Bæjarins besta - 22.01.1997, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 5
Póllinn hf., á Ísafirði
Sonurinn í
stól föðursins
Föstudaginn 10. janúar s.l., urðu framkvæmdastjóraskipti
hjá Pólnum hf., á Ísafirði er Sævar Óskarsson, rafiðnfræð-
ingur, settist í stól föður síns Óskars Eggertssonar.
Sævar hefur starfað hjá Pólnum hf., frá árinu 1977, með
hléum vegna náms. Breytingar á framkvæmdastjórn
fyrirtækisins hafa legið í loftinu um nokkurn tíma og komu
fram að beiðni Óskars, eins og segir í frétt frá fyrirtækinu.
Óskar mun áfram starfa við fyrirtækið, en nú sem
skrifstofustjóri.
Í kjölfar þessara breytinga mun á næstu mánuðum verða
gerðar nokkrar skipulagsbreytingar á starfsemi Pólsins,
áherslur skerptar á nokkrum sviðum, en dregið úr öðrum.
Markmið fyrirtækisins mun áfram verða að veita
viðskiptavinum sínum skilvirka og vandaða þjónustu á
samkeppnishæfum verðum.
Nýstofnað fyrirtæki á Suðureyri, Klofningur hf., er um
þessar mundir að hefja starfsemi við þurrkun beina og
fiskhausa. Hefur fyrirtækið í þeim tilgangi keypt húsnæði að
Aðalgötu 59 á Suðureyri.
Hráefnið til vinnslunnar er fengið frá frystihúsum á
svæðinu. Framkvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis er Guðni
A. Einarsson, en hann er jafnframt einn eigenda þess. Átta
eigendur eru að fyrirtækinu og koma sjö þeirra frá
Súgandafirði og Önundarfirði. Nafn fyrirtækisins er dregið
af fornri gönguleið milli framangreindra fjarða. Stjórnar-
formaður Kolfnings hf., er Hinrik Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Kambs hf., á Flateyri.
Suðureyri
Klofningur hefur
beinaþurrkun
Samskip hyggst stofna Flutningamiðstöð Vestfjarða
Samstarfsaðila leitað
Á næstu vikum eða mánuð-
um hyggur Samskip hf. á
stofnun flutningamiðstöðvar á
Vestfjörðum með aðalstöðvar
á Ísafirði. Að sögn Gunnars
Jónssonar, umboðsaðila Sam-
skipa á Ísafirði, verður þetta
svipuð flutningamiðstöð og
Samskip hefur sett upp fyrir
sunnan, norðan og austan og
verður um að ræða flutninga
bæði með bílum og skipum.
Hann segir að þarfir þeirra sem
kaupa flutning séu þess eðlis
að skipaferðir einar og sér dugi
ekki. „Ef menn ætla sér að vera
í þessum flutningabransa þá
verða þeir að geta boðið
fjölbreytta kosti hvað varðar
t.d. tíðni ferða og kostnað.“
Samskip leitar nú að samstarfs-
aðila um landflutningana og
mun hafa átt í viðræðum við
nokkra aðila hér vestra um það
mál. Áætlað er að Flutninga-
miðstöð Vestfjarða á Ísafirði
verði til húsa í svokölluðum
Sultartanga, sem er húseign
Norðurtangans við Sundahöfn,
en Djúpbáturinn hf. er þar einnig
til húsa á efri hæð.
Skipaafgreiðsla Gunnars
Jónssonar, sem hefur verið
með afgreiðsluumboð fyrir
Samskip hf., verður ekki hluti
af hinu nýja fyrirtæki en mun
halda áfram sinni eigin starf-
semi svo sem verið hefur, m.a.
við móttöku erlendra skipa á
Íslandi og fleiru.
Þorrablót Bolvíkinga
Flestir karlar í nýj-
um hátíðarbúningum
N.k. laugardag munu Bolvíkingar halda 52. þorrablót sitt
í félagsheimilinu Víkurbæ. Að sögn Elínbetar Rögnvalds-
dóttur, formanns þorrablótsnefndar, stefnir í að yfir 200
manns muni sækja blótið að þessu sinni. Bolvíkingar halda
fast í hefðir hvað blótið varðar og má í því sambandi nefna
að allar konur skarta íslenskum búningi og að einungis
hjónum og sambýlisfólki er heimilaður aðgangur. Á
þorrablótinu munu um 90 bolvískir karlar klæðast
hátíðarbúningi karla en hann er að sífellt að ávinna sér meiri
sess meðal þjóðarinnar. Elínbet segir konurnar í nefndinni
hafa verið að æfingum nær sleitulaust síðan 2. janúar og að
nú sé allt að smella saman. Ekki vildi hún gefa neitt upp um
atriði sem flutt verða og sagði þau algjört hernaðarleyndarmál
en ef að líkum lætur munu margir fá pillur frá nefndinni og
kannski ekki síst þeir sem voru að einhverju leyti áberandi í
bæjarlífinu á síðasta ári. Hljómsveitin Hjónabandið mun
leika fyrir dansi á þorrablótinu og segir Elínbet að þó nokkrir
hafi skellt sér á námskeið í gömlu dönsunum sem haldið var
í desember, til að vera betur í stakk búnir til dansins.
Sala Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á Ísafirði
Sala á tóbaki minnkaði um
tæpar þrjátíu milljónir króna
Sala á áfengi og tóbaki hjá verslun Á.T.V.R. á Ísafirði, minnk-
aði um rúmar 41,6 milljónir króna milli áranna 1995 og 1996,
samkvæmt útreikningum blaðsins, sem byggðar eru á sölutölum
verslunarinnar. Ástæðuna fyrir söluminnkuninni má að hluta til
rekja til minni neyslu, en stærsta skýringin mun vera sú að
stjórnendur veitingahúsa á svæðinu, kaupa nú stærstan hluta af
áfengi og tóbaki beint frá heildsölum auk þess sem sala í
póstkröfu á suðurfirði Vestfjarða hefur verið hætt á vegum
útsölunnar á Ísafirði. Heildarsala Á.T.V.R. á Ísafirði, nam á
síðasta ári, tæpum 273,8 milljónum króna á móti 315,4 milljónum
króna árið 1995. Samkvæmt upplýsingum blaðsins eru um
fjögur þúsund manns á kjörskrá á útsölusvæði verslunarinnar. Ef
gert er ráð fyrir að 75% þeirra neyti áfengis eða tóbaks, eyðir
hver einstaklingur um 91 þúsund krónum á ári í framangreindar
vörur. Er þá ekki meðtalin sú eyðsla sem á sér stað á vínveitinga-
húsum á svæðinu.
Sala áfengra drykkja nam tæpum 159,3 milljónum króna á
síðasta ári og reyndist sala á áfengum bjór vera 55,9 milljónir af
þeirri fjárhæð. Sala á tóbaki var 114,5 milljónir króna, sem er
söluminnkun upp á 29,8 milljónir króna frá árinu á undan.
Varðandi sölu á tóbaki skal tekið fram að allt tóbak sem selt er
á suðurfirði Vestfjarða, er sent frá Reykjavík í stað Ísafjarðar,
eins og var árið 1995. Vin de Pays í 3 lítra umbúðum var vin-
sælasta rauðvínstegundin og sama tegund seldist einnig mest af
þeim hvítvínstegundum sem í boði voru. Vinsælasta rósavínið
var Blush Chablis, Asti Gancia var vinsælasta freyðivínið,
Hunt´s Exquisite White var vinsælasta portvínið og Bristol
Cream var vinsælasta sherrítegundin. Duke of Clarence var
söluhæsta Madeira vínið, Martini Bianco var söluhæsti
vermútinn, Dubonnet var söluhæsti apertífinn og Camus New
VSOP var söluhæsta koníakið.
Tólf ára Ballantine´s var söluhæsta viskíið, Smirnoff var
söluhæsta vodkategundin, Beefeater var söluhæsta gintegundin
og Bacardi Carta Blanca var söluhæsta rommtegundin. Bailey´s
Original Irish Cream var söluhæsti líkjörinn, Jagermeister var
söluhæsti bitterinn og Cruz Garcia Real Sangria var söluhæsta
messuvínið. Egils Gull í dósum var söluhæsta bjórtegundin, þá
kom Becks í 50 cl dósum og Tuborg í dósum. Half And Half var
söluhæsta reyktóbakið, Winston var söluhæsta vindlingategundin
og Bagatello var söluhæsta vindlategundin, svo dæmi séu tekin.
Nektardansmeyjar á Vagninum
Pabbi myndi drepa mig
Um síðustu helgi
skemmtu tvær ungar
blómarósir gestum á
Vagninum á Flateyri með
erótískum dansi eða
striptease upp á út-
lensku. Stúlkurnar, sem
koma frá Kanada, eru hér
á landi á vegum
skemmtistaðarins Vegas í
Reykjavík, en eigendur
hans ákváðu í samstarfi
við rekstraraðila Vagnsins
að gefa Vestfirðingum
kost á að berja þær
augum. BB var á Vagn-
inum s.l. föstudagskvöld
til að fylgjast með og
athuga menningargildi
þessarar uppákomu, en
miklar umræður hafa
verið um hvort flokka eigi
nektardans sem list eða
klám. Frekar fátt gesta
reyndist vera á staðnum
þegar BB mætti en eitt-
hvað fjölgaði þegar leið á
kvöldið. Eftir að hafa fylgst
með sýningu stúlknanna
var niðurstaðan svo sem
engin, en engu að síður
virtust stúlkurnar mjög
fagmannlegar, liðugar og
ófeimnar við iðju sína.
Vissulega var þarna um
dans að ræða þannig að í
því tilliti væri hægt að
flokka sýninguna sem list
en einnig var um nekt að
ræða og ef nekt er klám,
þá var þetta vissulega
klám því stúlkurnar ber-
háttuðu sig á sviðinu. Eftir
að fyrstu sýningu lauk var
stúlkunum boðið til borðs
og þær teknar tali. Tiffany,
22 ára og Lisa, 20 ára,
sögðust hafa komið til
landsins fyrir viku og að
þær myndu dveljast hér
samtals í einn mánuð.
Tiffany, sem er frá Mont-
real, kvaðst aðspurð hafa
dansað í sex mánuði og
hún ætlað sér einungis að
halda því áfram í aðra sex
mánuði. Hún sagði að sér
væri efst í huga að stofna
fjölskyldu með kærast-
anum sínum. Kærastinn
vill að ég hætti þessu og
ég er líka hrædd við að
pabbi komist að þessu.
Hann er frá Marokkó og
hann myndi drepa mig ef
hann kæmist að þessu en
mamma veit þetta og hún
er jákvæð og segist
myndi slást í hópinn ef
hún væri aðeins yngri.
Tiffany hefur dansað víða
um heim og m.a. í Grikk-
landi þar sem hún segir
að nektardansmeyjum sé
lítil virðing sýnd og þær
séu niðurlægðar á sviðinu.
Karlmenn í Grikklandi fara
jafnvel enn verr með okkur
en konurnar sínar og þess
vegna er ánægjulegt að
koma til Íslands því að hér
hefur okkur verið tekið frá-
bærlega. Allur aðbúnaður
er til fyrirmyndar og allir
koma æðislega vel fram
við okkur. Karlmennirnir
eru reyndar frekar feimnir
og óframfærnir en þeir
sýna okkur kurteisi og
koma fram við okkur af
virðingu.
Lisa er ættuð frá Portú-
gal og sagði að foreldrar
hennar vissu ekki um
þessa atvinnu hennar og
hún vildi ekki að þau
kæmust að þessu. Hún á
einnig kærasta sem hún
hittir reyndar sjaldan
vegna þess að hún er á
sífelldum ferðalögum at-
vinnu sinnar vegna. Hún
sagði kærastann ekki hrif-
inn af hvað hún geri og að
hann vilji að hún hætti.
Stúlkurnar sögðu að
þeirra væri vel gætt á
meðan sýningar stæðu yfir
og t.d. hefði einn dyra-
varða Vegas fylgt þeim
vestur í þeim tilgangi. Þær
sögðu að gestum væri
bannað að snerta sig og
því banni væri framfylgt
af gæslumönnum sínum
en yfirleitt þyrfti ekki að
koma til afskipta þeirra.
Aðspurðar um kaup og
kjör sögðust þær Tiffany
og Lisa hafa frá 300
dollurum á rólegu kvöldi
og upp í 1000 dollara á
kvöldi um helgar. Mynda-
tökur voru stranglega
bannaðar á Vagninum
þetta kvöld en vegna
mikilla persónutöfra
blaðamanns BB gerðu
stúlkurnar undanþágu og
leyfðu að teknar yrðu
nokkrar myndir af þeim
klæddum. Þar með
þakkaði BB fyrir spjallið
og myndirnar og óskaði
stúlkunum ánægjulegrar
dvalar á Íslandi.
Tiffany.
Lisa.