Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.08.2005, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 04.08.2005, Blaðsíða 16
FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 200516 Fjölmenni tók þátt í sandkastalakeppni í Önundarfirði Ríflega fjögur hundruð manns tóku þátt í sand- kastalakeppni sem haldin var í fjörunni við Holt í Önundarfirði á laugardag. Í ár eru tíu ár liðin síðan keppnin var haldin í fyrsta skipti og hefur hún síðan verið árlega haldin á versl- unarmannahelgi. Veður var milt og gott og því voru yngstu keppendurnir nokkuð uppteknir við að vaða og þrátt fyrir góðan búnað má reikna með að margir hafi farið með blauta skó og stígvél að keppni lokinni. Listaverk- in urðu á endanum rúm- lega sjötíu talsins og var dómnefndinni því vandi á höndum. Það var Spari- sjóður Vestfirðinga sem veitti verðlaun fyrir glæsi- legustu og frumlegustu verkin. – hj@bb.is Fjölmenni tók þátt í sandkastalakeppninni sem haldin var í 10. skipti í ár. Ljósmyndir: Páll Önundarson. Það var létt yfir fólki við upphaf keppninnar. Sumir „tóku þátt“ í verkinu.Verkin voru af ýmsum stærðum og gerðum. Þessi fríði hópur bar sigur úr býtum í ár að mati dómnefndar. Öll fjölskyldan sameinaðist við sandkastalagerðina. Bjóða ferðafólki afþrey- ingu sex kvöld vikunnar Fyrirtækið Ýmislegt smá- legt, sem er í eigu þeirra Greips Gíslasonar og Gylfa Ólafssonar á Ísafirði, hefur bryddað upp á þeirri nýjung í sumar að bjóða ferðafólki upp á afþreyingu sex kvöld vikunnar undir nafninu „An Evening in Ísafjörður“. Mán- udags- og fimmtudagskvöld er boðið upp á ljósmynda- sýningu og fyrirlestur sem ber yfirskriftina „Photos and Facts“. Á þriðjudögum og föstu- dögum er boðið upp á bíó með myndunum Nóa Albínóa og Börnum Náttúrunnar undir nafninu „On Location“, sem vísar til þess að myndirnar voru teknar upp á norðanverð- um Vestfjörðum, og á mið- vikudögum og sunnudögum er boðið upp á enska útgáfu leik- sýningarinnar um Gísla Súrs- son. Viðburðirnir fara fram á ensku og eru því fyrst og fremst miðaðir við erlenda gesti en kvikmyndirnar eru með íslensku tali og því kjörið fyrir innlenda ferðamenn að fá annað sjónarhorn á svæðið. Viðburðirnir eiga sér stað í Edinborgarhúsinu. Enn sem komið er segja þeir félagar aðsóknina hafa verið rólega en hún sé þó í samræmi við áætlanir. Þeir hafi farið frekar seint af stað í sumar og viljað ljúka þróunarvinnu áður en farið væri í markaðssetn- ingu af fullum krafti. Frekar sé horft til þess að ná góðri aðsókn næsta sumar eftir vel undirbúna kynningu. Þá er í deiglunni hjá þeim að koma á fót því sem þeir kalla „Ísa- fjörður collection“. Þar er ætl- unin að leiða saman krafta ýmissa smærri aðila og kynna varning, m.a. póst- kort, minjagripi sem þykja bera svæðinu gott vitni, undir einu vörumerki. Greipur og Gylfi kynntu starfsemi sína fyrir fjölmiðlum og ferðaþjónustufólki. 31.PM5 6.4.2017, 09:4316

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.