Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1983, Page 7
I. ÍRFERÐI.
Tíðarfar var óhagstætt sunnanlands og vestan nema siðustu 4 mánuðina.
Annars staðar var sæmileg tið nema i april og mai. Loftvægi var 0,6
mb undir meðallagi. Hiti var 1,5° undir meóallagi. Þetta er eitt af
köldustu árum aldarinnar. Kaldara var 1979, hiti 2,1° undir meðal-
lagi, en ámóta kalt 1981, 1969, 1918 og 1917. Orkoma var meiri en i
meðalári nema á 8 stöðvum. Sólskinsstundir voru 75-79% af meðaltali
áranna 1971-80 i Reykjavik, á Reykhólum, Akureyri, Höskuldarnesi og
Sámsstöðum. Fæstar að tiltölu i Reykjavik og á Sámsstöðum. Flestar
voru sólskinsstundir að tiltölu á Hólum 88% og á Hallormsstað og
Hveravöllum voru þær 83-86% af meðaltalinu fyrir 1971-80.
Veturinn (desember 1982-mars 1983) var lengst af talinn óhagstæður um
mikinn hluta landsins. Hiti var 0,9° undir meðallagi. Orkoma var
meiri en i meóalári nema á nokkrum stöóvum austanlands, 3 stöðvum við
suðurströndina og 3 stöðvum norðvestanlands.
Vorið (april-mai) var mjög kalt og óhagstætt gróóri. Hiti var 2,4°
undir meðallagi. Orkoma var minni en i meðalári nema norðaustantil á
landinu.
Sumarið (júni-september) var mjög óhagstætt sunnanlands og vestan
nema september. Norðanlands og austan var sæmilega hagstæð tið. Hiti
var 1,4° undir meðallagi. Frá 1963 hefur aðeins sumarið 1979 orðið
kaldara, en þá var vik hitans frá meðallagi - 1,9°. Örkoma var meiri
en i meðalári nema á Austfjörðum, 2 stöðvum i Skaftafellssýslum og á
2 stöðvum á Vestfjörðum. A Suðurlandsundirlendi var allt að tvöföld
meóalúrkoma.
Haustið (október-nóvember) var fremur hagstætt. Snjór var litill i
byggð og færð góð. Hiti var 1,4° undir meðallagi. Örkoma var mun
meiri en i meðalári á norðaustanverðu landinu nema i innstu byggðum.
Sums staðar mældist meira en tvöföld meðalúrkoma. Sunnanlands og
vestan var hún viða undir meðallagi og hvergi meira en 1/4 umfram
meðallag.D
Tekið upp úr Veðráttan, ársyfirliti sömdu af Veðurstofu Islands.
5