Reginn


Reginn - 19.04.1942, Blaðsíða 2

Reginn - 19.04.1942, Blaðsíða 2
2 R E G I N N gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir, að nautn áfengra drykkja meðal landsmanna, með því a) að stöðva að fullu og öllu á- fengisbrugg og sölu áfengis í landinu, b) að koma því til vegar, að stjórn- ir hinna erlendu herja, er hér dvelja, Ieggi strangt bann við því, að setuliðið láti af hendi áfenga drykki eða efni í þá við íslendinga, og c) að fela tollgæzlumönnum sér staklega rækilegt eftirlit með því, að áfengi verði ekki ó- leyfilega flutt til landsins. Til vara vill vorþingið eindreg- ið mælast til þess við ríkisstjórn, að hún brýni fyrir lögreglustjórum, að þeir neyti ekki heimildar i lög- um um að veita undanþágu til vínveitinga, eins og nú er ástatt í landinu. 2. Umdæmisstúkuþingið lýsir á- nægju sinni yfir framkominni þingsályktunartillögu á Alþingi því, er nú situr, um að stöðva að fullu útsölu áfengis og vínveitingaleyfi, og væntir þess, að þingsályktunartillaga þessi nái fram að ganga. Á Umd.st.þingi 11. apríl 1942 Brynleifur Tobiasson Ölafur Daníelsson Marinó L. Stefánsson Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 fer fram á að næsta Stórstúku- þing veiti kr. 500.00 til bindindis- mannamóts á Norðurlandi á kom- andi sumri. Ólafur Daníelsson Hallgrímur Jónsson. Fjárhagsáœtlun útbreiðslusjóðs. Tekjur: 1. Sjóðir frá fyrra ári kr. 1096.74 2. Styrkur frá Stórstúku íslands .... — 1500.00 kr. 2596.74 Gjöld: 1. Bindindismannamót kr. 800.00 2. Styrkur til blaðsins »Reginn« . . . — 300.00 3. Útbreiðslu-starfsemi — 800.00 4. Fjölritun, símkostn., auglýsingar & fl. . — 150.00 5. Tekjuafgangur . . — 546.74 kr. 2596.74 Ólafur Daníelsson Kristján Árnason Hallgrímur Jónsson. Samkv. þingfundabók Umdæmisst. nr. 5 Akureyri, Í3. apríl 1942 Eirikur Sigurðsson U. Ritari. L Ö G um viðauka við og breyting á lögum 8. sept. 1941 um húsaleigu. RÍKISSTJORI ÍSLANDS gjörir kunnugt: Alþingi hefir fallizt á lög þessi og eg staðfest þau með samþykki minu: 1. gr. Leigusala er óheimilt að segja upp Ieigusamningum um húsnæði, nema honum sé þess brýn þörf til íbúðar fyrir sjálfan sig eða skyld- menni í beinni línu, svo og fósturbörn, að dómi húsaleigunefndar (fast- eignamatsnefndar), og að hann hafi verið orðinn eigandi hússins, áður en lög þessi öðluðust gildi. Uppsagnir á íbúðarhúsnæði, sem fram hafa farið fyrir gildistöku þessara laga og ekki hafa komið til framkvæmdar, skulu vera ógildar, nema húseigandi sanni fyrir húsaleigunefnd, að hann sé húsnæðislaus og þurfi þess vegna á húsnæðinu að halda til íbúðar fyrir sjálfan sig. 2. gr. Húseiganda er óheimilt að leigja öðrum en heimilisföstum innan- héraðsmönnum íbúðarhúsnæði. Leigusamningar, sem gerðir hafa verið fyrir gildistöku þessara laga, en óheimilir væru eftir ákvæði 1. mgr., eru ógildir. Þegar alveg sérstaklega stendur á, er húsaleigunefnd (fasteignamats- nefnd) heimilt að veita undanþágu frá ákvæðum þessarar greinar. 3- gr- Ef íbúðarhúsnæði er heimildarlaust tekið til annarar notkunar en ibúðar, er húsaleigunefnd rétt að skylda húseiganda, að viðlögðum allt að 100 kr. dagsektum, að taka upp fyrri notkun húsnæðisins. 4. gr. Úrskurðum húsaleigunefndar um mat á húsaleigu má áfrýja til yfir- húsaleigunefndar, er í eiga sæti fimm menn, og skulu þrír þeirra skipaðir af ríkisstjórninni, en tveir af hæstarétti, og sé annar þeirra löglræðingur og formaður nefndarinnar. Ríkisstjórnin setur yfirhúsa- leigunefnd starfsreglur, og grefðist kostnaður af störfum hennar úr ríkissjóði. 5. gr. 4. mgr. 1. gr. laga 8. september 1941 um húsaleigu er úr gildi felld. 6. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda til 15. júní 1942. SVEINN BDÖRNSSON (L- S.) ______________________ Stefán 3óh. Stefánsson Ekkja með tveggja ára barn óskar eftir atvinnu, helzt ráðskonustöðu. Upplýsingar gefur 3óh. Sveinbjarnarson Túngötu 25. Garðstæði. Þeir, sem hafa haft garðstæði innan girð- ingar minnar tali við mig sem fyrst. Pétur Björnsson.

x

Reginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.