Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1979, Page 98
AUGNLÆKNINGAFERÐIR
Á vegum heilbrigðisstjórnar ferðuðust 6 augnlæknar um landið sumarið
1978, en 7 sumarið 1979. Skýrslur bárust ekki frá einum augnlæknanna,
en sjúklingafjöldi hinna var þessi: 1978: 5255; 1979: 4921.
IV, ÓNÆMISAÐGERÐIR
Tafla X
Samkveant lögum um ónæmisaðgerðir nr. 38/1978, er felld niður skyldu-
bólusetning gegn bólusótt, en ákvæði um hana voru sett árið 1810. Um
ónæmisaðgerðir 1977 og 1978 vísast til viðeigandi taflna.
V. BARNSFARIR OG MEÐFERÐ UNGBARNA
Tafla VII,1, 2, 3.
1978
Á árinu fæddust samkvæmt tölum Hagstofunnar 4162 lifandi og 30 andvana
börn.
Á árinu fæddust 4221 barn skv. skráningu Kvenlækningadeildar Land-
spítalans á fæðingum í landinu. Athuga ber að þessum tölum ber ekki
saman við tölur frá Hagstofu Islands, því að hér eru taldar með allar
erlendar konur sem fæddu í landinu, þ.e. konur sem fæddu á Sjúkrahúsinu
á Keflavíkurflugvelli og þær erlendu konur sem fæddu á öðrum sjúkrahúsum.
Skv. upplýsingum fæðingaskráningar dó engin kona af barnsförum á árinu.
Vansköpuð börn voru skráð 140, eða 3,3%.
1 heimahúsum fæddust 38 börn, eða 0,9%.
1979
Á árinu fæddust samkvæmt tölum Hagstofunnar 4475 lifandi og 17 andvana
börn.
Á árinu fæddi.st 4618 börn skv. skráningu Kvenlækningadeildar Land-
spítalans á fæðingum í landinu. Athuga ber að þessum tölum ber ekki
saman við tölur frá Hagstofu Islands, því að hér eru taldar með allar
erlendar konur sem fæddu í landinu, þ.e. konur sem fæddu á Sjúkrahúsinu
á Keflavíkurflugvelli og þær erlendu konur sem fæddu á öðrum sjúkrahúsum.
Skv. upplýsingum fæðingaskráningar dóu 2 konur eftir fæðingu í landinu á
þessu ári. Önnur konan úr heilablæðingu (hæmorrhagia subarachnoidalis
96
HEILBRIGÐISSKÝRSLUR 1978—79