Bæjarins besta - 13.05.1998, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 7
Sr. Gunnar Björnsson sóknarprestur í Holti í Önundarfirði skrifar
Flateyrarkirkja.
Nýskipan prestakalla
og kirkjusókna
á Vestfjörðum
Sr. Gunnar Björnsson.
Eitt sinn átti Vestfirðinga-
fjórðungur drjúgan hlut að
blómlegu þjóðarbúi Íslend-
inga og gat borið höfuðið hátt.
Enn býr hér mikið dugnaðar-
fólk, en aðrar kringumstæður
margar breyttar frá því sem
áður var. Nú þarf að snúa vörn
í sókn. Vestfirðingar eiga að
njóta nálægðar sinnar við
gjöful fiskimið á ný.
Stórkostleg fólksfækkun
hefur sem kunnugt er orðið á
Vestfjörðum á undanförnum
árum. Hefur reynst erfitt að
sporna við þeirri framvindu,
allt um jarðgöng, sem nú
tengja byggðirnar að norðan-
verðu. Hverju gegnir, að
margir vilja ekki lengur búa
hér? Hvar er fallegra, hreinna
loft, betra að vera með börn,
meira frjálsræði?
Þegar leyfi stjórnvalda til
þess að veiða fisk er bundið
bát eða skipi, sem selt er kaup-
anda á öðru landshorni, þá
minnst vonum varir, hefur um
leið sá afli, sem fólkið í sjávar-
plásssinu hafði úr að spila.
Verkafólkið fær ekki lengur
hráefni að vinna úr í landi og
það harðnar á dalnum.
Um leið og þessu fer fram,
hefur íbúum fjölgað jafnt og
þétt á suðvesturhorni landsins.
Frá sjónarmiði þjóðkirkjunnar
blasir við, að þar þarf að fjölga
prestum og öðru kirkjulegu
starfsfólki. Í nýjum lögum um
stöðu, stjórn og starfshætti
þjóðkirkjunnar er svo kveðið
á, að hið opinbera taki að sér
að greiða laun tiltekins fjölda
presta. Þessar aðstæður kalla
að sjálfsögðu á viðbrögð og
nýja hugsun af hálfu kirkj-
unnar og endurskipulagningu
starfs hennar. Hér sem annars
staðar þurfa góðgirni og vel-
vild að vísa veginn.
Hróflað við skipan
kirkjusókna
Á norðanverðum Vestfjörð-
um eru nú sex prestaköll:
Þingeyrarprestakall, Holts-
prestakall, Staðarprestakall í
Súgandafirði, Bolungarvíkur-
prestakall, Ísafjarðarpresta-
kall og Vatnsfjarðarprestakall.
Hinn 1. desember 1997 voru
íbúar Ísafjarðarprófastdæmis
5.791. Munu þess dæmi syð-
ra, að einum sóknarpresti sé
ætlað að sinna um jafnmarga
og jafnvel fleiri.
Það leikur varla á tveimur
tungum, að Vestfirðingar
mega búast við því á næst-
unni, að nokkuð verði hróflað
við skipan kirkjusókna og
prestakalla í fjórðungnum.
Gildir það að sjálfsögðu
einnig um Barðastrandarpró-
fastdæmi, að breyttu breyt-
anda. Má að vísu vænta þess,
að kirkjulegum yfirvöldum
verði sárt um að leggja niður
sóknir, þar sem safnaðarfólk
hefur sýnt kirkjunni ástsemi,
rækt og alúð, áratugum og
jafnvel öldum saman – og
gerir enn.
Jafnframt er við því að búast
að slík stakkaskipti muni ekki
verða með öllu mótþróalaus
af hálfu sóknarbarnanna. Best
væri auðvitað, ef tækist að
halda í þessi sex embætti pró-
fastdæmisins. En fari svo,
þvert á vonir heimamanna, að
prestembættum verði fækkað
um eitt eða jafnvel tvö, má
reyna að sjá í anda hvernig
kirkjulegri þjónustu yrði hag-
að eftir það. Sú gamla hug-
mynd er út af fyrir sig í fullu
gildi, að meginaðsetur presta
yrði sett miðsvæðis og presta-
köllunum gömlu þjónað það-
an. Með gjörbyltingu á svið
samgangna í huga og miðað
við reglur Þjóðkirkjunnar um
fjölda sóknarbarna á hvern
sóknarprest í þéttbýli, er víst
að alls ekkert er því til fyrir-
stöðu að framundan séu rót-
tæk umskipti á fyrirkomulagi
prestþjónustu hjá okkur.
Þannig má hugsa sér að
prestar á Ísafirði, sem þá yrðu
væntanlega fleiri en einn, en
þó báðir sóknarprestar, gætu
tekið að sér þjónustu við Bol-
ungarvík, Suðureyri og Flat-
eyri. Sóknarprestur á Þingeyri
gæti auðveldlega þjónað
Holts- og Staðarprestaköllum
í Súgandafirði eða eitthvert
eitt þessara þriggja embætta
axlað þjónustu við annað eða
jafnvel bæði hinna, til viðbótar
eigin kalli. Ég ítreka að þessir
þankar byggja á viðmiði
Þjóðkirkjunnar um höfðatölu
í þéttbýli. Er hætt við að annað
yrði uppi á tengingnum og
skafankar kæmu í ljós þegar
til kastanna kæmi.
verjandi lengur að halda í eldri
háttu, sama hve vænt oss kann
annars að þykja um fornan
hugsunarhátt og gamalt skipu-
lag með kærum minningum
og þeim ómótstæðilega
þokka, er þar fylgir.
Nefna má að í Þingeyrar-
prestakalli eru enn við lýði
nágrannasóknirnar Sæbóls-,
Núps-, Mýra- og Hrafnseyrar-
sóknir, allar orðnar æði fá-
mennar. Í Holtsprestakalli
hafa Holts- og Flateyrarsóknir
nálgast mjög hvor aðra með
stórbættum samgöngum og
auknum samskiptum Önfirð-
inga í ýmsu tilliti, auk þess
sem í Valþjófsdal er í Kirkju-
bólkssókn aðeins eitt heimili
eftir, mikið myndarbýli í einni
fámennustu sókn landsins. Í
Súgandafirði hafa Staðar- og
Suðureyrarsóknir þegar verið
sameinaðar í eina. Þá mætti
hugsa sér, að Hnífsdalssókn
yrðu samsömuð Ísafjarðar-
sókn, eða jafnvel þénað frá
Bolungarvík.
Þessar hugmyndir eru reif-
aðar hér til þess að ljóst megi
vera, að nýjar aðstæður kunna
að kalla á endurskipulagningu
með bætta kirkjuþjónustu og
raunar vakningu nýrrar aldar
í huga. Eru í því efni ýmsar
leiðir og margar allvel færar.
En lífsnauðsyn er þó að hver
nýskipan sé til bóta og hafi í
för með sér sem allra minnst
óþægindi og valdi umfram allt
ekki skaða á högum þeirra er
hlut eiga að máli, hvorki
lærðra eða leikra, enda til-
gangurinn sá að glæða kirkju-
starfið aukinni gleði og gagn-
semi og meira lífi. Undir
engum kringumstæðum mætti
draga úr kirkjulegu barna-
starfi, því að þar er grundvöll-
urinn lagður, er alla ævi býr
að. Þó þarf kirkjan einnig að
eiga orð við þá, sem eru á
léttasta skeiði. Það er fólkið,
sem þyngstu byrðarnar ber.
Það er fólkið sem þarf að
öðlast nýja sýn.
Byltingarkennd nýmæli
Nú skal og höfð í huga sú
þróun sem mjög hefur rutt sér
til rúms til að mynda á höfuð-
borgarsvæðinu og nángrenni,
en það er los á sóknarmörkum.
Hafa Reykvíkingar, svo dæmi
Vatnsfjarðar-
prestakall lagt af
Í Vatnsfjarðarprestakalli
bjuggu 83 sálir um síðustu
áramót. Það hefur um hríð
gengið staflaust, að ekki sé
langt þangað til að prestakall-
ið verði aflagt í núverandi
mynd, þótt vonir standi jafn-
framt til þess að prófastdæmið
fái að halda prestembættinu,
og mætti þá hugsa sér að prest-
setur yrði í Súðavík og sóknar-
prestur í Álftafirði þjónaði að
kirkjunum við Djúp, enda
hefur safnaðarhugsun í Súða-
vík eðlilega hneigst nokkuð í
sjálfstæðisátt.
Víst er þó, að mörgum góð-
um dreng myndi þykja sjónar-
sviptir að Vatnsfjarðarstað og
dapurt í sveitinni, ef ekki yrði
þar líf framvegis utan þessi
eina sumarmessa, sem orðið
hefur hlutskipti til að mynda
Grunnavíkur og Aðalvíkur,
fornra frægðarsetra í þeirri
Íslandssögu sem einu sinni
var. Hugsanlega mætti halda
Vatnsfjarðarstað í byggð, en
útvega sóknarpresti Djúp-
manna jafnframt aðsetur í
Súðavík, þar sem hann eða
maki hans gætu e.t.v. stundað
skólakennslu.
Óbreytt kirkjulegt
barnastarf
Þegar litið er nánar á skipan
kirkjusókna innan þessara
prestakalla kemur í ljós, að
hún tekur enn í dag mið af
aðstæðum fyrri tíðar. En nú
hafa sóknir með stórbættum
samgöngum færst nær hver
annarri og það svo að í sumum
tilvikum, að vart getur talist
sé tekið, búið við mjög óglögg
sóknarmörk áratugum saman.
Búferlaflutningar milli hverfa
og sókna í Reykjavík hafa
ekki einlægt haft í för með sér
breytingu á sóknaraðild nema
á pappírnum, alls ekki í raun,
svo að fólk hefur haft tilhneig-
ingu til þess að halda áfram
að starfa innan sinnar gömlu
sóknar, þótt það hafi flutt
heimilishús og utanáskrift í
nýja.
Líka þekkist það, að fjöl-
skyldur hafa kosið að fylgja
presti sínum áfram, þótt breyt-
ingar yrðu á starfsvettvangi
og verkahring hans. Minnir
þetta að sumur leyti á skipulag
fríkirkna. Víða í dreifbýli hafa
landfræðilegar ástæður komið
í veg fyrir þetta að mestu.
Sóknarfólk í Ísafjarðarprófast-
dæmi hefur fyrir löngu tileink-
að sér að nokkru þetta tímanna
tákn, enda leita nágrannar Ísa-
fjarðarprestakalls stundum
eftir prestþjónustu þar; líka
verður þess vart að fólk í Ísa-
fjarðarprestakalli kjósi heldur
þjónustu nágrannapresta eins
og gengur.
Undirritaður hefur raunar
löngum staldrað hugsi við svo
byltingarkennd nýmæli. En
þegar minnst er, að frelsi og
val á flestum sviðum hefur
mjög færst í aukanna á okkar
dögum, miðað við sem var,
má þegar grannt er skoðað,
mikið vera ef þessar hug-
myndir eru ekki allrar athygli
verðar. Getur t.d. verið að
trúrækni, kirkjugöngu og
umhugsun sannra verðmæta
og gilda í lífinu yxi fiskur um
hrygg, ef þurrkuð væru út
mörk prestakalla og hver og
einn gæti vandræðalaust og
af áhuga, alvöru og einlægni,
sótt sér þar prestþjónustu sem
hann sjálfur kýs? Glaðbeitt
samkeppni frjálshyggjunnar
myndi með öðrum orðum
standa við dyr kirkjunnar og
knýja á.
Eitt er víst: Hvernig sem
staðið verður að nýskipan og
endurskipulagningu kirkju-
starfs á Vestfjörðum, leikur
enginn vafi á því að framund-
an eru nýir og breyttir tímar.
Vestfirðingar, sem aðrir lands-
menn, munu fagna þúsund ára
kristni í landinu með augun
opin fyrir nýjum, spennandi
og áhrifaríkum vinnubrögð-
um.
-Gunnar Björnsson
sóknarprestur í Holti í
Önundarfirði.
Millifyrirsagnir eru
blaðsins.
Húseign til sölu
Tilboð óskast í húseignina að Skólastíg
23 í Bolungarvík. Stór, gróin og girt lóð.
Upplýsingar gefur Sigríður Inga Elíasdóttir
í síma 456 7526.