Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.05.1998, Side 11

Bæjarins besta - 13.05.1998, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 11 Kristján Pálsson, formaður Boltafélagsins skrifar Knattspyrna og grunnskóli Kristján Pálsson. Knattspyrna hér á Ísafirði hefur verið stunduð jafnlengi og elstu menn muna. Mér hefur verið tjáð að malarvöllur við Eyrargötu hafi verið tekinn undir byggingar 1962 með loforði um nýtt svæði undir knattspyrnu yrði búið til á Torfnesi. Það var ekki fyrr en 1978 sem þessir fótboltavellir á Torfnesi voru komnir í núverandi horf. Vallarhúsið var ekki komið í full not fyrr en 1992, og síðan hefur verið mjög öflugt starf hjá yngri flokkum BÍ og meistaraflokki þegar hann hefur verið og öðrum meistaraflokksliðum. Á þessu sést að erfitt hefur verið að fá fjármagn í þennan málaflokk í gegnum árin, samt hafa margir áhugasamir knatt- spyrnumenn verið í íþrótta- nefndum og bæjarfulltrúar á þessum tíma. Nú í janúar kynnti bæjar- stjórn Ísafjarðarbæjar í fyrsta skipti BÍ og ÍBÍ ætlun sína að byggja nýjann grunnskóla á Torfnessvæðinu. Þessar fram- kvæmdir færu í gang í maí og BÍ ættu að fara úr vallarhúsinu og af malarvellinum 1. júní 1998. Í staðinn myndi bæjar- stjórn skaffa nýtt svæði inn við Tungu samkvæmt nýju skipulagi af því svæði. Bolta- félagið hefur svarað því þann- ig að það geti ekki farið af þessu svæði, nema með sam- komulagi um að röskun verði ekki á starfsemi þess og ann- ara meistaraflokksliða og skriflegt svar um hvernig upp- byggingu á nýju svæði verði háttað. Ég tel að það þurfi minnst 150. milljónir til að gera nýtt fótboltasvæði. Miðað við það sem okkur hefur verið kynnt fer grasvöll- urinn undir byggingar á næsta ári. Gert er ráð fyrir að til séu finnst að við höfum ekki efni á að reisa nýjann grunnskóla og byggja nýtt fótboltasvæði samtímis. Það liggur fyrir samþykkt tillaga um fram- kvæmdir á Torfnesi, þar sem gert er ráð fyrir 2 grasvöllum og gert ráð fyrir að malar- völlurinn á Skeiði verði æf- ingavöllur. Þessi tillaga kostar 5 milljónir. Svo er talið að það kosti 2 til 3 milljónir að koma áhorfendasvæðinu í lag. Sem sagt 8 milljónir svo vallarsvæðið á Torfnesi geti verið í góðu lagi. Er til önnur lausn á málum grunnskólans en að byggja á Torfnesi? Ég vil sjá og heyra skýr svör hjá öllum frambjóðendunum sem nú bjóða sig fram til bæjar- stjórnakosninganna í vor um þessi mál. -Kristján Pálsson, formaður Boltafélags Ísafjarðar. 35 milljónir til framkvæmda á nýju svæði á þessu ári. Er það alveg tryggt að svo sé. Ég vona það að við getum reist nýtt fótboltasvæði í Tungu í stað Torfnessvæðisins, en ég vil sjá það á blaði að peningar séu tryggðir í það. Ég er einn af þeim, sem Þorsteinn Jóhannesson fimmti maður á D-lista sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ skrifar Vantar vinnu? Þorsteinn Jóhannesson. Fábreytni atvinnutækifæra stendur landsbyggðarsamfé- lögum fyrir þrifum. ViðVestfirðingar höfum fengið að finna rækilega fyrir því, en segja má að atvinnu- leysi hafi tæplega þekkst hér síðan á 6. áratugnum ef frá eru talin fáein tilvik. Þrátt fyrir það fækkar okkur á kostnað suð-vestur hornsins. Ekkert er eðlilegra en að spurt sé hvers vegna? Við eigum ekkert eitt algilt svar við þessari spurn- ingu, ég tel þó að fábreytni at- vinnutækifæra á svæðinu eigi hér stærstan hlut að máli. Atvinnutækifæri Sjávarútvegur og vinnsla sjávarfangs er og verður okkar undirstöðuatvinnuvegur. Á honum hefur tilvist okkar byggst. Með sameiningu smærri sjávarútvegsfyrirtækja sýnist manni að hér hafi orðið til stóriðjufyrirtæki 21. aldar- innar á Vestfjörðum. Þessi stóriðja hlýtur að kalla á breyttar áherslur hvað varðar kröfur til menntunar starfs- manna. Þetta þurfum við að nýta okkur bæði með því að mennta frekar þá starfsmenn sem eru í greininni svo og með menntun nýliða. Hér gæti t.d. F.V.Í. riðið á vaðið og reynt í samvinnu við aðra skóla að koma hér upp deild, sem sérhæfði fólk til starfa t.d. í rækjuiðnaði, en hér stendur vagga þessa iðn- aðar á Íslandi. Í skjóli sjávar- útvegsfyrirtækjanna hafa framsýnir og hugmyndaríkir einstaklingar haslað sér völl með framleiðslu sinni bæði innan- og utanlands. Fyrirtæki s.s. Póls Rafeindavörur hf., 3x-stál hf. og Skipasmíða- stöðin hf. eru hér nefnd til sögunnar sem talandi dæmi þess hvað hægt er að gera hafi menn hugmyndir, áræði og framtíðarsýn og ekki síður sem hvatning til annara at- hafnamanna. Það er skylda bæjaryfirvalda á hverjum tíma að hafa vakandi auga með að fá atvinnutækifæri í opinberri stjórnsýslu inn í bæjarfélagið, t.d. hafa Sjálf- stæðismenn í bæjarstjórn lagt fram tillögu þess efnis að fá kvótaþing staðsett í Ísafjarð- arbæ. Mikil umbrot eiga sér nú stað í íslensku atvinnulífi, sem ekki krefjast nærveru raforkuvera eða annarra um- hverfisaðstæðna sem ekki eru fyrir hendi hér og verðum við að halda vöku okkar og reyna allt sem hægt er til að fá hluta af þeirri köku hingað vestur Til að jafna möguleika allra til frekari atvinnutækifæra innan Ísafjarðarbæjar þarf að efla innanbæjarsamgöngur. Bæjaryfirvöld hafa lýst yfir vilja sínum til að skapa hér aðstöðu fyrir s.k. fjarstörf tengdum tölvuvinnslu og ber nálarauga þeirra. Slíkir sjóðir eru a. m. k. til í tveimur lands- hlutum og hafa fyrir löngu sannað gildi sitt. Það er löngu tímabært að Ísafjarðarbær marki sér skýra stefnu í atvinnumálum og munum við Sjálfstæðismenn gera það verði okkur veitt brautargengi í komandi kosn- ingum. Þessa stefnu munum við auglýsa og freista þess að ná hingað atvinnurekstri til viðbótar við þann sem nú er hér. Við munum gæta þess að stefna sem þessi nái ekki síður til þeirra fyrirtækja, sem hér eru og eru lífæð bæjarfélags- ins. Á þennan hátt teljum við m.a. að auka megi fjölbreytni atvinnutækifæra á svæðinu, sem er nauðsynleg til að styrkja jákvæða þróun byggð- ar. Við leitum eftir stuðningi þínum kjósandi góður til að þetta markmið megi nást. Þorsteinn Jóhannesson 5. maður á D-listanum, lista sjálfstæðismanna. að vinna að því. Atvinnustefna Sjálfstæðismanna Við Sjálfstæðismenn á bæj- arstjórnarlista til kosninga þann 23. maí n.k. höfum kynnt stefnuskrá okkar, en þar má sjá markmið þau sem við höfum sett okkur og miða að framförum í bæjarfélaginu. Eitt þeirra er að við munum marka bænum sérstaka stefnu í atvinnumálum, sem horfir til framtíðar í því umhverfi, sem atvinnurekstur býr nú við. Auk þess sem við munum reyna að treysta ennfrekar þjónustuhlutverk bæjarfélags- ins við atvinnufyrirtækin, höfum við hugsað okkur að taka upp kerfi þar sem stutt er við núverandi fyrirtæki ætli þau sér að auka við þá starf- semi sem þegar er fyrir hendi og ný fyrirtæki sem vilja hefja starfsemi sína hér. Stuðningur þessi getur m.a. verið falinn í að veita afslátt fyrstu árin af þeim gjöldum sem bæjarfé- lagið innheimtir. Þá viljum við að Ísafjarðarbær beiti sér fyrir því, ásamt öðrum sveitarfé- lögum á svæðinu, að stofna sérstakan atvinnuþróunar- sjóð, sem Atvinnuþróunarfé- lag Vestfjarða sæi um og veitti styrki til fyrirtækja sem væru í stækkunarhugleiðing- um og nýrra atvinnufyrir- tækja, sem kæmust í gegnum Pólitísk lægð Þegar tvö blöð pólitísku framboðanna í Ísafjarðarbæ eru komin út eru kjósendur litlu nær. Nú tíu dögum fyrir kosningar er ekkert kosningamál til umræðu. Vesturland Sjálfstæðisflokksins reyndist óþekkjanlegt ytra sem innra. Stefnuskráin, sem birt var aftan á blaðinu, hefði nánast komist fyrir á frímerki. Þó var hún ótrúlega efnismikil miðað við innihaldið. Stefnumarkandi greinar voru engar í blaðinu, nema það teljist stefna að hafa enga stefnu. Einnig kom út blaðið Vitinn. Ef það góða nafn telst réttnefni, þá lýsir hann engum, að minnsta kosti ekki í myrkri og stórhríð. En um bjartar sumarnætur má notast við týru. Af Vesturlandi verður fátt ráðið annað en það, að enn virðist hús Norðurtanga vera uppi á borðinu varðandi úrlausn húsnæðis grunnskóla á Skutulsfjarðareyri. Oddviti sjálfstæðismanna, Birna Lárusdóttir, staðfesti það einnig í viðtali við sinn gamla vinnustað, Svæðisútvarp Vestfjarða. Því miður fyrir Sjálfstæðisflokkinn mun þessi lausn tæpast draga atkvæði að flokknum eftir orrahríðina í nóvember síðast liðnum. Af baksíðu Vitans, sem óneitanlega var mun efnismeira blað með margfalt umsvifameiri stefnuskrá, í prentsvertu mælt, er kristalstært að ekki stendur til að flytja grunnskólann í Norðurtanga. Bræðing-urinn hefur lagt meira í blað sitt. Þó er stefnuskráin fáorð um það sem máli skiptir. Kjósendur hafa lítinn áhuga á kosning-um til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Sama virðist uppi á teningnum annars staðar á Vestfjörðum. Áhug-aleysið er mjög slæmt. Kosin er bæjarstjórn er fylgir okkur til nýrrar aldar. Hún á að leiða íbúana, ekki drösla þeim yfir aldamót. Alla reisn skortir og enn bólar ekki á metnaði. Ábyrgð kjósenda Lýðræðið er dýrmætt. Hins vegar hættir okkur Vesturlanda- búum til þess að gleyma að rækta það með okkur. Hið áberandi, reyndar æpandi, pólitíska áhuga-leysi, sem við blasir nú á Vest- fjörðum, er í hróplegu ósamræmi við umræður um slæmt ástand í atvinnumálum og íbúafækkun. Ef rætt er um Vestfirði og framtíð byggðar hér, ber fyrst á góma flestra kvótakerfið og brottflutningur kvótans. Í fréttum fjölmiðla ber hæst fækkun íbúa. Kjósendum hefur fækkað um nærri fimmtung frá sveitarstjórnarkosningum fyrir fjórum árum. Það er staðreynd. Það er einnig alvarleg staðreynd að kvóti og skip hafa farið héðan til annarra landshluta. Æði margir kjósendur telja ábyrgð þeirra sem þar hafa staðið að málum mikla. Mörgum varð illa við þegar stolt Vestfjarðaflotans var selt og þrátt fyrir gefin loforð, að mati margra, hvarf skipið til Akureyrar með kvótann. Hann varð eftir hjá Samherja, en skipinu var flaggað út og er nú gert út frá Þýskalandi. Stjórnaformaður Samherja, Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, flutti á eftir og býður sig nú fram til bæjarstjórnar á Akureyri og jafnframt til bæjarstjóra. Í Bolungarvík bíða margir íbúar með öndina í hálsinum. Á þeim brennur spurningin hvað verði með framhald útgerðar og atvinnulífs. Ekki verður séð að aðrir frambjóðendur en Bryndís Friðgeirsdóttir ætli sér að reyna að hafa einhver áhrif í þá átt að fá kvótakerfinu breytt. Ekki ber á því að kjósendur leiti svara við áleitnum spurningum sínum um kvóta og skip. Ekki ber heldur á neinum tilburðum frambjóðenda í þá átt að auka fjölbreytni atvinnulífs. Það litla sem rætt er snýst um grunnskóla og Norðurtanga. Að því kemur á næstu dögum að kjósendur fái tækifæri til að komast í tæri við frambjóðendur. Útvarpsfundur er á döfinni. Þar fá kjósendur tækifæri til þess að krefja væntanlega bæjarfulltrúa svara. Ábyrgð kjósenda er sú að veita frambjóðendum og bæjarfulltrúum aðhald. ...fljótandi að feigðarósi Því verður ekki trúað að frambjóðendur ali ekki með sér meiri metnað en hingað til hefur komið fram. Sú hugsun læðist illyrmislega að, að fátt sé hugsað af alvöru heldur fljóti menn sofandi að feigðarósi. Frambjóðendur hafa nú viku til þess að reka af sér slyðruorðið. Að vísu má ekki gleyma Framsóknarflokknum. Enn hefur ekki verið dreift pólitískum boðskap B listans. En séu þeir samskipa hinum með metnaðinn er engin ástæða til að verja miklum tíma til að kynna stefnuskrá. Af framlagi D og K lista má ráða að vegna ótta við að þurfa að efna kosningaloforð sé einfaldlega valinn sá kosturinn að segja ekkert. K listinn leggur þó öllu meira upp úr því að nýju fötin séu ekki alveg gagnsæ. Með öllu skortir frumkvæði og bjartsýni frambjóðendanna. Þeir gera enga tilraun til þess að hrífa kjósendur með sér. Allir vita að verulegur hallarekstur varð á bæjarsjóði Ísafjarðarbæjar árið 1997. Þá hljóp hver sem betur gat undan ábyrgð. En frambjóðendur nú geta ekki leyft sér það. Sjálfstæðisflokkurinn býður nýtt fólk í tveimur efstu sætunum. Neðar eru gömul og þreyttari andlit. Svipað er hjá K lista. Einhvern veginn hefði mátt búast við líflegri tökum ungra menntaðra kvenna. Vonandi láta konurnar á öllum listum til sín taka og koma fram með stefnu það sem eftir lifir fram að kosningum. Kjósendur vilja ný tök á bæjarmálum. En sem fyrr segir bera þeir einnig ábyrgð. Kjarni málsins er þó sá, að frambjóðendur, einkum í efstu sætum, hafa boðið sig fram til leiðtoga. Kjósendur vilja sjá tilþrif fyrir kosningar. Annars hafa þeir ekki áhuga á því að kjósa. -Stakkur.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.