Blik - 01.12.1941, Blaðsíða 4
18
B L I K
Gudný Sigurmundardóttir:
SARA VANN VCRÐLAIJNIN
(Jólasaga)
Pað er Þorláksmessukvöld. Á
veginum, sem liggur í áttina til
StraumVíkiurþorps, er lítil stúlka á
gangi. Oöngufa:gið er þunglama-
legt og yfir henni hvílir svo mikil
alvara, að það er eins og allar
hcimsins sorgir séu samansafnaðar
á þessar veiku herðar.
Sara hafði fyrir löngu síðan
misst bæði föður sinn og móður.
Engin systkini átti hún.
Fátæk, heimilislaus og munaðar-
laus, stóð hún uppji í heiminum.
Hinar bj*Jrtu sumarnætur hafði .
mosinn í íslenzku högunum oft'
verið hvíla hennar. Á veturna leit—
aði hún skjóls hjá góðu fólki eða
í fjárhúsi. Þær nætur voru hinar
beztu, fannst Söru. Hún lagðist
niður við hlið einhverrar kindarinn
ar og ylurinn streymdi um hana.
Áður fyr, þegar þetta gerðist,
var ekki mikið fengizt umf hina
svonefndu flakkara.
Þeir urðu að bjargast eftir beztu
getu eða svelta heilU hungri.
Þetta kvöld vissi Sara ekki, hvar
hún átti höfði sínu að að halla.
Og aðeins eitt kvöld til jóla.
Enginn, sem hún mætti, veitti
henni minnstu athygli. Allir höfðu
nóg með sitt.
Örmagna af þreytu og hungri
hné hún niður í snjóskafl.
Öðruvísi var það meðan mamma
lifði. Þá átti hún hlýtt rúm og
fékk nógan mat.
Við þessar endurminningar ýfð-
ust upp ógróin sár. Tárin tókuað
strevma. Hún grét og grét eins
og munaðarleysingi einn getur
grátið. Það er svo óendanlega mik-
ill sársauki í þeim gráti.
Eftir veginum kemur kona gang-
andi. Hún er um'það bil að ganga
framhjá, þegar hún heyrir grát
barnsins.
“Hversvegna ertu að gráta, vina
mín?“ spyr hún blíðlega.
“Ó, mamma mín, hversvegna
varðstu að deyja?“ snökti Sara, án
þess að taka eftir hinni vingjarn-
Iegu konu við hlið sér.
Konan lagði hönd sína á höfuð
Söru: “Viltu koma heim með
mér?“
Sara leit forviða upp.
Hún hafði oftast nær mátt sigla
sinn eigin sjó og enginr. sýrrt
henni vinahót.
Hún stóð á fætur og tók i