Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.01.1997, Qupperneq 8

Bæjarins besta - 22.01.1997, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 verði einhver frjáls leið fyrir þessa báta enda er núverandi fyrirkomulag hlægilegt, að vera að velta fyrir sér 2-3 þús. tonnum, á meðan 30 þús. tonnum er hent. Ef ég setti sjáfan mig í þessi spor og við skulum segja að ég fengi úthlutað 20 dögum á næsta ári, þá mundi ég nú bara segja bless og hætta að gera ráð fyrir að það væru til stjórvöld í þessu landi.“ En hvað myndi Svein- björn vilja sjá í staðinn? „Ég hefði helst aldrei viljað sjá annað en frjálsar krókaveiðar, kannski með einhverjum tak- mörkunum og þá er ég að tala um reglur varðandi t.d. leyfi- legt magn veiðarfæra, einhver hátíðastopp o.s.frv.“ Vertíðarbátum hefur verið útrýmt En býður ekki þannig kerfi, eins og núverandi kerfi, upp á að menn rói á smá hornum á öllum tímum árs, jafnt vetur, sumar vor og haust? „Auðvitað er þetta stórhættulegt en menn verða að gera sér grein fyrir af hverju þetta gerðist. Kvóta- kerfinu hefur tekist það afrek að útrýma vertíðarbátunum í skjóli kröfunnar um hagræð- ingu. Það er búið að útrýma flota sem dugði okkur til að veiða 400 þús. tonn á ári af steinbít, þorski, ýsu og fleiri tegundum. Um leið og t.d. 100 tonna línubátur er lagður af vegna svonefndrar hagræð- ingar, þá standa eftir 6-8 sjómenn sem vantar vinnu. Þeir hafa ekkert annað val en að ráða sig annað hvort á togarann sem fékk aflaheimildirnar þeirra, eða kaupa sér smábát. Það var ekki pláss fyrir þá alla á togurunum þannig að margir fengu sér smábát. Það er auðvitað ekkert vit í að stunda dagróðra á trillum yfir vetrar- tímann undir því yfirskyni að vera að halda uppi atvinnu í byggðarlögum. Það er samt bara ekkert annað hægt og ef við ætlum okkar að lifa, t.d. heima á Suðureyri, þá verðum við að gera þetta. Auðvitað væri miklu betra ef við gætum verið að róa á einum svona 100 tonna bát og haldið þannig uppi einhverju trukki. Það væri auðvitað miklu vitrænna, en kerfið gerir ekki ráð fyrir þessu.“ Hvati útgerðarinnar var að búa til eignarrétt Hefur Sveinbjörn kannski þá tilfinningu að afnám línu- tvöföldunar hafi verið endan- legt rothögg á línuútgerðina? „Línuveiðar eiga mjög erfitt uppdráttar innan kvótakerfisins vegna þess að rekstrarkostn- aður útgerðar er meiri þar en í mörgum öðrum formum út- gerðar. Ég segi ekki að afnám tvöföldunarinnar hafi verið rothögg en það að hún skuli hafa leitt til svo mikils fram- boðs línubáta strax og búið var að verðgilda þetta sem eign, segir mér að hvati útgerðar- innar hafi ekki verið hagkvæm útgerð, heldur væntingar um eignarhlut í veiðirétti. Það að þessir bátar skyldu unnvörpum vera auglýstir til sölu eftir að kvótinn kom á, segir mér einfaldlega að forsendur þess- ara útgerða hafi ekki verið að halda uppi atvinnu og veiða fisk, heldur að búa til eignar- rétt.“ Kvótakerfið mun hrynja verði það ekki afnumið Hvað með framtíðina, er hægt að snúa við? Heldur Sveinbjörn að hægt sé að afnema kvótakerfið? „Ef kvótakerfið verður ekki afnum- ið, þá mun það hrynja og því get ég lofað. Maður fær á til- finninguna, t.d. með því að hlusta á sjávarútvegsráðherra, að menn séu sífellt að leita að plástrum. Eðli kerfisins, þessi samruna sjúkdómur og trúar- boðskapur ráðamanna, kallar á stærri einingar og sameiningu. Allir heilvita menn, aðrir en Íslendingar sem ekki er búið að eyðileggja alla stærðfræði- kunnáttu hjá, vita að forsenda náttúruvals, því þetta er ekkert annað en náttúruval fyrirtækja þegar sá hæfari á alltaf að stækka og útrýma hinum óhæf- ari, byggist á frjósemi. Þetta þýðir að menn geta ekki haldið áfram að sameina og stækka endalaust ef ekki verða til nein ný fyrirtæki vegna þess, að þegar búið er að eyða þessum minnsta þá verður sá næst- minnsti minnstur og svo koll af kolli. Í þessu kerfi er þess vegna fólgið hrun, og eignar- haldskerfi, sem hefur slíkt uppsöfnunargildi og er boðað af ráðamönnum sem lausn, er ekki hagræðingarkerfi heldur sjúkdómur sem lýsir sér eins og krabbamein. Þetta er upp- dráttarsýki sem á sér stað vegna þess að þetta er ófrjósamt kerfi og hlýtur óhjákvæmilega að hrynja. Leikvangurinn stækkaður Lausn manna eins og Þor- steins Más, hjá Samherja og t.d. forsvarsmanna Granda, hefur ekki verið að átta sig á sjúkdómi kerfisins heldur hafa þeir verið hægt og rólega að undirbyggja það að þeir geti stækkað leikvanginn. Þeir eru búnir að tryggja fyrirtæki sín yfir og kringum alla gengis- múra. Ætli Þorsteinn Már eigi ekki ítök í Þýskalandi, Færeyj- um og Bretlandi og hann getur líklega ráðið því í framtíðinni hvar hann fjárfestir og hvar hann lætur hagnað og tap koma fram. Hann er sem sagt búinn að losa sig undan áhrifum gengisskráningar á Íslandi. Þetta þýðir að leikurinn getur haldið áfram löngu eftir að Íslendingar eru búnir að missa allar sínar veiðiheimildir. Kvótakerfið lifir ekki án endur- nýjunar og til þess að hún geti átt sér stað þá verður verðgildi í kerfinu að fara niður í það sem eðlilegt getur talist, þ.e. að það kosti svipað að kaupa báta og smíða þá. Ég er ekki að tala um frjálsar veiðar en tel þó að frjálsar veiðar hefðu verið betri kostur en kerfið sem var tekið upp vegna þess að þá hefði náttúran stýrt okkur. Ef við hefðum ofveitt þá hefðu umsvifamestu og fjárfestinga- sjúkustu fyrirtækin farið á hausin og við værum löngu búnir að byggja allt upp aftur, bæði atvinnulíf og fiskistofna. Krafa mín er sú að ef þessir menn ætla að stjórna þá verða þeir að stýra því sem þeir þykjast ætla að stýra, þ.e. veiðunum. Það þýðir að skil- greina þarf fyrst ákveðna þætti sem eru annars vegar líffræði- legir þættir og hins vegar mannréttinda- og þjóðfélags- legir þættir. Síðan er búin til almenn stýring sem fylgt getur þessum markmiðum.“ Blómleg byggð á Vestfjörðum? Þegar Sveinbjörn er inntur álits á framtíð Vestfjarða í ljósi erfiðleika sem dunið hafa yfir undanfarin ár, segir hann að hjöðnun byggðar á Vestfjörð- um hafi byrjað á svipuðum tíma og Íslendingar byrjuðu að stjórna efnahagsmálum sínum sjálfir. „Menn mega ekki gleyma því að hagstjórn er líka tæki sem raskar búsetugrund- velli og það má sjá hagstjórn Íslendinga í gegnum áratugina með því að skoða viðskipta- jöfnuð þeirra og gengisskrán- ingu. Ef hugsanagangur stjórn- valda í efnahagsmálum og fiskveiðistjórnun breytist ekki, þá eiga Vestfirðingar engan sjéns. Ef þeir vildu hins vegar taka þau mál í sínar hendur sem hafa drepið þá, þá eru það tvö lykilatriði sem ég vil nefna. Í fyrsta lagi þarf að komast undan íslensku krónunni og færa öll viðskipti yfir í einhvern óháðan og helst stóran gjald- miðil og haga öllum viðskipt- um okkar bæði innbyrðis og út á við, í þessari mynt þannig að íslensk stjórnvöld gætu ekki haft áhrif á verðgildi fram- leiðslu með frelsisskerðingu sem hlýst af að ákvarða verð- lagningu gjaldeyris. Hitt atriðið er það, að um leið og við kæmumst undan íslensku krón- unni þá yrðum við sennilega að taka upp miðlínu á Breiða- firði og Húnaflóa, sem yrði að vísu minnsta landhelgi við Ísland því að Grænland er svo nálægt okkur, og taka í okkar hendur stjórn fiskveiða á þessu svæði. Þessi tvö atriði myndu duga okkur til að hér yrði blómleg byggð.“ Jafnvel hinir ágætustu menn geta fallið Sveinbjörn, sem í dag starfar innan Sjálstæðisflokksins og sat m.a. síðasta landsfund flokksins, segir að Vestfirð- ingar séu litnir hornauga, eins og einhver sértrúarsöfnuður, vegna afstöðu sinnar til kvóta- kerfisins. „Miðað við það sem er að gerast í þjóðfélaginu í dag þá geta menn allt eins átt von á því að þetta verði mál málanna í pólitík. Ef svo verður þá ætla ég að vona, flokksins míns vegna, að forystumenn- irnir búi yfir víðsýni til að skilja hvað málið snýst um. Ef þeir verja kerfið af sömu hörku á næstunni og gert var á síðasta landsfundi, þá eru þeir að merkja flokkinn sem hags- munavörsluflokk hinna stóru og í mínum huga eru þeir þá að taka þátt í að verja ránsfeng. Kvótakerfið hefur alltaf verið kosningamál á Vestfjörðum og ef það er að gerast á landsvísu sem Vestfirðingar hafa verið með í hausnum alla tíð, þá geta jafnvel hinir ágætustu menn fallið í valinn.“ Ný upplýsingalög hafa tekið gildi Réttur almennings að upplýsingum frá stjórnsýslu ríkisins og sveitarfélögum Þann 1. janúar sl., tóku í gildi ný upplýsingalög sem taka til stjórnsýslu ríkisins, sveitarfélaga og starfsemi einkaaðila, að því leyti sem þeim hefur verið falið opin- bert vald til að taka ákvarð- anir um rétt eða skyldu manna. Samkvæmt lögunum er framangreindum aðilum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögn- um sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greint er frá í 4.-6.grein lag- anna. Lögin gilda ekki um þinglýsingu, aðfarargerðir, kyrrsetningu, löggeymslu, lögbann, nauðungarsölu, greiðslustöðvun, nauða- samninga, gjaldþrotaskipti, skipti á dánarbúum eða önnur opinber skipti, né heldur um rannsókn eða saksókn í opin- beru máli. Þá gilda lögin ekki um aðganga að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum og lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Lögin gilda heldur ekki ef á annan veg er mælt í þjóð- réttarsamningum sem Ísland á aðild að. Í 3. grein laganna þar sem fjallað er um almennan aðgang að upplýsingum seg- ir: ,,Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögn- um sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6.gr. Réttur til aðgangs að gögnum nær til: Allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda. Allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, upp- drátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu. Dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn. Stjórnvöldum er heimilt að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en kveðið er á um í þessum kafla, nema fyrirmæli laga um þagnarskyldu standi því í vegi.” Gögn undanþegin upplýsingarétti Í 4. grein laganna þar sem fjallað er um gögn sem undan- þegin eru upplýsingarétti segir að réttur almennings til að- gangs að gögnum taki ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkis- stjórnar, minnisgreina á ráð- herrafundum og skjala sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi, bréfaskipta stjórn- valda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað; vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota, en þó skuli veittur aðgangur að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verð- ur aflað annars staðar frá. Í sömu grein segir að gögn sem undanþegin séu upplýsingarétti séu umsóknir um störf hjá ríki eða sveitarfélögum og allra gagna sem þær varða; þó er skylt að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfs- heiti umsækjenda þegar um- sóknarfrestur er liðinn. Í 5. grein laganna segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstakl- inga sem sanngjarnt er og eðli- legt að leynt fari, nema sá sam- þykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahags- muni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í 6. grein laganna þar sem fjallað er um takmarkanir á upplýsingarétti vegna al- mannahagsmuna segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál; sam- skipti við önnur ríki eða fjöl- þjóðastofnanir; viðskipti stofn- ana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra; fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum ríkis eða sveitarfélaga ef þau yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði. Þá segir í 7. grein laganna að ef ákvæði 4.- 6.gr. eiga aðeins við um hluta skjals, skal veita almenningi aðgang að öðru efni skjalsins. Sama regla á við um önnur gögn. Í 8. grein laganna er fjallað um takmarkalausan upplýs- ingarétt að tilteknum tíma liðnum. Það segir að veita skuli aðgang að gögnum sem 4. töluliður 6. gr. tekur til jafn- skjótt og ráðstöfunum eða prófum er að fullu lokið, nema ákvæði 5. gr. eða 1.-3. töluliðs 6. gr. eigi við. Þar segir einnig: ,,Veita skal aðgang að öðrum gögnum sem 4.-6.gr. taka til þegar liðin eru þrjátíu ár frá því að gögn urðu til, að frá- töldum upplýsingum er varða einkamálefni einstaklinga, en aðgang að þeim skal fyrst veita að áttatíu árum liðnum frá því þau urðu til. Þetta gildir þó ekki um sjúkraskrár og skýrslur sálfræðinga eða félagsráðgjafa. Úrskurðarnefnd um upplýs- ingamál er þó heimilt að veita aðgang að slíkum skýrslum og sjúkraskrám til rannsókna eftir að þær hafa verið afhentar skjalasafni. Nefndin bindur slíkt leyfi þeim skilyrðum sem hún metur nauðsynleg hverju sinni.” Upplýsingaréttur um sjálfan sig Í 9. grein laganna er fjallað um aðgang aðila að upplýs- ingum um hann sjálfan. Þar segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum er varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæði 1. mgr. gilda þó ekki um þau gögn sem talin eru í 4. gr. og um gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikil- væga almannahagsmuni er leynt eiga að fara samkvæmt 6. grein. Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upp- lýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hags- munir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leynd- um, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum. Um aðgang sjúkl- ings að sjúkraskrá fer eftir ákvæðum læknalaga. Málsmeðferð Í 10. grein þar sem fjallað er um beiðni um aðgang að upplýsingum segir: ,,Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn sem hann óskar eftir að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða. Stjórnvald getur sett það skilyrði að beiðni um aðgang að gögnum sé skrifleg og komi jafnframt fram á eyðublaði sem það leggur til. Þegar farið er

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.