Gisp! - 01.06.1991, Blaðsíða 17

Gisp! - 01.06.1991, Blaðsíða 17
a.m.k., rándýra. Þettaereini möguleikinntilþessaðfáskikkanlegt verðá blöðin. Eg útbýalla íslensku gerðina en þeir prenta samtímis fyrirein sex lönd og gera ekkertannaðen að breyta um svarta litinn en þariertextinn. Eg þýði um leið og ég setí tölvunni. Yfirleitter þaS úr ensku en einnig talsvert úr sænsku. Þeir senda mér blá- prentað, sem þýðir aS þegar það er myndaS með linsu hverfur blái liturinn og svarti stendur eftir. Eg set allan stílinn, sendi þetta út og - þeir prenta svo hér og þar í Evrópu, mikið í Ungverjalandi, þónokkuð í Finnlandi, eitt og annað á Italíu." Eru hasarblöðin þín helsta vinna? "Nei-nei, þetta er bara uppfyllingarefni, alveg einsog bókaútgáfan var á sínum tíma. Eg prenta allt fyrir bæinn en það koma dauðir kaflar. Hér einu sinni kom út mikið af blöðum, hver flokkur halði sitt blaðoggafútnokkuSreglulegaennúkomaeinungisútsmásneplar. Eg er svona að undirbúa það aS hætta, ég er orðinn of gamall í þetta." PrentsmiSjan er á neðri hæð ibúSarhússins, frekar lítil og troðfull af vélum, sumt frá árdögum prentlistarinnar, annað tiltölulega nýtt. Einhvern tímann var hún með þeim best búnu á landinu og gæti ennþá komið frá sér góðri vinnu. MyndasögublöS (náttúrulega) fylla hvern krók og kima þar sem ekki eru vélar eða pappír. "Þau koma úttæplega mánaðarlega, svona lOblöðáári. Það verður að sleppa desember því þá hreinsa þeir öll svona blöð út í bókabúðunum og selja bara bækur. Eg hef haft svona 3 titla undir í einu. Sko, þegar þetta er búið að ganga í 4-5 ár selst það ekki meir því markaðurinn er mettaður. Þetta var mjög spennandi fyrst, fyrstu blöðin, en svo dvínaði þetta. Eg er hættur með Súpermann því fólk var búið að fá nóg. Núna eru það Batman og Alf sem ganga vel og ég gef ekki annað út. Eg veit ekki hvort þeir endast næsta ár (1991) en ég held það þó því þetta tölublað af Alf sem ég er að útbúa núna er númer 3 á komandi ári. Maður er svona 2-3 mánuðum á undan sem var dálítið hvimleitt hér áður þegar verðsveiflur voru miklar því verðið var prentað á blöðin. I dag er verðið á blaði 220 krónur og salan misjöfn, 1000-1500, auk þess sem erfitt er að fá gert upp og bókabúðir og forlög fara á hausinn. Blöðin fara í bóksalakerfiS og er dreift út um allt land, yfirleitt í eina búð á hverjum stað og í fleiri á stórum stöðum. Mesta salan er í Reykjavík. Eg sel líka heilu árgangana innpakkaða í gegnum póst og i búðum en þó aðallega á bókamörkuðum. Póstkröfukerfið gengur ágætlega og skilar sér allt saman. Það er öruggt en dýrt." En hvers vegna kom þessi útgáfa til? Hugsjón? Gróði? Byggðastefna...? "Eg gaf áður út skáldsögurnar um Tarsan, einar tuttugu. Svo komst ég að þvi að hann var gefinn út í svona myndasöguheftum og ég bara setti mig í samband við erlendu útgefendurna og byrjaði á þessu. Siðan kom þetta svona af sjálfu sér og hefur verið skemmtilegtilraun. Þessiútgáfaerfeikilegaerfiðþvíégteiknaekkert og þarf að láta alls kyns hljóð og hljóðtákn standa líkt og í frumútgáfunni." Við flettum í gegnum ýmis blöð. "Eg kallaði hann LeSurblökuna fyrsta árið en svo skipti ég yfir í Batman, sem er miklu þægilegra að nota því í sjónvarpinu og í bíó er allt kynnt sem Batman. Þeir sem kaupa blöðin lesa þau bara og henda svo, flestir. En sumir safna og ég hef tekið eftir því að full- orðnir lesa þetta þónokkuð, hafa gaman af að líta í þetta: bílstjórar og fólk sem er á ferðalagi." Tekur einhver við af þér? "Eg veit nú ekki, hef ekki spekúlerað í þvi en hér er öll aðstaða og þetta er orðin rútínuvinna." Og við flettum áfram og svo er kominn tími til að kveðja. Undirritaðurgengur útáSuðurgötu, horfir útyfir lygnan fjöröinn og með sjávarloftinu færist ró yfir hasarinn. Eftir heimsóknina hefur innlend hasarblaðasýn blaðamannsins ekki breyst: yfirgengilega stórhluti þessararframleiðsluerdrasl. En hlýjar tilfinningar hans til Siglufjarðar eru einnig óbreyttar. ÞaS er ekki Sigurjóni að kenna að sögurnar eru lélegar og umbúðirnar ópersónulegar. Það er ekki hans feill að kunna ekki aS handskrifa textann. Og hasarblöðin hafa ekki sett Siglufjörð á hausinn. Bjarni Hinriksson. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Gisp!

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.