Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.05.1998, Síða 6

Bæjarins besta - 13.05.1998, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 Pétur Guðmundsson frá Ófeigsfirði skrifar Lítill pistill ætlaður Smára Haraldssyni og sitthvað fleira Það ku vera hinn versti dónaskapur að kíkja í annarra bréf, en af því að það var opið, þá gat ég ekki að því gert, að ég svalaði forvitni minni. Og þó að mér komi það ekki beint við, þá ætla ég aðeins að skipta mér af einkaskrifum þínum Smári Haraldsson líffræðing- ur, framhaldsskólakennari og hreppsnefndarmaður á Ísa- firði, til Indriða Aðalsteins- sonar á Skjaldfönn, í Vestra þann 22.apríl sl.. Þú kvartar þar yfir skoðanabræðrum Ind- riða og segir þá aðeins hvæsa og urra á þig, það má vel vera að það sé þín tilfinning þegar þú ert átalinn réttilega. En hitt er verra að þú skulir ekki nafngreina þá sem þú átt þar við. Af því að mér var kennt það í æsku, að ef manni yrði eitthvað á, eða gerði eitthvað af sér, þá skyldi maður viður- kenna yfirsjónir sínar, ætla ég að viðurkenna það strax, að ég hringdi í þig í byrjun feb- rúar sl. og ég kynnti mig, svo líklega er það ekki ég sem hvæsi. Ég spurði þig reyndar umbúðalítið að því ,,hvort þú hefðir lagt fram í Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, tillögu sem gengi gegn þingsályktunar- tillögu Vestfjarðaþingmanna um tilraunaveiðar á ref og mink.” Síðan spurði ég þig “hvaða rök þú færðir fyrir þessari vitleysu”. Þú játaðir því, að þú ,,hefðir borið til- löguna upp”, en um rökin kvaðst þú ,,ekkert hafa við mig að tala,” vísaðir á fyrir- hádegisbæjarstjóra, Kristinn Jón Jónsson, og skelltir síðan á. Svona var það. Má vera að ég hafi verið full hryssings- legur fyrir þínar fíngerðu til- finningar, en ég ætla ekki að biðjast afsökunar á því. Reyndar er ég sammála því að það á ekki að hefja tilrauna- veiðar á ref og mink. Það á að hefja alvöruveiðar með það að markmiði að fækka ref stórlega og útrýma mink- num. Þess vegna er ég dálítið undrandi þegar ég sé í bréfi þínu til Indriða á Skjaldfönn að þú hafir samþykkt þessa tilögu. Skyldi einhvern undra þó þú samþykkir þína eigin tillögu? Ég held að þetta sé það næsta sem þú getur farið því að afneita henni. Þú þorir ekki að viðurkenna mistökin, eins og þér væri sæmilegast að gera, en ég átti nú svo sem ekki von á því. Þú reynir að gera lítið úr okkar áliti á tillögu þinni og segir tilfinningar ein- ar ráða skoðunum okkar. Að vissu leyti er það rétt, að tilfinningar hafa áhrif á skoð- anir okkar, við höfum samúð með þeim smáfuglum sem lenda óverðskuldað í kjafti vargfugla og villidýra. Ég mun hér eftir sem hingað til, standa með smáfuglum og lítilmögnum á móti mink, ref og öðrum skaðræðisdýrum í friðlandinu og annarsstaðar sem þörf er. Við þurfum ekki rannsóknir til að komast að því, að þessi kvikindi valda tjóni. Það þarf rannnsóknir til þess að komast að því, á hvern hátt megi lágmarka það tjón sem þau valda. Og að sjálfsögðu til að fræðast betur um lifnaðarhætti þeirra. Og rannsóknum hef ég aldrei verið á móti. Það hefur komið fram áður, að í sumar eiga að fara fram rannsóknir á ref í friðlandi Hornstranda. Það er bara engan veginn nóg að skoða refinn, það þarf að skoða lífríkið í heild sinni en ekki bara refinn. Því sé það ekki gert, stendur það eftir að enginn veit neitt um hvaða áhrif friðun minks og refs hefur á lífríkið í heild. Það væri verðugt verkefni fyrir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að afla til þess fjár, og gera með því yfirbót. Og áður en lengra er haldið. Refur er allt annað dýr en minkur. Ég ber virðingu fyrir refnum og vil alls ekki útrýma honum, en ég vil ekki láta hann ganga yfir okkur óheft, en minkurinn er aðskotadýr í íslenskri náttúru sem engan veginn getur talist æskilegt. Í mínu ungdæmi var aldrei talað um að að drepa ref, nema um dýrbít væri að ræða, ég held þeirri málvenju og tel það sýna hvað best þá virðingu sem ég ber fyrir náttúrunni. Ég veiði refinn en drep mink- inn og svartbakinn. Með greinum okkar Indriða voru birtar myndir af nokkrum skaðvöldum í náttúrunni og tveimur veiðimönnum. Það var vel við hæfi að það skyldi vera birt mynd af einum slík- um skaðvaldi með bréfi þínu. Því að ég veit að í æðarvörpum og selalátrum eru mennirnir allra kvikinda verstir, hvaða aðferðum sem þeir svo beita til að eyðileggja þau. Fé sem kemur í Veiðikorta- sjóð er meðal annars ætlað til rannsókna á villtum dýrum. Það eru allt aðrir peningar en lagðir eru til fækkunar á ref og mink og útdeilt er af Alþingi. Ég ætla að biðja þig um að blanda því ekki saman, því að með því að friða ref, mink og vargfugla á Horn- ströndum og afla á þann hátt fjár til rannsókna, þá er verið að fara beint í æðarvörpin hjá Kristni á Dröngum, Jónasi í Æðey, mér og fleirum sem hafa tekjur sínar og lífsviður- væri af því að hlúa að náttúr- unni. Ef það er ætlunin, munum við að sjálfsögðu sækja að þessum sömu peningum, þ.e. Veiðikortasjóði, til að standa straum af kostnaði við að halda óværunni í skefjum. Reyndar er spurning um það hvort ekki sé ástæða til að nota rannsóknarfé Veiðikorta- sjóðs til að finna leið til að útrýma mink í landinu, og að sjálfsögðu á að gera þær kröfur til þeirra sem ala kvik- indin í búrum að þeir gangi svo frá minkahirslum sínum að þaðan geti þeir aldrei sloppið. Og spara til allrar framtíðar það fé sem annars fer til fækkunar á kvikindinu. Af hverju skyldi vera lögð áhersla á að drepa villiketti á Ísafirði og víðar í þéttbýli, og reyndar allstaðar þar sem þeir finnast? Það skyldi þó ekki vera vegna þess, að þeir út- rými smáfuglum sem eru augna- og eyrnayndi þéttbýl- isbúans. Það líður að því að ég fari norður á Strandir og verður það mitt fyrsta verk sem ætíð, að freista þess að drepa sem flesta minka og svartbaka og veiða tófur, jafnt þó það séu gæludýr ykkar þar vestra, til þess að verja varpið og gefa æðarfuglinum og öðrum frið- sömum fuglum tóm til að koma upp ungum sínum. Nú nýverið var í útvarps- viðtali einhver snillingur, ég veit því miður ekki hver það var, og mun hann hafa talað fyrir friðun svartbaks. Sá veit líklega ekki að í áratugi var svartbakur stríðalinn við hvert einasta fiskvinnslu- og slátur- hús og eru enn á fjölmörgum ruslahaugum, hvaðan þeir bera sýkla í vatnsból og víðar. Og enn eru þeir aldir aftan við nær öll fiskiskip. Það er lík- lega ofvaxið skilningi þessa manns og sjálfsagt þínum líka og ef til vill fleiri, að það hafi áhrif á lífríkið að stofnar varg- fugla séu á þennan hátt styrkt- ir. Það að mönnum skuli detta í hug að svartbakur og ég hef heyrt talað um hrafn líka, séu í útrýmingarhættu er alveg ótrúlegt, þeir piltar sem þann- ig tala eru vægast sagt ótrú- verðugir fulltrúar líffræðinnar. Sennilega hafa þeir ein- hverjar upplýsingar úr skýrsl- um Veiðistjóraembættisins. Ég hef hitt menn sem eru vissir um, að það verði settur kódi á ýmsar tegundir, svo sem rjúpu og gæs, og verði betra þegar þar að kemur að hafa gott innlegg í skýrslum embættisins. Þeir treysta ekki nafnleynd sem lofað var, og eru þess reyndar fullvissir að allar veiðitölur séu geymdar á nafni, og verði notaðar þegar þar að kemur, og semja skýrsl- urnar eftir því. Þeir tóku sem dæmi, að skoðanakönnun sem embættið framkvæmdi var þannig upp sett að, spurningar voru annars vegar á blaðinu en nafn viðkomandi prentað á hina hliðina. Ég persónulega svaraði ekki þeirri skoðana- könnun nema að mjög tak- mörkuðu leiti, einmitt vegna þess að nafn mitt var prentað á bakhliðina, mig minnir að ég hafi einungis svarað því hvaða stærð ég vildi hafa á veiðikortinu. Líka hef ég heyrt menn segja frá því, að þeir hafi sett jafnvel nokkur hundr- uð hrafna og svartbaka á skýrsluna að gamni sínu, líka aðra sem aldrei setja hvorki hrafn né svartbak á skýrsluna. Að öllu þessu samanlögðu dreg ég mjög í efa trúverðug- leika veiðiskýrslna embættis- ins. Í mínum augum eru þær ónýt plögg og einskis virði, vitlausar skýrslur eru verri en engar. Að lokum legg ég til að skúmurinn verði ófriðaður allan þann tíma sem hann er hér við land, ekki bara gefin staðbundin leyfi til að fæla hann úr æðarvörpum eftir varptíma eins og gert hefur verið, a.m.k. gildi það utan Skaftafellsýslna. Að óbreyttu mun ég ekki hirða frekar að eiga málþing við þig. Þú kýst frekar að sitja það með Indriða á Skjaldfönn og sjái hann fyrir þér. Pétur Guðmundsson. Árni Þór Árnason á Ísafirði skrifar Áskorun til frambjóðenda Kæru Ísfirðingar. Halló er einhver heima? Þetta fara að vera einskonar baráttuorð þeirra sem geta ekki lengur þagað yfir þeirri skammsýni sem virðist ríkja hjá Vest- firðingum í dag. Ég las fyrir stuttu grein í BB eftir Þor- stein lækni, þar sem hann hefur miklar áhyggjur af því hvernig bærinn ætlar að ráða við of mörg verkefni í einu. Hann fullyrðir að það komi til með að setja bæinn á hausinn. Um að gera að taka nóg af lánum og reisa eins mikið, eins fljótt og hægt er. Hvað er það versta sem getur gerst? Að bærinn fari á hausinn? ,,So what?”. Förum við þá ekki bara fram á nauðasamninga, losnum við 80-90% af skuld- unum og þurfum ekki einu sinni að selja jeppana okkar. Nei, ég er ekki í alvöru að mæla með slíku. Við hljótum að þurfa að halda okkar reisn. Ég ætla ekki að halda því fram að ég hafi þá kunnáttu sem þarf til að reka þetta bæjar- félag en ég held hins vegar að það sé kominn tími til að finna einhvern (einhverja) sem er hæf(ur) í það. Þó að grunn- skólinn sé mikilvægt málefni, þá held ég að það leysi sig sjálft ef fólksfækkunin heldur áfram eins og verið hefur. Það hlýtur að þurfa að laða að fleiri framleiðslufyrirtæki. Auka framleiðni og minnka kostnað er mottóið hjá öllum þeim sem reka fyrirtæki í dag. Það sama hlýtur að gilda fyrir Ísafjarðarbæ. En ef við minnk- um kostnað án þess að auka framleiðsluna, gefur það auga leið að þjónustan á staðnum fer minnkandi. Eru Ísfirðingar sáttir við það? Ég skora á þá sem eru að bjóða sig fram til að reka þetta bæjarfélag til að koma með raunhæfar og skýrar tillögur um hvernig hægt er að auka framleiðslu og laða fleiri fyrirtæki hingað vest- ur. Mér er sama í hvaða flokki frambjóðandinn er ef hann veit hvað hann er að gera. Þakkir fyrir birtinguna. Árni Þór Árnason. Starfskraftur óskast Starfskraftur óskast í sérverslun á Ísafirði. Um er að ræða u.þ.b. 70% starf. Viðkomandi þarf að geta byrjað fljótlega. Allar nánari upplýsingar eru veittar í símum 456 3023 og 553 2434 eftir kl. 19. Úra- og skartgripaverslun Axels Eiríkssonar, Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.