Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1979, Síða 99
farailiaris) 5 dögum eftir keisaraskurð. Hin konan úr brjóstkrabbameini
nokkru eftir fæðingu.
Vansköpuð börn voru skráð 113, eða 2,4%.
1 heimahúsum fæddust 39 börn, eða 0,9%.
Af barnsförum og úr barnsfararsótt hafa dáið undanfarinn áratug:
1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979
Af barnsf.... - 2 - 1
Or barnsf.s.. - - - - - 1
Samtals -2-1-1----
Rhesus-varnir 1978
Rhesus-varnir hófust á Islandi í desember 1969 og hafa verið stundaðar
í landinu öllu sl. 3 ár.
Tafla 1 er skýrsla um starfsemi Blóðbankans í Reykjavík í þágu Rhesus-
varna. Hún veitir að þessu sinni yfirlit yfir starfsemi stofnunarinnar
frá upphafi Rhesus-varna. Titerprófum fer sífellt fækkandi elnkum þó sl.
ár. Stafar þetta af því að Rhesus-neikvæðum konum með mótefni fer ört
fækkandi.
Tafla 2 sýnir dreifingu fæðinga á helstu fæðingastaði í landinu, fjölda
Rh-neikvæðra kvenna, fjölda Rh-jákvæðra barna þeirra, og loks fjölda
þeirra kvenna, sem gefið er Rh-immune globulin.
Tafla 3 sýnir fjölda fósturláta og fóstureyðinga á helstu sjúkrahúsum í
landinu. Einnig sýnir hún fjölda þeirra kvenna, sem blóðflokkaðar voru,
fjölda Rh-neikvæðra kvenna og fjölda þeirra, sem fengu Rh-immune globulin.
Tæp 80% kvennanna hlutu viðeigandi meðferð.
Tafla 4 sýnir konur með utanlegsþykkt á Landspítalanum 1977 -78. 1 ljós
kemur, að aðeins helmingur þeirra kvenna, sem áttu að fá Rh-immune globulin
hlutu viðeigandi meðferð. Þarna er þörf úrbóta og verður lögð sérstök
ahersla á þetta framvegis.
Tafla 5 sýnir fjölda barna með Rhesussjúkdóm á Kvennadeild Landspítalans
og fjölda þeirra, sem hlutu blóðskipti. Fjöldi barna með Rhesussjúkdóm
hefur verið mjög breytilegur frá ári til árs. Stafa þessar sveiflur
fyrst og fremst af smæð efniviðarins, sem um er fjallað hér. Hin mikla
fækkun tilfella, sem átt hefur sér stað árið 1978 gefur þó sennilega
rétta mynd af ástandinu, þ.e.a.s. að konum með Rhesus-mótefni fer nú ört
fækkandi.
HEILBRIGÐISSKÝRSLUR 1978—79
97