við að segja að
hann hafi verið dragbítur,
heimasíðan er uppfærð lítið,
kemur illa út í leitarvélum og
hefur verið eins í fimm ár og
það gengur ekki. Ferðaþjón-
arnir eru margir hverjir með
sín heimasíðumál í góðu
standi en það þýðir lítið fyrir
gistiaðila í einhverjum eyðidal
að vera með flotta heimasíðu
ef góðan heildarvef um svæð-
ið vantar. Ferðamaðurinn
ákveður ekki að fara til Vest-
fjarða af því að hann rambaði
inn á heimasíðu hjá litlu gisti-
heimili í eyðidal vestur á fjörð-
um. Og internetið er aðaltækið
til markaðssetningar í dag.
Vestfjarðavefurinn er rekinn
af opinberum aðilum og það
þarf að koma honum til nú-
tímahorfs, hann er gamli tím-
inn“.
– Verður ferðaþjónustan
stóriðja Vestfjarða?
– „Nei“, segja þeir í kór og
Gylfi heldur áfram: „Stóriðja
Vestfjarða eru öll litlu fyrir-
tækin sama í hvaða atvinnu-
grein, þau eru sem eru sveigj-
anleg og eru ekki orkufrek“.
– smari@bb.is
Greipur Gíslason og Gylfi Ólafsson, eigendur fyrirtækisins Ýmislegt smálegt ehf.
Ýmislegt smálegt
25.PM5 5.4.2017, 10:3416