Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.02.2002, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 06.02.2002, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 11 Á laugardag mátti víða sjá fólk með skóflu í hönd við að losa bíla sína. Jeppamenn kættust aftur á móti yfir snjónum og leituðu uppi stærstu skaflana. Víða var illfært og jafnvel ófært innanbæjar á Ísafirði. Myndin er tekin á Urðarvegi. Fyrsta alvöru vetrarlægðin kynnti sig um helgina Sjúkraflutningamenn stóðu í ströngu í óveðri og ófærð Enn er víða ófærð innan- bæjar á Ísafirði og í nágranna- byggðarlögunum þegar þetta er skrifað á mánudegi. Sam- kvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni voru allir aðalvegir á Vestfjörðum orðnir færir á mánudag en víða var mikil hálka. Leiðin yfir Eyrarfjall í Ísafjarðardjúpi var þó ófær sem og Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Að sögn lögreglunnar á Ísa- firði er ekki vitað um neina sérstök óhöpp vegna veður- ofsans um síðustu helgi og virðist sem fólk hafi að mestu haldið sig heima á meðan óveðrið gekk yfir. Mikið ann- ríki var hins vegar hjá lögregl- unni við að veita upplýsingar um veður og færð og eins við að koma upplýsingum til björgunarsveitarmanna sem aðstoðuðu fólk í ófærð og þá sem þurftu nauðsynlega að komast til og frá vinnu s.s. starfsfólk Heilbrigðisstofnun- ar Ísafjarðarbæjar, Bræðra- tungu og Dvalarheimilisins Hlífar. Þá var talsverður erill í sjúkraflutningum og áttu sjúkraflutningsmenn í tals- verðum erfiðleikum að kom- ast leiðar sinnar í óveðrinu. Þurfti m.a. að kalla út tvo jeppa til að fylgja sjúkrabíln- um í útkall á Flateyri síðdegis á laugardag. Miklar rafmagnstruflanir urðu á Vestfjörðum aðfaranótt laugardags og fram eftir degi. Stöfuðu þær af bilun í Vestur- línu og vegna bilunar í streng milli aðveitustöðvar á Ísafirði og spennistöðvar á Stakka- nesi. Eðlilegt ástand var kom- ið á síðdegis á laugardag ef frá er talinn Árneshreppur en þar komst rafmagn ekki á fyrr en á sunnudagskvöld. Ljós- myndari blaðsins var á ferð um Ísafjörð á laugardag og á sunnudag og tók þá meðfylgj- andi myndir. Sjúkrabifreið að reyna að komast í gegnum snjóskafl á leið í útkall aðfaranótt laugardags. Maður og hundur á leið um Austurvöll á Ísafirði í óveðrinu á laugardag. Þrátt fyrir blindbyl létu ökumenn þessara bíla ekkert stoppa sig við að ræða málin. Mikil ófærð var á Silfurtorgi á Ísafirði eins og sjá má.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.