Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.05.2001, Qupperneq 9

Bæjarins besta - 30.05.2001, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001 9 landamæri og keðjurnar sem áður voru kannski til í 2-3 löndum eru nú tengdar eignar- lega í 20-30 löndum og ná yfir nokkrar heimsálfur Verslunarkeðjurnar vilja síðan eiga sín viðskipti við stóra dreifingaraðila með mik- ið vöruúrval. Það er því af- skaplega mikilvægt fyrir okk- ur að ná samningum við dreif- ingaraðila sem verslunarkeðj- urnar vilja skipta við. Við höf- um því raunverulega ekkert val, við hreinlega verðum að líta stórt á okkur og bera höf- uðið hátt.“ Með forskot í veisluþjónustunni „Við komumst nýverið í samband við alþjóðlegan dreifingaraðila í Þýskalandi sem heitir Langenbach en hann þjónar veitingahúsum og allskonar veitingarekstri um alla Evrópu, þar á meðal flug- eldhúsum. Undir vörumerki Langenbach er framleiddur mikill fjöldi tilbúinna vand- aðra rétta fyrir veitingarekstur. Þar á bæ eru menn mjög hrifn- ir af sushíinu og telja að það henti meðal annars mjög vel í það sem kallað er „event cat- ering“, stórveislur eða kok- teilpartí. Þar eru menn kannski að taka á móti nokkur hundruð manns og vita oft ekki með miklum fyrirvara hvort gestir- nir verða þrjúhundruð eða sex- hundruð. Þarna höfum við forskot á ferska sushíið. Það er engin leið að búa til sushí ofan í nokkur hundruð manns með nokkurra klukkustunda fyrir- vara. Hins vegar tekur ekki nema þrjá tíma að þíða okkar frosna sushi.“ Einn vondur biti eyðileggur mikið „Við höfum heyrt að nokkr- ir sushistaðir ytra noti okkar sushi með því sem búið er til á staðnum. Þá nota kokkarnir okkar vöru sem ákveðinn grunn og einbeita sér að því að búa til framandi sushi-rétti. Þetta eru ein bestu meðmæli sem ég hef heyrt.“ – Framleiðslan hlýtur þá að ganga vel fyrst sushíið er gott? „Að mínu mati erum við búnir að ná mjög góðum tök- um á framleiðslunni. Vissu- lega voru ýmsir barnasjúk- dómar á þessu í upphafi, en okkur hefur hægt og rólega tekist að sníða af flesta van- kanta. Það sem mestu skiptir í þessu er að halda jöfnum gæðum. Menn setja sér ein- hver gæðamörk sem verður að halda, alltaf! Það er svo sem ágætt ef hluti framleiðsl- unnar fer yfir þessi gæðamörk, en hún má aldrei fara niður fyrir mörkin. Það má bara ekki gerast. Einn vondur sushíbiti getur eyðilagt ótrúlega mikið, neytendur sætta sig einfald- lega ekki við svoleiðis.“ Hrífandi og fjölsóttir söngtónleikar í Ísafjarðarkirkju sl. föstudagskvöld Fimm einsöngvarar með tveimur kórum Frá tónleikunum í Ísafjarðarkirkju. Um tvö hundruð manns komu á sameiginlega tón- leika Kvennakórs Bolung- arvíkur og Sunnukórs Ísa- fjarðar sem haldnir voru í Ísafjarðarkirkju á föstu- dagskvöld. Tónleikarnir stóðu yfir um tvær klukku- stundir og byrjuðu á sam- eiginlegu lagi allra kven- raddanna. Þær sungu Ég bið að heilsa eftir Inga T. Lár- usson, sem var mjög kröft- ugt og skemmtileg byrjun á mjög vel heppnuðum tón- leikum. Næst söng Kvenna- kór Bolungarvíkur sína dagskrá sem var mjög hressileg og fjörug. Í negra- sálminum All my trials söng Margrét Lilja Pétursdóttir ein- söng og var mál manna að flutningurinn hefði verið fall- egur og hrífandi. Dagskrá kvennakórsins lauk svo með syrpu sem var ótrúlega fjörug og höfðu þær greinilega mjög gaman af flutningnum og það hafði áhrif á allan salinn sem var farinn að dilla sér með. Þær tóku einnig mjög kröftugt aukalag og voru klappaðar út af sviðinu. Eftir hlé tók Sunnukórinn við sviðinu. Hann byrjaði á íslensku þjóðlagi sem var skemmtilegur leikur karl- og kvenraddanna og lofaði byrj- unin mjög góðu. Því næst sungu þau lagið Ítalskt salat sem óhætt er að segja að hafi verið hápunktur kvöldsins þar sem Sunnukórinn sýndi og sannaði að hann er einn af fremstu blönduðu kórum landsins. Þar komu fram ein- söngvararnir Ragnheiður Halldórsdóttir, Freygerður Ólafsdóttir, Björn Birkisson og Esra Esrason. Þau sýndu kraftmikla framkomu og minnti allt helst á ítalska óperu, svo mikið var fjörið og krafturinn. Af síðustu þremur lögum Sunnukórsins stóð eitt lag upp úr og var það Sumarvals eftir Toots Thielemans en í því var mjög skemmtileg tilfinning og minnti helst á tímabil The Great Gatsby eða bara Mary Poppins því að í hluta lagsins blístrar kórinn laglínuna sem skapaði skemmtilega stemm- ningu ásamt undirleik hljóm- sveitarinnar, Baldurs Geir- mundssonar, Karls Geir- mundssonar og Samúels Ein- arssonar. Sameiginlegur kór Kvenna- kórs Bolungarvíkur og Sunnukórs steig svo fram eftir að Sunnukórinn hafði tekið aukalag. Þeir sungu saman tvö hugljúf lög auk mjög fjörugs aukalags þar sem krafturinn skein í gegn og var frábær endir á frá- bærum tónleikum. – Albertína Elíasdóttir. 47-módelið dreifist víða Fólk úr árgangi 1947 hitt- ist á Ísafirði um síðustu helgi í tilefni af 40 ára ferm- ingarafmæli. Alls mættu 46 en flestir þeirra eru nú bú- settir utan Vestfjarða. Á föstudegi voru fermingar- börnin í Tjöruhúsinu þar sem gefinn var út geisla- diskur og minningabók. Á laugardagsmorgni var gamli barnaskólinn skoðað- ur. Þaðan var farið í Gamla apótekið og síðan í Gamla bakaríið. Blómsveigur var lagður á leiði látinna skóla- systkina og síðan farið í fjallgöngu fyrir ofan Urðar- veg. Fermingarbörnin fóru svo til Flateyrar. Á leiðinni skoðuðu þau fossinn í Vest- fjarðagöngum og komu við í kirkjunni á Holti. Um kvöldið hittust þau svo á Hótel Ísafirði, átu þar sam- an, drukku og dönsuðu. Fremsta röð frá vinstri: Kristjana Sigurðardóttir, Ingibjörg Sigurlaugsdóttir, Arndís Finnbogadóttir, Ásdís Magnúsdóttir, Júlíana Pálsdóttir, Erna S. Hákonardóttir, Kolbrún Sveinbjarnardóttir, Bjarni Jónsson, Gunnar Bjarnason og Ásgeir Erling Gunnarsson. Miðröð frá vinstri: Oddný Guðmundsdóttir, Þorgerður M. Kristjánsdóttir, Ásbjörg Emanúelsdóttir, Þórdís Guðmundsdóttir, Rannveig Hestnes, Rannveig Sigurðardóttir og Sigrún Gunnarsdóttir. Aftasta röð frá vinstri: Önundur Jónsson, Ásgeir Halldórsson, Björn Gunnarsson, Svavar Cesar Kristmundsson, Frímann A. Sturluson, Birgir Úlfsson, Ólína Halldórsdóttir, Magnús Guðmundsson, Ómar Ellertsson, Sigríður B. Ásgeirsdóttir, Stefán Finns- son, Guðni Geir Jóhannesson, Ólöf Veturliðadóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir, Bergmann Ólafsson, Stefán Dan Óskarsson, Hrafnhildur Samúelsdóttir, Árni Sörensen, Helga Sveinbjarnadóttir og Þórarinn Gíslason. 20 ára ferm- ingarafmæli Þau sem fermdust á Ísa- firði fyrir 20 árum komu saman nú um helgina. Fólk- ið hittist á Silfurtorgi síð- degis á föstudaginn og fór sjóleiðina inn í Reykjanes. Þar var farið í sund og keppt í handbolta, stelpur á móti strákum. Að vísu voru strákarnir ívið færri en stelpurnar. Þegar komið var til baka var étið, drukkið og dansað á kaffistofu Pólsins og munu þeir lífseigustu hafa farið að sofa klukkan 6 um morguninn. Fimm klukkustundum síðar var hist í morgunverði heima hjá einu fermingar- barnanna. Klukkan eitt var farið í sund á Flateyri og haldin sandkastalakeppni í Holti í Önundarfirði. Á leið- inni til baka var haldið partí í Vestfjarðagöngum. Sumir lögðu sig þegar til Ísafjarðar var komið, en aðrir héldu ótrauðir áfram skemmtana- haldi. Fermingarbörnin hittust svo í Sjallanum um kvöld- ið í mat og dans. Efsta röð frá vinstri: Kristjana Ósk Samúelsdóttir, Sylvía Sigurðardóttir, Júlíana Ernisdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Gyða Jónsdóttir. Næstefsta frá vinstri: Guðrún Baldursdóttir, Halla V. Haraldsdóttir, Stella Hjaltadóttir, Málfríður Hjaltadóttir, Halla B. Reynisdóttir, Ásthildur Gestsdóttir, Sigríður Á. Kjartansdóttir, Ingibjörg M. Guðmundsdóttir. Næstfremsta röð frá vinstri: Brynhildur Gunnarsdóttir, Sigríður Jakobsdóttir, Friðgerður Ómarsdóttir, Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, Sigríður L. Gunnlaugsdóttir, Arnar Árnason, Halldór Magnússon. Fremsta röð: Jakob Tryggvason, Oddur Bjarnason, Védís Guðjónsdóttir, Rannveig Jóna Hallsdóttir, Aðalsteinn Elíasson, Kristján Andri Guðjónsson.Ertu orðin(n) áskrifandi? 22.PM5 19.4.2017, 09:329

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.