Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.08.2006, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 24.08.2006, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 200612 Sælkerar vikunnar · Dagný Sveinbjörnsdóttir og Heimir Hansson á Ísafirði Kartöflur með taco-fyllingu Sælkerar vikunnar bjóða upp á spennandi rétt með mexíkönsku ívafi; kartöflur með taco-fyllingu. Réttur- inn er tilvalinn þegar bjóða á upp á framandi matreiðslu. Heimir og Dagný mæla með því að rétturinn sé borinn fram með góðu salati. Í eftir- rétt er Súkkulaði pavolova sem er dýrindis kaka fyrir alla sanna sælkera. Þess má geta að Heimir og Dagný hlupu í skarðið fyrir sælkera vikunnar sem gat ekki orðið við áskoruninni í tíma vegna sumarleyfa. Kartöflur með taco-fyllingu 3 stórar bökunarkartöflur 1 msk. bráðið smjör eða smjörlíki ½ kg nautahakk 1 dós niðursoðnir tómatar 1 bréf taco-krydd ½ bolli rifinn ostur Bakið kartöflurnar við 180- 200°C í um það bil 1 klst. eða þar til þær eru orðnar mjúkar. Látið kólna aðeins og skerið síðan í tvennt og skafið innan úr þeim þannig að þunn skel (1/2 – 1 cm) verði eftir. Penslið kartöfluskeljarnar með smjör- inu að innan og utan og svo setjið aftur inn í ofninn í um 20 mín. Á meðan kartöflurnar bakast í seinna skiptið er hakkið steikt á pönnu. Skerið tómatana smátt og bætið út í hakkið ásamt tómatvökvanum úr dósinni og taco-kryddinu. Látið malla í um 20 mín. Setjið síðan hakkið í kartöfluskelj- arnar, stráið rifnum osti yfir og bakað í 5-10 mín. eða þar til osturinn hefur bráðnað. Súkkulaði pavolova 4 eggjahvítur 2 ½ dl sykur 1 tsk. maísmjöl 1 tsk. vanilludropar 60 g saxað súkkulaði 2 ½ dl þeyttur rjómi 3 bollar jarðarber, bláber eða önnur ber Stífþeytið eggjahvíturnar. Þeytið sykurinn saman við, u.þ.b. 2 matskeiðar í einu, og síðan maísmjölið og vanillu- droparnir. Blandið loks súkkulaðinu varlega í. Setjið blönduna á bökunarpappír og smyrjið í hring sem er u.þ.b. 20 cm í þvermál. Búið til dæld í kökuna, um það bil 12 cm í þvermál og látið brúnirnar vera um 2,5 cm háar. Bakið við 140-150°C í miðjum ofni í um það bil 1 klst. Kakan á að vera stökk að utan en mjúk inn í. Látið kólna í ofninum í um 1 klst. Skálin/dældin í kök- unni fyllt með þeyttum rjóma og svo berjum. Við ætlum svo að skora á Matthildi Guðmundsdóttur og Viggó Bjarnason í Bol- ungarvík. Aðsókn á sýningar fyrir- tækisins Ýmislegt smálegt á Ísafirði jókst í sumar, en síðasta sýningin fór fram á mánudagskvöld. Að sögn Gylfa Ólafssonar annars eiganda fyrirtækisins hefur sumarið gengið afar vel og sýningarnar betur sóttar heldur en í fyrra. Þetta er annað árið sem Ýmislegt smá- legt hefur boðið ferðafólki upp á afþreyingu af ýmsu tagi undir nafninu „An Evening in Ísafjörður“. Boðið var upp á ljósmynda- sýningu og fyrirlestur sem ber yfirskriftina „Photos and Facts“ og kvikmyndasýningar á myndunum Nóa Albínóa og Börnum Náttúrunnar undir nafninu „On Location“, sem vísar til þess að mynd- irnar voru teknar upp á norðanverðum Vestfjörð- um. Ýmislegt smálegt bauð einnig í samstarfi við Kóme- díuleikhúsið upp á enska útgáfu leiksýningarinnar um Gísla Súrsson. Gott gengi hjá Ýmislegu smálegu Framkvæmdir við Sig- mundarhúsið svokallaða á Þingeyri eru hafnar. Wouter Van Hoeymissen, belgískur maður, sem búsettur hefur verið á Þingeyri að undan- förnu, keypti húsið sem stend- ur við Fjarðargötu, en það er einnig þekkt sem Simbahöll. Wouter hefur hug á að koma upp eins konar menningar- húsi, þar sem verði kaffisala og ýmis önnur starfsemi; kvik- myndasýningar, tónleikar, ljóðalestur og matsala. „Fólk sem heimsækir Þing- eyri þarf að hafa þægilegan stað með fjölmenningarlegu yfirbragði þar sem hægt er að drekka kaffi, þiggja veitingar og fá upplýsingar um bæinn, íbúa hans og það sem um- hverfið hefur upp á að bjóða“, sagði Wouter í bréfi til bæjar- stjóra Ísafjarðarbæjar, þar sem hann falaðist eftir húsinu. Húsið er áberandi í bæjar- mynd Þingeyrar, enda er það stórt og glæsilegt þó það sé illa farið. Sigmundur Jónsson, kaupmaður, reisti þetta glæsi- lega hús 1916 og rak þar lengi fjölbreytta verslun. Á síðari árum hefur húsið verið í nið- urníðslu, enda mannlaust lengi. Fyrirhugað er að endur- bætur á húsinu verði gífur- legar. Wouter vill færa húsið fjær götunni og byggja nýjan grunn sem helst á að vera tvö- falt lengri en sá sem nú er svo hægt verði að byggja sólpall. Þá vill hann setja stóra glugga á bakhlið hússins og hurð út á sólpallinn. Wouter gerir ráð fyrir að 18 til 20 mánuði taki að byggja nýjan grunn og flytja húsið, laga útveggi þess, þak og einangrun. Þá gerir hann ráð fyrir þremur árum til viðbótar til að ljúka fram- kvæmdum að innan. Búið er að reisa mikla vinnupalla utan á Sigmundar- húsið, en þess má geta að þar kemur Sigmundur Þórðarson, húsasmíðameistari og barna- barn Sigmundar kaupmanns við sögu. – thelma@bb.is Endurbætur hafnar á Sig- mundarhúsi á Þingeyri Tryggvi Guðmundsson, Móholti 7 á Ísafirði skrifar Opið bréf til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar Frá því um miðjan júlí hefur sumarið loks látið sjá sig á Vestfjörðum. Hér á Ísafirði höfum við upplifað sumar- daga eins og við viljum sjá þá og geymum alltaf í minning- unni frá liðnum tíma, spegil- sléttan Pollinn þar sem æðar- fuglinn syndir letilega með- fram ströndinni og skilur eftir sig langa straumrák. Þessum fallegu logndögum fylgir mjög svo hvimleitt ástand í bænum. Frá sorpeyðingarstöðinni í Engidal hrannast upp blá mengunarský sem liðast um fjallshlíðarnar eins og dala- læða á mildum haustdögum. Ólíkt dalalæðunni bera þessi mengunarský með sér ódaun sem leggur yfir byggðina þeg- ar verst tekst til. Þetta ástand hefur verið afsakað með skorti á pokasýjum í stöðinni, en bæjarbúar hafa upplifað þessa mengun á logndögum frá því að stöðin var tekin í rekstur þótt ástandið hafi sjaldan verið verra en nú á einum af þessum fallegu dögum þegar þetta bréf er skrifað. Á sínum tíma var sorpeyð- ingarstöðin keypt og henni valinn staður í barnslegri tiltrú þáverandi bæjarstjórnarmanna á auglýsingaskrum söluaðila um fullkominn hreinsibúnað. Minnir mig að einhver bæjar- fulltrúinn hafi verið reiðubú- inn að sofa í skorsteininum, svo hreinn átti útblásturinn að vera. Helst voru bæjarstjórn- armenn á því að stöðin ætti að vera niður í Suðurtanga eða rétt ofan byggðar í Holta- hverfi. Eftir kröftug mótmæli bæjarbúa, sem vildu flestir að sorpeyðingarstöðin væri stað- sett út í Seljadal, varð úr að setja hana niður á núverandi stað. Þessi staðsetning var jafnvel ennþá vitlausari hinar fyrri hugmyndir þar sem stað- setning var ennþá við bæjar- dyrnar, auk þess sem stöðinni var með mikilli nákvæmni valinn staður á mesta snjó- flóðahættusvæði í Engidal. Nú er svo komið að Ísa- fjörður er ekki lengur aug- lýstur né þekktur sem fiskibær með fjölda fiskverkunarhúsa og mjölverksmiðja. Verið er að auglýsa bæinn sem vist- vænan og hreinan bæ með að- dráttarafl fyrir ferðamenn. Hefur margt áunnist og verið vel gert í þeim efnum. Um leið og við höldum uppi þessari ímynd af bænum horfa ferða- menn út um gluggann á hótel- inu á svarblátt mengunarský yfir bænum líkt og sést sum- staðar erlendis í óhrjálegum verksmiðuborgum og finna óþverralykt þegar þeir fá sér göngutúr upp í grasigróna hlíð. Er ekki kominn tími til að Þingeyri. sveitarstjórnarmanni í hug að staðsetja sorpeyðingastöð ör- stutt frá þéttbýli í lognsælum og þröngum firði. Það er mik- ill kostnaður fólginn í að flytja stöðina á skynsamlegri stað en getur fjárhagslegt tap okkar ekki orðið ennþá meira ef við stingum höfðinu í sandinn og gerum ekkert í málinu næsta áratuginn. Með því sköðum við óbætanlega ímynd bæjar- ins fyrir nú utan þau óþægindi sem við sjálf verðum fyrir af sjón- og lyktarmengun. Til að eitthvað verði gert í þessum málum þurfa bæjar- búar að láta heyra í sér því ég veit að ég er ekki sá eini sem ofbýður þetta ástand í bænum. – Tryggvi Guðmundsson, Móholti 7, Ísafirði. horfast í augu við þá staðreynd að staðsetning sorpeyðingar- stöðvarinnar var og er tíma- skekkja. Í dag dytti engum Tryggvi Guðmundsson. Blaðamaður Blaðamaður óskast til starfa á Bæjarins besta og bb.is frá og með mánaðarmótum ágúst/september. Viðkomandi þarf að hafa góða íslensku kunnáttu, geta unnið sjálf- stætt og hafa góða þekkingu Vestfjörðum. Nánari upplýsingar veitir Sigurjón J. Sig- urðsson í síma 456 4560. Ertu orðin(n) áskrifandi? 34.PM5 5.4.2017, 10:5712

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.