Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.07.2003, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 30.07.2003, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is ÚTGÁFAN ISSN 1670 - 021X Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður Sími 456 4560, Fax 456 4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is Blaðamenn: Kristinn Hermannsson sími 863 1623 kristinn@bb.is Hálfdán Bjarki Hálfdánsson sími 863 7655 hafldan@bb.is Ritstjóri netútgáfu: Hlynur Þór Magnússon sími 892 2240 hlynur@bb.is Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson sími 894 6125, halldor@bb.is Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson RITSTJÓRNARGREIN Með réttu hugarfari bb.is pú lsi nn fy rir ve sta n Sölustaðir á Ísafirði: Hamraborg, Hafnarstræti 7, sími 456 3166. Flug- barinn, Ísafjarðarflugvelli, sími 456 4772. Bónus, Ljóninu, Skeiði, sími 456 3230. Bókhlaðan, Hafn- arstræti 2, sími 456 3123. Bensínstöðin, Hafnarstræti, sími 456 3574. Samkaup, Hafnarstræti 9-13, sími 456 5460. Krílið, Sindragata 6, sími 456 3556. Lausasöluverð er kr. 250 eintakið m.vsk. Áskriftarverð er kr. 215 eintakið. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Umboðsaðilar BB: Eftirtaldir aðilar sjá um dreifingu á blaðinu á þétt- býlisstöðum utan Ísa- fjarðar: Bolungarvík: Sólveig Sigurðardóttir, Hlíðarstræti 3, sími 456 7305. Súðavík: Sólveig Gísladóttir, Arnarflöt 7, sími 456 4106. Suðureyri: Deborah Anne Ólafsson, Aðalgötu 20, sími 898 6328. Flateyri: Gunnhildur Brynjólfsdóttir, Brimnesvegi 12a, sími 456 7752. Þingeyri: Anna Signý Magnúsdóttir, Hlíðargötu 14, sími 456 8233. Hvernig má það vera að meðal þjóðar sem að eigin mati er í toppsæti í flestum þáttum mannlífs, í samanburði við aðrar þjóðir, skuli nánast allir fyllast skelfingu þegar þeim verður hugsað til umferðarinnar á vegum úti um verslunarmannahelgina? Verslunar- mannahelgin kemur engum á óvart. Hún er á sínum stað á dagatalinu ár eftir ár eins og aðrir dagar, sem þjóðin nýtir til að gera sér dagamun með mismunandi hætti. Hvers vegna grípur þessi ótti þá um sig? Hvers vegna fyllast foreldrar unglinga á ,,útisamkomualdri“ kvíða? Er það bitur reynsla undanfarinna ára, sem veldur því að viðvörunarbjöllur glymja í hverju horni fyrir helgina, sem trjónar í efsta sæti, hvort heldur um er að ræða umferð, slys eða miður fallegar nafngiftir, sem tengjast hegðan fólks þessa daga í gegnum árin. Víst er að hugarfarið ,,það kemur ekkert fyrir mig“ verður æ meira og meira áberandi í umferðinni. Ef til vill finnst mörgum sem svo, að sérhver ökumaður ráði eigin ör- lögum. Hvað sem afstöðunni til þess viðhorfs líður er ljóst, að það hefur enginn leyfi til að leika sér að lífi annarra. Bílar á vegum úti eru ekki leikföng líkt og í tölvuleik þar sem alltaf er hægt að byrja upp á nýtt þegar búið er að klessa. Prófskírteinið eitt og sér segir ekkert til um hæfni ökumanns. Þótt ekki sé til eftirbreytni vitnar sérkennileg uppákoma liðlega sjötugs ,,ökuþórs“ í Kaupmannahöfn nýverið þar um! Þeim fjölgar sem láta lögin um notkun síma undir stýri, án tiltekins búnaðar, lönd og leið. Ljótt að heyra að atvinnubílstjórar séu þar fremstir í flokki. ,,Ég slepp örugglega“ viðhorfið virðist inn- byggt í fjölda íslenskra ökumanna. Símanotkun og hraðakstur bera því vitni. Enn eitt áhyggjuefnið er gífurleg aukning bíla með tjaldvagna og hjólhýsi í eftirdragi. Það verður að segjast eins og er að stór hluti þeirra, sem þarna eru á ferð, eru ekki í stakk búnir til að takast á við verkefnið. Mörgu er ábótavant: Bifreiðin oft of lítil, búnaður hennar og eða aftaní vagnsins ekki í samræmi við lög, ekillinn ekki vandanum vaxinn. Að ógleymdu mismunandi ástandi vega, sem trekk í trekk kemur ökumönnum í opna skjöldu. Þegar allt þetta fer saman er ekki von á góðu. Fleiri en nokkru sinni áður leggja nú leið sína til Ísafjarðar í tengslum við unglingamót UMFÍ. Bæjarins besta fagnar komu þeirra og býður alla velkomna til Vestfjarða. Megi allt það fólk sem hingað kemur eiga hér góða daga og farsæla heimför að dvöl lokinni. Höldum út á þjóðveginn með jákvæðu hugarfari og umburðarlyndi og það eina markmið að leiðarljósi, að koma aftur heim, heil á húfi. s.h. Mikill viðbúnaður verslana vegna unglingalandsmóts UMFÍ Verslanir opnar fram á nótt Búist er við því að lager vínbúðarinnar á Ísafirði verði þre- eða fjórfaldaður fyrir komandi helgi, en eins og margsagt hefur verið frá hér á vefnum er búist við miklum fjölda gesta á unglingalands- mót UMFÍ. „Við erum búin að spá í þetta síðustu vikuna eða svo. Við vitum að það var 100% aukning í sölu á Stykkishólmi í fyrra og við erum að reyna að komast yfir frekari upplýs- ingar. Við höfum ekki alveg frjálsar hendur með lagerinn en reynum að auka við okkur, sérstaklega í bjór og léttvíni í kassaumbúðum, svokölluðu útileguvíni“, segir Sigríður Bragadóttir, verslunarstjóri í vínbúðinni á Ísafirði. Aðspurð segir hún starfsmenn versl- unarinnar engu ráða um opn- unartíma og verður hann óbreyttur. Vínbúðin er langt í frá eina verslunin á Ísafirði sem hefur viðbúnað vegna helgarinnar. „Við verðum tilbúnir“, segir Gísli Úlfarsson, framkvæmda- stjóri Hamraborgar. „Við vöknum fyrir allar aldir og opnum klukkan sjö á morgn- ana og lokum ekki fyrr en kl. eitt um nóttu. Við stækkum lagerinn og sjáum til þess að menn hafi nóg að borða og drekka. Við lofum því að allir fari saddir og sælir frá okkur.“ Í Samkaupum eru gerðar svipaðar ráðstafanir. „Við lengjum opnunartímann og höfum opið frá níu að morgni fram til miðnættis frá fimmtu- degi fram á sunnudag. Þá stækkum við lagerinn og bæt- um sérstaklega við alla fersk- vöru“, segir Haukur Bene- diktsson í Samkaupum. Vigur í Ísafjarðardjúpi Lundaveið- in gengur vel Lundaveiðin gengur vel hjá bændunum á félagsbú- inu í Vigur í Ísafjarðardjúpi. Salvar Baldursson segir veiðitímann vera um 4 til 5 vikur og yfirleitt gangi best í lok júlí. „Annars fer þetta allt eftir veðri, maður verður að hafa einhvern vind til að veiða hann“, segir Salvar en lund- inn er háfaður á flugi. Lund- inn yfirgefur eyjuna í ágúst og sést ekki aftur fyrr en í lok apríl. Hann telur fjölda fugla í eyjunni svipaðan og verið hefur. Stofninn í Vigur sé stór og viðgangur hans góður eins og víðast hvar. „Það er nóg af þessu, lund- inn er allavega ekki í neinni útrýmingarhættu eins og sagt er með rjúpuna“, segir Salvar. Félagsbúið selur töluvert af lunda. „Það eru bæði ein- staklingar, mötuneyti og verslanir sem kaupa af okk- ur. Þetta er gott og fitulaust kjöt. Hann er til sölu í Sam- kaup á Ísafirði en það er líka mikið um að einstakl- ingar alls staðar af landinu panti hjá okkur lunda“, sagði Salvar. kristinn@bb.is Frá Vigur. Vestfjarðamót Shell og UMFB í knattspyrnu Á þriðja hundrað kepp- endur mættu til leiks Um 220 keppendur léku ríf- lega 60 knattspyrnuleiki á ár- legu Vestfjarðamóti Shell og UMFB sem haldið var í Bol- ungarvík, í blíðskaparveðri á laugardag. Mótið er fyrir 3. til 7. flokk karla og kvenna en í þeim flokkum leika ungmenni 15 ára og yngri. Sólveig Sigurðardóttir, for- maður foreldrafélags yngri flokka knattspyrnu hjá UM- FB, segir keppendur hafa komið frá Ísafirði, Bolungar- vík, Tálknafirði og Blönduósi en að auki hafi HK í Kópavogi sent eitt lið til keppni. „Þetta var alveg meiriháttar. Í fyrra var grenjandi rigning en nú mætti fólk með sólstóla á völl- inn og lá í sólbaði“, segir Sól- veig. Mótinu lauk með grill- veislu þar sem öllum á fót- boltasvæðinu var boðið. Einn- ig var þátttakendum boðið frítt í sundlaugina sem var opin til kl. 20 um kvöldið. „Við vorum hrædd um að missa þátttöku að þessu sinni út af Unglingalandsmóti UM- FÍ en sú varð ekki raunin. T.d. ætlar hópurinn frá Blöndusi að vera á ferðalagi um Vestfirði í vikunni og mæta svo aftur á landsmótið um næstu helgi. Það var ekki annað að heyra en fólk væri ánægt með dag- inn. HK-menn stefna t.d. á að senda stærri hóp næst“, sagði Sólveig Sigurðardóttir í sam- tali við blaðið. kristinn@bb.is Fulltrúar heimamanna í UMFB. Mynd: Þorsteinn J. Tómasson. 30.PM5 18.4.2017, 11:292

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.