Bæjarins besta - 13.05.1998, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998
Heiðar Birnir Torleifs
skrifar
Framtíð Ísa-
fjarðarbæjar
Það leikur enginn vafi á
því að stækkun grunnskóla
Ísafjarðar er lífsnauðsynlegt
fyrir íbúa bæjarins, hvort
sem það er með viðbótar-
byggingu á núverandi stað
eða hreinlega með byggingu
nýs skóla. K-listinn talar
fögrum orðum og með mik-
illi sannfæringu um að
byggja eigi skólann á Torf-
nesi, og tala þau sem eru í
forsvari fyrir listann, líkt og
að bygging skóla þar sé
langbesta hugmynd sem
nokkrum manni hafi dottið
í hug.
Með byggingu grunn-
skóla á Torfnesi telur K-
listinn sig geta bætt flesta
ef ekki alla þá þætti er lúta
að skólamálum, og þar
hljóta að teljast með upp-
eldis- og forvarnarmálin.
Miðað við allt og allt í þessu
bæjarfélagi, tæki það mörg
ár að byggja nýjan skóla og
með hliðsjón af því, þá er
Torfnes eins og flestir vita,
höfuðstöðvar knattspyrnu-
manna á Ísafirði. Finnst mér
einkennilegt að á sama tíma
og K-listinn talar um að
bæta hið ofantalda, þá virð-
ist hann hafa gleymt því að
það eru 170 börn og ung-
lingar sem stunda knatt-
spyrnu á Ísafirði. Og virðist
að fólk sem skipar listann
ekkert hafa hugsað út í hvað
eigi að gera við aumingja
krakkana á meðan bygging-
arframkvæmdir standa yfir.
Finnst mér það ekki bera
vott um miklar gáfur, að það
mikla uppeldis- og forvarn-
arstarf sem knattspyrnan
hefur verið að vinna að á
síðustu árum, verði kastað
fyrir borð. Það er eins og
fólkið á listanum hafi ekki
hugmynd um hvað hafi
verið í gangi hjá knattspyrn-
unni, enda er það svo að
þegar maður lítur yfir list-
ann, þá eru þar ekki margir
sem kenndir hafa verið fyrir
íþróttir á einn eða annan
hátt. Og þó svo að árangur
í forvörnum og uppeldi
megi að öllu rekja til íþrótta,
og í þessu bæjarfélagi til
knattspyrnunnar, því þar er
öflugasta starfið, þá virðist
sem þetta fólk viti einfald-
lega ekki af því.
Reyndar er það engin
nýlunda að knattspyrnan
hér í bæ sé ekki inni á
kortinu og m.a. hjá banda-
laginu sjálfu og vita þeir
sem lásu grein mína fyrr í
vetur hvað ég á við. Reynd-
ar er það svo svart að sjálfur
íþróttafulltrúinn taldi mig
vera að lýsa mig vanhæfan
sem knattspyrnuþjálfara
með þeim skrifum.
Sýnist mér að á D-lista
sjálfstæðismanna sé fólk
sem hefur þekkingu og dug
til að vinna að málefnum
þessa bæjarfélags með
miklum ágætum. Þó svo að
ég hafi alla tíð frá því ég
náði fyrst meðvitund talið
mig vera sjálfstæðismann,
þá viðurkenni ég fúslega
að flokkurinn hefur gert
marga fáránlega hluti í
gegnum tíðina, en ég er
þeirrar skoðunar að það eigi
að hugsa um framtíðina en
ekki fortíðina og með það
að leiðarljósi treysti ég
Sjálfstæðisflokknum best
til að stjórna þessu sveitar-
félagi. Og það er einfald-
lega vegna þess að þar er
fólk sem að mínu mati
horfir rétt til framtíðar og
muni auðvelda starf okkar
sem eru að reyna að stuðla
að einhverri uppbyggingu
hér í bæ.
-Heiðar Birnir Torleifs.
Framhaldsskóli Vestfjarða tekur vélhermi í notkun
Eflir metnaðarfullt skólastarf
Á föstudag var formlega
tekinn í notkun vélhermir í
Verkmenntahúsi Fram-
haldsskóla Vestfjarða á Ísa-
firði. Hermirinn, sem er
mjög fyrirferðalítill, nýtist
vel við kennslu enda býður
hann upp á sýndarveruleika
með ýmsum hætti. Sem
dæmi má nefna að hæt er að
setja rúmlega 100 hugsan-
legar vélarbilanir inn í herm-
irinn til að láta nemendur
vinna úr. Notkun herma við
vélstjórnarkennslu fer vax-
andi og þykir mjög hentugur
kostur og mun tilkoma hans í
Framhaldsskóla Vestfjarða,
efla enn frekar það metnaðar-
fulla skólastarf sem haldið er
þar uppi.
Aðdragandi kaupanna hófst
á fundi kennara í vélstjórnar-
greinum í fimm framhalds-
skólum utan Reykjavíkur sem
haldinn var í Keflavík árið
1996. Tilefni fundarins var
umræða um kaup á ódýrum
hermi til kennslu í vélstjórn,
einkum á 1. og 2. stigi og varð
niðurstaðan sú að fjórir skólar
sameinuðust um kaup á fjór-
um vélhermum. Búnaðurinn
kom til landsins í október á
síðasta ári og hefur síðan þá
verið unnið að því að fjár-
magna kaupin, en heildarverð
hermisins er kr. 2.476.000.
Nokkrir aðilar hafa veitt
skólanum fjárstyrk vegna
kaupanna og nemur styrkur
þeirra 1.510.000 krónum.
Þetta eru fyrirtækin Orkubú
Vestfjarða, Hraðfrystihúsið
hf., í Hnífsdal, Básafell hf., Guðmundur Einarsson umsjónarmaður Farskóla Vestfjarða við tölvuhermirinn.
Gunnvör hf., Íshúsfélag Ís-
firðinga hf. og Bakki Bol-
ungarvík hf. Þá hafa Ísafjarð-
arbær og Bolungarvíkurkaup-
staður veitt styrk til kaupanna
sem og nokkrir afmælis-
árgangar skólans. Vilja for-
ráðamenn skólans færa fram-
angreindum aðilum innilegar
þakkir fyrir stuðninginn og
þann hlýja hug sem þeir hafa
sýnt skólastarfinu með gjaf-
mildi sinni.
Golfklúbbur Ísafjarðar
Golfklúbbur Ísafjarðar
fagnaði tuttugu ára
afmæli sínu á Hótel
Ísafirði sl. laugardags-
kvöld, og var þar saman
kominn fjöldi klúbb-
félaga ásamt boðs-
gestum. Stofndagur
klúbbsins var 6. maí
1978. Veglegt afmælisrit
kemur út síðar í mánuð-
inum og verður því dreift
endurgjaldslaust í hús á
félagssvæðinu, sem er
Ísafjarðarbær og Súða-
vík. Vísað skal í það rit
um allt sem klúbbnum
og starfi hans viðkemur,
en myndirnar hér tala
sínu máli um afmælis-
fagnaðinn.
Magnaður
fagnaður
Tryggvi formaður tekur við heillaóskum og gjöf frá fulltrúa
Golfklúbbs Bolungarvíkur, Margréti Stefánsdóttur, en
Bolvíkingar gáfu örbylgjuofn sem á eftir að koma sér vel
þegar gylfingar koma inn úr kaldsömum barningi.
Magnús Reynir Guðmundsson þenur nikkuna (lét reyndar
þau orð falla að hún væri ónýt).
Formaður Golfklúbbs Þingeyrar, Bjarni G. Einarsson,
afhendir fána og stöng, sem stendur á dýrindis steini úr
Meðaldal í Dýrafirði.
Þeir af stofnendum
Golfklúbbs Ísafjarðar sem
voru í afmælishófinu. Frá
vinstri: Hafsteinn Vil-
hjálmsson, Sigurjón
Guðmundsson, Halla
Sigurðardóttir, Margrét
Árnadóttir, Ruth Tryggva-
son, Björn Helgason og
Ása Grímsdóttir.
Núverandi formaður
Golfklúbbs Ísafjarðar,
Tryggvi Guðmundsson
lögfræðingur, ásamt fyrsta
formanninum, Margréti
Árnadóttur textílhönnuði.