Bæjarins besta - 13.05.1998, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998
Rekstur Básafells hf., á leið til betri vegar
Selja á eignir fyrir
um hálfan milljarð
Rekstur sjávarútvegsfyrir-
tækisins Básafells hf., á Ísa-
firði hefur gengið mun betur
undanfarna sex mánuði en
rekstrartímabilið þar á undan.
Þetta kemur fram í árshluta-
uppgjöri fyrir fyrstu sex mán-
uði á yfirstandandi rekstrar-
tímabili eða frá 1. september
1997 til 28. febrúar 1998.
Samkvæmt árshlutauppgjör-
inu varð 188 milljóna króna
hagnaður fyrir afskriftir og
fjármagnskostnað sem er 182
milljóna króna betri afkoma
en allt rekstrartímabilið í fyrra.
Engu að síður sýndi niður-
staða rekstrarreikning 30
milljóna króna tap hjá félag-
inu.
Í uppgjörinu sést að reglu-
leg starfsemi Básafells skilar
nú 30 milljónum króna meira
á mánuði en rekstrartímabilið
á undan, sem skýrist af auk-
inni hagræðingu eftir samein-
ingar síðustu misseri, eins og
segir í frétt frá fyrirtækinu.
Það sem eftir er af yfirstand-
andi rekstrartímabili, sem lýk-
ur 31. ágúst nk., áætlar fyrir-
tækið að selja eignir fyrir um
hálfan milljarð og styrkja
þannig eiginfjárstöðu sína.
Afskriftir og fjármagnskostn-
aður lækka í kjölfarið sem
skilar sér í jákvæðri niður-
stöðu af relgulegri starfsemi.
Í rekstraráætlun félagsins er
gengið út frá því að skila
hagnaði á yfirstandandi rekstr-
artímabili.
Rekstrartekjur Básafells
voru 1.322 milljónir króna en
rekstrargjöld námu 1.134
milljónum. Hagnaður fyrir
afskriftir og fjármagnskostnað
var því 188 milljónir króna.
Afskriftir námu 158 milljón-
um og fjármagnskostnaður
129 milljónum króna. Tap af
reglulegri starfsemi var því
99 milljónir króna. Óregluleg-
ar tekjur umfram gjöld námu
69 milljónum og varð því tap
af rekstri Básafells 30 millj-
ónir króna á umræddu sex
mánaða tímabili.
Veltufjármunir námu 1.013
milljónum króna í lok febrúar
1998 og voru skammtíma-
skuldir 1.186 milljónir króna
á sama tíma. Velturfjárhlutfall
fyrirtækisins er nú 0,85. Eigið
Sjávarútvegsfyrirtækið Básafell hf., á Ísafirði.
fé þess nam 1.589 milljónum
í lok febrúar og á sama tíma
voru heildarskuldir félagsins
4.635 milljónir króna. Eigin-
fjárhlutfallið er því 26%. Í frétt
frá fyrirtækinu segir að sjóð-
streymi félagsins fari stöðugt
batnandi og var handbært fé
frá rekstri 87 milljónir króna
sem er 774 milljóna króna
sveifla til hins betra miðað
við síðasta rekstrartímabil, en
þá tók reksturinn til sín 687
milljónir króna.
Áfram er unnið að því að
móta nýja stefnu Básafells og
endurskipuleggja rekstur fyr-
irtækisins. Skip fyrirtækisins,
Jónína og Páll Jónsson hafa
verið seld úr landi án afla-
heimilda og verið er að athuga
sölu á einu skipi til viðbótar,
sem og eignarhlutum Bása-
fells í öðrum félögum.
Vímuefnavarnir á norðanverðum Vestfjörðum
Námskeið fyrir þá sem umgangast börn og unglinga
Þriggja stunda kvöldnám-
skeið verða haldin undir lok
þessa mánaðar fyrir þá sem
í starfi sínu umgangast börn
og unglinga í Bolungarvík,
Ísafjarðarbæ og Súðavíkur-
hreppi. Að námskeiðunum
standa samtökin Vímuefna-
varnir á norðanverðum Vest-
fjörðum (VÁ VEST) og for-
varnadeild SÁÁ.
Eitt námskeiðið er fyrir
stjórnir íþróttafélaganna á
svæðinu, annað fyrir íþrótta-
þjálfara félaganna og hið
þriðja fyrir ýmislegt ófaglært
starfsfólk, svo sem gangaverði
í grunnskólum, afgreiðslufólk
söluturna, bensínstöðva,
myndbandaleiga, veitinga-
staða o.fl. og síðast en ekki
síst flokkstjóra og forsvars-
manna vinnuskóla. Þátttaka
er ókeypis. Verkefnisstjór-
inn, Hlynur Snorrason hvet-
ur alla þá sem hér eiga hlut
að máli til að tilkynna þátt-
töku sem í síma 456 4382.